Halldór Runólfsson er víst góður og gegn maður og vel menntaður dýralæknir. Ástæða er til að óska honum til hamingju með næsta 5 ára starfstímabil.
Það þarf að gefa gaum að meðferð dýra aðbúnaði og hollustu háttum þeirra.
Ég held að bændur séu yfirleitt dýravinir og vilji fara vel með dýr. Þó er nú pottur sumstaðar brotinn í þeim efnum. Stundum verða menn samdauna ákveðnu umhverfi og skynja ekki að það þurfi að gera úrbætur og forvarnir svo dýr séu örugg í umhverfi sínu og líði vel.
Í Bændablaðinu sem kom út í gær er er gerð grein fyrir aukinni tíðni stórbruna í landbúnaði og hefur brunamálastjóri Björn Karlson þungar áhyggjur af þeim.
Eftirfarandi tafla er þar birt um stórbruna þar sem búpeningur hefur brunnið inni:
Knörr árið 2004 Um 600 fjár
Grænahraun árið 2005 3600 hænur
Húsatóftir árið 2006 Um 40 nautgripir
Stærri Árskógur árið 2008 Um 200 nautgripir
Vestara Fífuholt árið 2008 um 120 nautgripir
Ásmundarstaðir árið 2008 um 4000 hænur
Tjörn árið 2010 á þriðjahundrað landnámshænur.
Heimild: Bændablaðið 22. tölublað 2010 16. desember
Ég minnist þess ekki að það hafi verið tekið viðtal um þessi mál í fjölmiðlum við ráðamenn í landbúnaði eða aðra sem láta sig dýravernd skipta.
Ég vakti athygli á þessum málum á Málþingi um ábyrgt búfjárhald sem Dýraverndarsamband Íslands hélt í nóvember 2009 og lagði þar fram skýrslu sem ég útbjó og dreifði henni til stjórnar sambandsins en hef ekkert verið að flíka henni frekar.
Ég held að það verði að grandskoða umhverfi og aðbúnað dýra á Íslandi og gera úrbætur.
Til þess er nýskipaður yfirdýralæknir vel til forustu fallinn.
Halldór áfram yfirdýralæknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 17.12.2010 | 18:07 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 335
- Sl. sólarhring: 380
- Sl. viku: 485
- Frá upphafi: 573803
Annað
- Innlit í dag: 311
- Innlit sl. viku: 429
- Gestir í dag: 302
- IP-tölur í dag: 295
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi víst góði og gegni maður hefur líkahaldið hlífiskildi yfir starfsemi Dalsmynnis Hundagallerý, sem hefur vægast sagt vafasaman feril. Og hann sá til þess að almenningur fengi ekki aðgang að opinberum gögnum um starfsemina og athugasemdir sem fram höfðu komið hjá umhverfisstofu.
Er reyndar á þeirri skoðun að þessi maður ætti að sæta rannsókn vegna þeirra vinnubragða.
En spilling tekur á sig ýmsar myndir, að líta framhjá slæmri meðferð á dýrum þrátt fyrir ábendingar, telst spilling í mínum huga.
Fjarki , 18.12.2010 kl. 13:52
Svo er það hrossasóttin sem var flutt til landsins. Þarf ekki eitthvað að líta á það mál.
Það er nú ekki svo lítið talað um smitssjúkdóma en svo er allt í einu allur hrossastofninn orðin fárveikur og bændur verða nærri því að fara á tveim jafnfljótum í göngur.
Ég var að koma frá útlöndum um daginn og lenti í því að stíga ofan í hundaskít áður en ég lagði af stað í leigubíl út á flugvöll. Ég reyndi að þrífa þetta eins og ég gat á grasi. Svo þegar ég kom út á flugvöll þá skimaði ég eftir sótthreinsiaðstöðu sem engin var. Þannig að ég varð að fara inn á klósett og sótthreinsaði þetta upp úr koníaki. Maður verður að fara varlega og vera ekki að bera inn í landið smitefni.
Svo þegar ég kom til Keflavíkur fór ég að skima eftir sótthreinsiaðstöðu á vellinum en sá enga, en í fríhöfninni var nóg af víni og þá skildi ég af hverju er lögð svona mikil áhersla á vínsölu á flugvöllum.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.12.2010 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.