Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 2010 er komið út. Forsíðumynd er af fjallinu Hesti og Folafóturinn séð úr Vigur. Guðfinna M. Hreiðarsdóttir formaður ritar formálsorð en þetta er 50. árgangur ritsins. Í ritinu eru 10 greinar eftir jafnmarga höfunda um hin ýmsu sagnfræðilegu efni. Í lokin eru svo upplýsingar um höfunda efnis menntun þeirra og störf.
Ég ætla mér að víkja hér lítillega að tveim greinum í ritinu, sú fyrr heitir Karítas Skarphéðinsdóttir frá Æðey í Ísafjarðardjúpi. Hér er á ferðinni móðuramma mín og finnst afkomendum Karítasar mikil heiður að þessi ritgerð skuli birtast á þessum vettvangi. Höfundur ritgerðarinnar Karítas Skarphéðinsdóttir Neff er dóttur dóttir Karítasar en ritgerðina skrifaði hún í námi sínu í mannfræði við Háskóla Íslands 1993. Ritgerðin kemur hér fram og er dýrmætur fjársjóður og yfirgripsmikil um liðna tíma af fólki, málefnum og aldarfari. Allar ljósmyndir í ritinu þekki ég nema fyrstu myndina af ömmu Karítas.
Seinni efnið er vísnabálkur sem fyrirsögnin; Karítas Skarphéðinsdóttir frá Gunnarseyri, Sveitavísur í Skötufirði 1916. Er vísnabálkurinn prýddur 15 myndum af ábúendum og fólki úr Skötufirði. Það kom nú hálfgert fát á mig við að sjá þetta nafn staðfært á Gunnarseyri. Var þetta sama konan? Ég fór til móðursystur minnar Pálínu Magnúsdóttur sem var á níðræðisaldri, síðasta barn Karítasar á lífi, en lést 1. apríl s.l. og er útför hennar gerð frá Fossvogkirkju í dag. Þetta kom Pálínu í opna skjöldu, hún hafði ekki heyrt þessar vísur fyrr, en vissi að móðir sín var hagyrðingur og mikil kvæðamanneskja. Var hér önnur kona á ferð með sama nafni? Það gat varla verið, enda upplýstu 17 og 18 vísurnar að foreldrar Pálínu bjuggu á Gunnarseyri. Auk þess er systir Pálínu og móðir mín, Aðalheiður, fædd 1915 á Gunnarseyri.
Magnús Gunnarseyri á,/unir fátækt glaður,/ Guðmundi er getinn sá,/ góður handverksmaður. Hans er kona Karitas/í kærleiksást þau búa/hana að dæma og hennar fas/heiminum má víst trúa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 8.4.2011 | 11:25 (breytt 23.10.2021 kl. 12:19) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 99
- Sl. sólarhring: 169
- Sl. viku: 249
- Frá upphafi: 573567
Annað
- Innlit í dag: 94
- Innlit sl. viku: 212
- Gestir í dag: 94
- IP-tölur í dag: 94
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.