Vont mál í Seðlabankanum

Þetta er vont mál þarna í Seðlabankanum með kjör seðlabankastjóra.  Vitað var að það voru einhverjar hnippingar þegar núverandi seðlabankastjóri var ráðinn. Hann taldi að sér hafi verið lofað einhverju um kjaramál.

Forsætisráðherra sagðist svo á þeim tíma engu hafað lofa um kjör. Og í raun var það aldrei leitt í ljós hver hafði lofað hverju. Már þáði stöðuna. Einboðið var að seðlabankastjóri færðis í aukana með kröfur um launakjör þegar nógu langt væri liðið um og hann orðinn fastari í sessi.

Það eiga svo sem allir rétt á því að leita til dómsstóla með sín mál telji menn á sér brotið. En það er óvanalegt að forstöðumaður stofnunar standi í málaferlum við þá stofnum sem hann stýrir, á sama tíma og hann sinnir sínu starfi.

Það er ekki að mínu mati trúverðugt í augum almennings, miðað við það ástand sem er í þjóðfélaginu nú um stundir.

Þess vegna er rétt að ráðamenn velti því fyrir sér hvort ekki sé rétt að seðlabankastjóri víki um stundarsakir eða taki sér veikindaleyfi, á meðan málaferlin standa yfir. Hann hefði þá líka rýmri tíma til að sinna málarekstrinum og það væri engum vafa undirorpið í hvers tíma því væri sinnt.

Eða hver er venjan við svona kringumstæður?


mbl.is Már í mál við Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er náttúrulega ekki eðlilegt að starfsmaður fari í mál vegna sinna launamála og haldi áfram starfi sínu.  Þetta er lýsingarmynd þvælunnar sem gengur hér á landi.

itg (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 19:22

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Már þarf ólýkt Jóhönnu að standa afleiðiingu orða sinna og gjörða. Er sú ábyrgð enskis virði?

Eða ætti forsætisráðherra hvers tíma m.v. ábyrgð gjörða, að þiggja atvinnuleysisbætur að hámarki?

Óskar Guðmundsson, 13.1.2012 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband