Harmur Samfylkingarinnar

Það er rétt, það viku tveir ráðherrar úr ríkistjórninni um áramótin.

Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra fyrir VG og Árni Páll Árnason efnahags og viðskiptaráðherra fyrir Samfylkinguna.

Harmur Samfylkingarinnar er sár og djúpur vegna þess að Árni Páll var ráðherra í fjölmennasta kjördæmi landsins SV kjördæmi með 58 þús. kjósendur. Katrín Júlíusdóttir er á leið í barneignarleyfi svo Samfylkingin verður ráðherralaus í þessu kjördæmi.

Hvorugur ráðherrann fékk neinar pólutískar samkomulagsbætur, sem ég nefni svo, svo vitað sé, svo sem stól forseta Alþingis ellegar stól seðlabankastjóra eða eitthvað þess háttar.

Nú er Steingrímur J. Sigfússon orðin einskonar Lykla-Pétur í ríkisjórninni, með marga lykla að ráðuneytum í hendi sér. Hann stendur úti á brúarvængnum og tekur brimskaflana á sig og brotsjóina og æðrast ekki.


mbl.is Gagnrýna „ólýðræðisleg vinnubrögð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Katrín Júlíusdóttir er komin í sumarfrí.

Svo er ekki hægt að bitla lengur til Seðlabankans. Eftir að Jóhanna breytti lögum um Seðlabanka þá er krafist meistaragráðu í hagfræði til að gegna stöðunni. 

Árni Páll er lögfræðingur þannig að það mundi aldrei ganga upp.

Nema breyta lögum um Seðlabanka aftur. En ég held að þjóðin mundi aldrei sætta sig aftur við lögfræðing í Seðlabankann einsog Davíð Oddson. Það er liðin tíl að Seðlabankinn verður bitlingastaður.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.1.2012 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband