Atkvæðamisvægið afnumið

lll.Kafli Alþingi

39. grein Alþingiskosningar

2. málsgrein

Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt.

Þetta ákvæði er mikil tímamót fyrir lýðræði í landinu.


mbl.is Stjórnarskrárfrumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mér finnst mest um vert, að mannréttindi eru loksins skilgreind sem slík. Vonandi verður það til að binda enda þá viðurstyggilegu rangtúlkun að mannréttindi geti einhvernveginn náð til lögaðila sem ekki eru menn.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.7.2011 kl. 21:00

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Nú getur fólk safna liði og fara fram með lista í Suðvesturkjördæmi þar er gnægð atkvæða, alveg urmull. 58 þús atkvæði, 16 þingmenn. Þar verður slagurinn.

Allir með jafnan atkvæðisrétt.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 27.7.2011 kl. 21:47

3 Smámynd: Sigurjón

Sælir.

Ef þetta ákvæði verður samþykkt, þá hlýtur landið að verða eitt kjördæmi, eða því skipt niður í 63 jafn mannmörg kjördæmi.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 28.7.2011 kl. 00:23

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Sigurjón, þetta ákvæði eru um kjördæmi: Heimilt er að skipta landinu upp í kjördæmi. Þau skulu flest vera átta.

Löggjafinn hefur olbogarými til að skipa þessum málum innan stjórnarskrá.

Ég er mótfallin því að landið verði eitt kjördæmi. Það eykur flokksræði og kemur í veg fyrir að landshlutabundin sjónarmið heyrist.

En ég er ánægður yfir því að atkvæðisrétturin verði gerður jafn án tillits til búsetu. Ég hef barist fyrir því lengi.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 28.7.2011 kl. 08:36

5 Smámynd: Sigurjón

Ef atkvæðisrétturinn verður jafn, þá fækkar verulega í liði landsbyggðarþingmanna. Þú verður þá ánægður með það?

M.b.k.

Sigurjón, 28.7.2011 kl. 14:57

6 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Lýðveldið byggir ekki á þeirri hugmynd, landsbyggð eða þéttbýli.

Lýðveldið byggir á félagskerfi, sem svo aftur byggist á kosningum og atkvæðisrétti

Í lýðveldi er eðlilegast að atkvæðisréttur borgaranna sé sem jafnastur.

Að hann sé hvorki háður landstærð, fjármagni eða eignum.

M.b.k. 

Þorsteinn H. Gunnarsson, 28.7.2011 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband