Búnaðarnám Íslendinga

HvanneyriLandnámsmenn hafa komið með búnaðarreynslu þegar þeir komu frá Noregi, annars hefðu þeir ekki komist af í landinu nema kunna til verka.

Árið 1866 byrjuðu Íslendingar að sækja búnaðarnám til Noregs. Núverandi landbúnaðarráðherra Jón Bjarnason er búfræðikandidat frá Landbúnaðarháskólanum Ási í Noregi.

Fyrsti vísir til búnaðarkennslu hér á landi var á Frostastöðum í Skagafirði 1852 og 1853. Veturinn 1857-1858 og eitthvað lengur var kennt búfræði í Flatey á Breiðafirði.

Fyrsti búnaðarskóli hér á landi var stofnaður 1880 í Ólafsdal, þá Hólaskóli 1882, Eiðaskóli1883 og Hvanneyraskóli 1889.

Framhaldsdeildin á Hvanneyri var stofnuð 1947. Nú eru tveir skólar sem sinna kennslu í búfræði og skyldum greinum. Háskólinn að Hólu í Hjaltadal í Skagafirði og Landbúnaðarháskóli Íslands að Hvanneyri í Borgarfirði.

Heimild sótt í: Íslenskir búfræðikandidatar, Guðmundur Jónsson fv. skólastjóri á Hvanneyri.


mbl.is Búfræðimenntun metin til launa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband