Niðursetning á kartöflum

Nú þegar þegar þjóðin stendur við dagsbrún nýrrar aldar og á ekkert nema ættjarðarkvæðin og sjálfa sig er nauðsynlegt að fólk fari að huga að því að undirbúa kartöfluræktunina. Víða um land er gnægð lands undir kartöflurækt. Bæði á bújörðum sumarhúsaspildum og öðrum gróðurreitum. Nauðsynlegt er að forsetinn verði í framvarðasveit í því máli eins og endranær og láti plægja dágóða spildu á Bessastöðum og gefi fólki kost á jarðnæði.

Í Reykjavík er þetta allt miklu átakanlegra. Þar hefur ræktarland undir kartöflugarða orðið að þoka fyrir byggingum. Er nú svo komið að til þess að komast í sæmilegan kartöflugarð þarf að aka fleiri tugi kílómetra upp í Mosfellssveit í svokallaðan Skammadal.

Þessum hlutum þarf að breyta. Kartöflugarðar þurfa að vera nálægt fólki. Þá er hægt að fylgjast betur með hvernig gengur. Hreinsa arfa vökva og verjast frosti. Það er líka ákveðin lífsfylling og gaman fyrir börn að fylgjast með hvernig gróðurinn þroskast og væntingin um góða uppskeru vex.

Víða er hægt að útbúa smá horn undir kartöfluræktun. Það þarf ekki að vera stórt í byrjun. Fyrst þarf að rista ofan af grassverðinum ef hann er fyrir hendi, hrista moldina úr þökunum og stinga svo garðinn upp og gera sáðbeðið myldið. Hægt er að bæta mold og sandi í garðinn efir atvikum.

Nauðsynlegt er að velja gott útsæði og er ýmist hægt að kaupa það sem útsæði en einnig er hægt að velja venjulegar kartöflur til útsæðis. Ekki er gott að nota smælki eða stórar kartöflur. Gott útsæði eru svona 35-50 gr kartöflur.

Útsæðið er látið spíra í kössum innivið í nokkurn tíma það flýtir fyrir sprettu. Útsæðið þarf birtu og hlýju. Spírunin getur tekið 4-6 vikur og er einmitt tíminn núna eftir Icesave, til að setja kartöflurnar í spírun þá eru þær tiltækar til niðursetningar í byrjun maí.

Að ýmsu öðru er að hyggja  svo sem áburði uppskerustörfum og geymslu og verður fólk sem ekki er vant kartöflurækt að lesa sig til um efnið.


mbl.is Mjög mikill kjörsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband