Friðarskylda á alþingismönnum

Þetta er forvitnilegt mál að ætla að fara kalla alþingismenn fyrir Landsdóm. Það er mjög frumlegt og snoturt. Þá er spurningin sem hægt er að velta fyrir sér hvort það sé hægt.

Ráðherraábyrgð og úrlausn fyrir Landsdómi snýr einvörðungi að handhöfum framkvæmdavaldsins ekki handhöfum löggjafarvaldsins.

Málaferlin sem, nú standa yfir fyrir Landsdómi hafa ekki neinar venjur eða fordæmi til að styðjast við. Þess vegna kemur til með að koma í hverju skrefi, álitamál, sem ekki ekki er hægt að vísa til að svona var gert síðast.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram þingsályktun um það ákæra á hendur  fv. forsætisráðherra Geir Haarde verði dregin til baka og þetta sé hægt þar sem Alþingi fari með ákæruvaldið. Um þetta deila lögspekingar og prófessorar og rita lærðar greinar.

Gott og vel segjum að það sé svo. Þá er rétt að spyrja í framhaldinu hvort menn hafi nokkurn tíman vitað til í málarekstri að að saksóknari máls sé boðaður sem vitni í viðkomandi  máli af verjanda máls. Það mundi nú þykja nokkuð fyndið.

Stjórnarskráin mælir um friðarskyldu á alþingismönnum:

49. gr. [Meðan Alþingi er að störfum má ekki setja neinn alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða mál á móti honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp.
Enginn alþingismaður verður krafinn reikningsskapar utan þings fyrir það sem hann hefur sagt í þinginu nema Alþingi leyfi.]1)
   1)L. 56/1991, 18. gr. 

Út frá mínum bæjardyrum séð hafa alþingismenn engum skyldum að gegna að mæta fyrir Landsdómi eða öðrum dómum og gera þar reiknisskil um störf sín nema að Alþingi samþykki það fyrst.

Aftur á móti verða alþingismenn að svara fyrir það sem þeir gera utan þings á sama hátt og aðrir borgarar.

Ríkisvaldið er nefnilega þrískipt og það má ekki vera að grauta þessu saman. Enda væri ekki vinnfriður hjá þingmönnu við löggjafarstörf ef alltaf væri verið að kalla þá fyrir dómara.


mbl.is Kallaðir fyrir landsdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

En þá verður fyrningartími mála að vera lengri en 2-3 ár, nema birjað sé að telja að þingsetu lokinni.

Sandy, 18.1.2012 kl. 00:16

2 Smámynd: Skúli Víkingsson

Hinum þrem greinum ríkisvaldsins er grautað svo rækilega saman í þessu máli að lengra verður varla komizt. Atlanefndin samsvarar lögreglu í dómsmálum. Verjendur og sækjendur kalla lögreglumenn iðulega fyrir. Ef þetta mál heldur áfram (sem guð og góðir menn forði okkur frá) verður að kryfja nefndarmenn um rannsóknina, sem virðist hafa verið í skötulíki. Ekki óliklegt að sé farið að fara um þá suma að þurfa að standa fyrir máli sínu.

Skúli Víkingsson, 18.1.2012 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband