Ríkistjórnin hefur traustan meirihluta

Ríkistjórnin virðist vera að eflast en stjórnarandstaðan að koðna niður. Ríkistjórnin er með meirihluta Alþingis á bak við sig, 32 þingmenn, við afgreiðslu fjárlaga, þó svo 3 þingmenn stjórnarinnar taki þá ákvörðun að sitja hjá við loka atkvæðagreiðslu fjárlagafrumvarpsins.

Áður taldir þingmenn hafa sínar ástæður fyrir hjásetu sinn sem ber að virða. Þeir hafa verið að reyna fá ýmislegt lagfært varðandi fjárlögin og sjálfsagt fengið ýmsu áorkað.

Steingrímur kemur sífellt á óvar og færist í aukana eftir því sem tíminn líður.

Líkurnar á því að ríkistjórnin klári kjörtímabilið eru sífellt  að aukast en stjórnin er með 35 þingmenn á bak við sig ef til raunverulegra átaka kemur, verði borið upp vantraust á hana.

Alþingismenn hafa verið að ganga í lið með ríkistjórninni nú við þessar erfiður aðstæður og nægir að benda á inngöngu Þráins Bertelssonar í VG.

Út er komin bók eftir Elías Snæland Jónssona sem heitir; Möðruvallahreyfingin-baráttusaga. Er þar  gerð skilmerkilega grein fyrir átökum í Framsóknarflokknum á sínum tíma um það hvernig flokkur Framsóknarflokkurinn eigi að vera.

Má búast við því að það komi vomur á framsóknarmenn og þeir verið tvíátta eftir áramótin eftir lestur þeirrar bókar, hvar þeir eigi að standa í pólitík í framtíðinni. 

Þannig að enn getur ríkistjórninni bæst við liðsauki.


mbl.is Visst áfall segir Steingrímur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Trúðir þú líka svona heitt á Stalín í æsku?

Guðmundur Björn, 16.12.2010 kl. 21:26

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég er bara að lýsa ástandi eins og það birtist mér og ef það er eitthvað rangt í færslunni láttu mig þá vita Guðmundur Björn.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 16.12.2010 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband