Áburðarverksmiðjan í Gufunesi var vígð 22. maí 1954 en það ár hófst framleiðsla áburðar. Verksmiðjan var stofnuð árið 1952. Hún fékk rafmagn til framleiðslunnar úr Írafossvirkjun í Sogi. Á þeim tíma var ekki markaður fyrir alla þá raforku sem framleidd var nema til kæmi stóriðja. Sú stóriðja varð að áburðarverksmiðju í Gufunesi sem framleiddi köfnunarefnisáburð sem fékk nafnið Kjarni.
Bygging Írafossvirkjunar og Áburðarverksmiðjunnar var fjármögnuð með Marshall-aðstoðinni. Stofnað var fyrirtækið Áburðarsala ríkisins sem hafði einkarétt á innflutningi og sölu áburðar. Þetta fyrirtæki flutti inn steinefnaáburð, þrífosfat og kalí til að blanda með hinum íslenska Kjarna en köfnunarefnið í áburðinum var unnið úr andrúmsloftinu: Heimild Vikipedia
Áburðurinn Kjarni, ammonium nitrat NH4NO3, er hægt að nota í sprengiefnaframleiðslu. Kjarninn var fyrst framleiddur og var þá ókornaður og hafði sömu áferð og sykur. Erfitt var fyrir bændur að dreyfa honum þar sem hann fauk til í dreyfingu. Seinna var hann kornaður.
Áburðarverksmiðjan var í raun sprengiefnaverksmiðja og má sjá enn að ákveðin öryggisviðmið voru viðhöfð við byggingu hennar þar sem Kjarnin var geymdur í skemmum sem sprengdar voru inni berg. Samskonar verksmiðja sprakk í loft upp í Finnlandi.
Verksmiðjan skiptist í sýruverksmiðju, ammoniakverksmiðju og vetnisverksmiðju og svo seinna blöndunarverksmiðju.
Ég starfaði á vorinn á námsárum mínum í Áburðarverksmiðjunni og svo 3 misseri við efirlitsstörf í ammoniksal.
1. október 2001 varð sprenging í rafmagnstöflusal í enda húss þar sem fer fram framleiðsla á vetni og ammóníaki: Heimild Morgunblaðið
Það var á þeim stað sem ég hafði aðstöðu og aldarfjórðungur frá því að ég fór þaðan. Upp úr því var áburðarframleiðsla aflögð í mannvirkjunum.
Sprengdu efni á bæ ódæðismannsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 26.7.2011 | 23:00 (breytt kl. 23:03) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.