Dagskrátillaga - frávísun máls

Í félagskerfi landsmanna er gert ráð fyrir því að óbreyttir fundarmenn geti borið upp svokallaða dagskrártillögu eða frávísunartillögu.

Meginreglan er sú að ef slík tillaga berst fundarstjóra við umræður tiltekins máls, að þá ber fundarstjóra skylda til að stoppa umræður um dagskrármálið og taka dagskrátillöguna - frávísunartillöguna til afgreiðslu og atkvæðagreiðslu, án tafar og að öðru jöfnu án efnislegrar umræð. 

Gildi frávísunartillögu er baráttutæknilegs eðlis og tvíþætt:

Annarsvegar geta andstæðingar aðaltillögu flutt frávísunartillögu til að finna fjölda stuðningsmanna og andstæðinga máls án þess að eiga á hættu að aðaltillaga verði þar með samþykkt.

Frávísunartillaga er stundum notuð til þess að lýsa vanþóknun á efni aðaltillögu og eins þegar umræður eru komnar út í vitleysu og málalengingar.

Það getur oft verið fjör á fundum þegar slíkar aðstæður koma upp.

Heimild: Að stofni til, Fundarsköp, Jón Böðvarsson aðhæfði og staðfærði.


mbl.is Uppreisn ef þingmenn styðja tillögu Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband