Það er erfitt fyrir Jóhönnu að gefa skýringar á þessu máli.
Það er fyrst og fremst handhafar löggjafarþingsins sem samþykkja lögin um stjórnlagaþingið sem verða svara fyrir gallaða lagasetningu.
Handhafar löggjafarþingsins , Alþingi, eru 63 Alþingismenn og forseti Íslands.
Forseti Íslands hefur tekið sér þá stöðu að vera með íhlutunarsemi við lagasetningu sem honum er tryggð í stjórnarskrá með svokölluðum málsskotsrétti. Hann ber því eðli máls allnokkra ábyrgð.
Þetta er fyrst og fremst áfellisdómur yfir löggjafarstarfinu og get ég ekki séð að þingmenn Sjálfstæðisflokksins geti riðið feitara hrossin frá þessu máli en aðrir Alþingismenn.
Ég harma það ekki að þessi lög hafi verið dæmd ógild.
Ég hélt upp hér á mínu bloggi og í athugasemdum hjá öðrum bloggurum málatilbúnaði um það að þetta forgangröðunarkerfi sem átti að innleiða væri óréttlátt.
Ég vildi að kjósandinn gæti greitt þeim 25 stjórnlagaþingskandídötum sem bar að kjósa, öllum jafnt atkvæði eins og venja er í óbundnum kosningum svo sem til sveitarstjórna, í félagskerfi okkar þar sem ekki er listi í framboði.
Kjósendur voru í raun kúgaðir til að raða upp lista eins og tíðkast hjá stjórnmálaflokkum í prófkjörum.
Ég mun svo í framhaldi þessa máls fara skoða kæru mína sem Alþingi var sent 1. maí 2009 vegna misvægi atvæða eftir kjördæmum.
Það skyldi þó ekki vera núverandi Alþingi sé ólöglega kosið?
Krefjast skýringa forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 25.1.2011 | 16:55 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 38
- Sl. sólarhring: 108
- Sl. viku: 188
- Frá upphafi: 573506
Annað
- Innlit í dag: 37
- Innlit sl. viku: 155
- Gestir í dag: 37
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.