Innanríkisráðherra sitji hjá

Innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson fer með dóms og lögreglumál en er jafnframt alþingismaður og getur þar af leiðandi greitt atkvæði á Alþingi.

Ögmundur hefur haldið því fram að atkvæðagreiðsla um ákærur á hendur ráðherrum hafi skrumsælst í meðförum Alþingis. Það er rétt að atkvæðagreiðslur riðluðust þannig að útkoman var sú að einungis einn ráðherra var ákærður þ.e. fv. forsætisráðherra. En var eitthvað samið um þetta milli stjórnmálahópa á Alþingi? Var ekki hver fráls af því sem hann greiddi atkvæði með?

Ef farið væri eftir formúlu innanríkisráherra og hún gerð að meginreglu í dómskerfinu að þá ætti alltaf að draga ákærur til baka ef hinir eða aðrir samverkamenn í meintum ólöglegum athöfnum næðust ekki. Það er vond formúla.

Þetta er mikil rökvilla hjá innanríkisráðherra og hann getur ekki komið með svona skilaboð inn í réttarkerfið og samfélagið. Það á náttúrlega að draga alla til ábyrgðar.

Það er búið að stórskaða alþýðumanna og um það snýst ráðherraábyrgð.

Kjartan Valgarðsson formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík segir að það geti orðið uppreisn hjá Samfylkingunni út af þessum málum og þá þarf innanríkisráðherra að vera óháður ef hann þarf að stilla til friðar hjá þeim.

Hann ætti heiðurs síns vegna að sitja hjá.


mbl.is Á ábyrgð Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Óttaleg þvæla er þetta. Hverjir "náðust ekki" í þessu máli?

Þorsteinn Siglaugsson, 18.1.2012 kl. 17:01

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Var ekki ekki lagt upp með að ákæra 4 ráðherra?

Svo frábið ég mér að kalla færslur mínar þvælu nafni minn.

Það er fallegt nafn Þorsteinn.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.1.2012 kl. 18:21

3 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Sæll félagi Þorsteinn H. 

Mér finnst þetta mjög auðskilið hjá þér og skil ekki hvað vefst fyrir nafna þínum við hvað þú átt.

Kristján H Theódórsson, 18.1.2012 kl. 20:13

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Sæll Kristján félagi í Rastarbaráttunni.

Nafni Þorsteinn er sennilega eitthvað taugatrekktur. Svo hafa hagfræðingar ekki alltaf skilið það sem gerðist hérna, því miður.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.1.2012 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband