Strúktúrinn í Hæstarétti

Það er strúktúrinn sem skiptir máli maður.

Lögmaður gæsluvarðhaldsfangans hélt því fram að kontóristi í Landsbankanum hafi  verið aðal orsakavaldur að þeim vandræðum sem skjólstæðingur hans hafi ratað í.

,,Kæra fjármálaeftirlitsins á hendur Sigurjóni Þ. Árnasyni er fyrir notkun á „strúktur“ sem núverandi forstjóri FME bjó til sem starfsmaður Landsbankans. Þetta segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns. Hann telur að engin skilyrði séu fyrir gæsluvarðhaldi skjólstæðings síns". Heimild: Mbl.is

Nú er þessi kontóristi í Landsbankanum orðin forstjóri FME.

Vafinn liggur einmitt í strúktúrnum. Hver teiknaði þetta bankahrun upp? Var það einhver undirmaður í Landsbankanum fyrir margt löngu eða Hrunverjar. 

Sérstakur saksóknari er að reyna komast að því. Af þeim sökum hefur hann ekki viljað að orðræða stæði milli fv. Landsbankastjóra Sigurjóns Þ. Árnasonar og annarra manna í landinu og víðar um heim.

Bankahrunið á Íslandi er alþjóðlegt mál og varðar hagsmuni margra kröfuhafa víða erlendis. Þess vegna er krafan mjög brýn að komast til botns í málinu.

6-7 þúsund milljarðar hafa tapast í öllu Hruninu. Það má kaupa ansi margar bújarðir fyrir allt það fé.

Eðli máls samkvæmt veltir almenningur nú fyrir sér strúktúrnum og hvernig mál koma til með að skipast í Hæstarétti við þetta sératkvæði.


mbl.is Telur rök skorta fyrir gæsluvarðhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Í aðdraganda hrunsins týndu menn glórunni í græðginni.

Það tóku bandarísk yfirvöld 3 ár að finna út úr hvað olli verðbréfahruninu mikla í Wall street haustið 1929.

Við verðum að bera traust til sérstaks saksóknara að hann beri gæfu til að leysa vel úr þessum flækjum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.1.2011 kl. 20:05

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hann hlýtur að vera með verkfræðinga, stærðfræðinga og arkitekta til að teikna strúktúrinn og hvernig þræðir liggja þvers og kruss og hvernig öllu verður púslað saman.

Kv, ÞHG

Þorsteinn H. Gunnarsson, 21.1.2011 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband