Hlutverk lögreglu

Í lögreglulögum frá 1996 nr. 90 13. júní segir svo um hlutverk lögreglu, tekið af vef Alþingis:

I. kafli. Hlutverk lögreglu o.fl.
1. gr. Hlutverk.
1. Ríkið heldur uppi starfsemi lögreglu.
2. Hlutverk lögreglu er:
   a. að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, leitast við að tryggja réttaröryggi borgaranna og vernda eignarrétt, opinbera hagsmuni og hvers konar lögmæta starfsemi,
   b. að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins,
   c. að vinna að uppljóstran brota, stöðva ólögmæta háttsemi og fylgja málum eftir í samræmi við það sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð [sakamála]1) eða öðrum lögum,
   d. að greiða götu borgaranna eftir því sem við á og aðstoða þá þegar hætta steðjar að,
   e. að veita yfirvöldum vernd eða aðstoð við framkvæmd starfa sinna samkvæmt fyrirmælum laga eða venju eftir því sem þörf er á,
   f. að starfa í samvinnu við önnur stjórnvöld og stofnanir sem hafa með höndum verkefni sem tengjast starfssviði lögreglu,
   g. að sinna öðrum verkefnum sem henni eru falin í lögum eða leiðir af venju.


mbl.is Óljóst með aðgerðir við þingsetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

  • leitast við að tryggja réttaröryggi borgaranna og vernda eignarrétt
  • koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna
  • stöðva ólögmæta háttsemi
  • greiða götu borgaranna eftir því sem við á

Guðmundur Ásgeirsson, 28.9.2011 kl. 19:20

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þakka þér fyrir innlitið Guðmundur.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 28.9.2011 kl. 21:43

3 identicon

Stjórnvöldum ber að tryggja að lögreglumönnum sé gert kleift að sinna skyldum sínum sem þú telur ástæðu til að lista hér upp úr lögreglulögunum. Það gera þau með fjárveitingum til málaflokksins og koma til móts við sanngjarna kröfu um leiðréttingu á versnandi kjaralegri stöðu. Það er mat lögreglumanna að stjórnvöld séu nú komin út fyrir þau mörk að uppfylla þessa skyldu sína. Lögreglan vinnur eiðstaf að stjórnarskránni og lögum og munu sinna þeim skyldum sínum sem yfirmenn þeirra leggja á þá á laugardaginn. Þetta vita stjórnvöld og hunsa því sanngjarnar kröfur lögreglumanna og skerða í sífellu starfsöryggi þeirra með niðurskurði. Nú er svo komið að starfsöryggi lögreglumanna hefur verulega áhrif á öryggi landsmanna og því vilja þeir vekja athygli á.

Runólfur Þórhallsson (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 16:43

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þakka þér fyrir innlitið Runólfur.

Það var vel til fundið af lögreglumönnum að fara í þessa göngu sem fram fór í dag.

Með því gefa þeir landsmönnum fordæmi um prúðmannlega framgöngu í sínum málum. Vissulega hafa allir leyfi til að leggja áherslu á málefni sín með friðsamlegum hætti. Kv, Þorsteinn

Þorsteinn H. Gunnarsson, 29.9.2011 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband