Það er orðin venja að vera með smá einfalda athöfn við Minningaröldur Sjómannadagsráðs í Fossvogi. Þar er blásið í trompet farið með bæna og lagður blómsveigur að Öldunum.
Í ár var staðinn heiðursvörður af Landhelgisgæslu Íslands og Norsku strandgæslunni. Myndirnar frá athöfninni eru frá 2009 og 2010.
Hér er skrá yfir sjómenn úr minni fjölskyldu. Þetta er góður hópur.
Móðurbróðir, Óskar Magnússon f. 31 des.1896 d. 24. jan. 1930, formaður, fórst með vélbátnum Snæbirni frá Súðavík.
Móðurbróðir, Þorvaldur Matthías Magnússon f. 19. ágúst 1895 d. 12.jan. 1976 Síðast bátsmaður á togaranum Ingólfi Arnarsyni. Af honum er til þekkt ljósmynd eftir Kaldal þar sem frændi er í sjóstakk og með sjóhatt, táknmynd fyrir íslenskan sjómann.
Móðurbróðir, Svanberg Magnússon f. 9. jan.1909 d. 25.apríl 1974 skipstjóri. Gerði út trilluna Rúnu frá Hafnarfirði. Bjó í húsi því sem nú heitir Nönnukot í Hafnarfirði og er lítið kaffihús.
Móðurbróðir, Þorsteinn Magnússon f.13.apríl 1913 d. 12. mars 1941 skipstjóri. Fórst með línuveiðaranum Pétursey.
Frændi, Hallgrímur Pétursson f. 16. des. 1916 d. 12. mars 1941 skipstjóri og stýrimaður. Fórst með línuveiðaranum Pétursey.
Móðurbróðir, Skarphéðinn Magnússon f. 16. febr. 1921 d. 26. júlí 1984 stýrimaður á ýmsum skipum.
Móðurbróðir, Einar Magnússon f. 4. júlí 1924 d. 2009. Háseti á ýmsum skipum. Víða þekktur í góðra vina hópi sem snjall munnhörpuleikari.
Mágur, Haukur Guðmundsson f. 20. apríl 1921 d. 16. nóv. 1991. Skipstjóri og stýrimaður á skipum Jökla h/f. Var skipstjóri m/s Drangajökli sem fórst í Pentlinum við England 28 júní 1960. Þar björguðust allir og gat Haukur með naumindum synt frá sökkvandi skipinu síðastur. Síðar skipstjóri á Ísborginni sem var gamall síðutogari frá Ísafirði sem var breytt í fraktskip.
Mágur, Tryggvi Eyjólfsson f. 24. mars 1930 d. 16.mars 2010. Vélstjóri hjá Eimskipafélagi Íslands. Yfirvélstjóri á m/s Gullfossi.
Faðir, Gunnar Sigursveinn Arnbjörnsson f. 22. maí 1912 d. 14 apríl 1970. Háseti á togurum, Sambandsskipum og skipum Landhelgisgæslunnar.
Bróðir, Birgir Gunnarsson f. 20 okt. 1938 d. 18. febr. 1958. Matsveinn. Fórst með vitaskipinu Hermóði.
Bróðir, Arnbjörn Gunnarsson f. 19. okt. 1948 Sjómaður, stýrimaður og skipstjóri á skipum í Grindavík og nágrenni.
Systursonur, Birgir Kristbjörn Hauksson f. 26. okt 1962. Háseti á skipi Eimskipafélags Íslands um eitthvert skeið.
Bróðursonur, Gunnar Sigursveinn Arnbjörnsson f. 5 apríl 1978 Grindavík. Sjómaður og skipstjórnarmaður á fiskiskipum.
Sonur, Erlendur Smári Þorsteinsson f. 27. maí 1971. Grásleppukarl eina fallega vorvertíð.
Frændi Birgir Gunnarsson stýrimaður hjá Eimskip.
Stjúpi Magnús Helgason 2.maður Aðalheiðar sjómaður í Grindavík.
Stjúpi Jón Guðmundsson kallaður Jón súgi frá Súgandafirði 3. maður Aðalheiðar skipstjóri og útgerðarmaður.
Sóphus sjómaður á Ströndum vinnumaður og sjómaður hjá Matthíasi í Kaldraðanesi og sjómaður þar og á Drangsnesi.
Frændi, Friðgeir Höskuldsson f. 31. júlí 1947. Útgerðarmaður og skipstjóri á Drangsnesi á Ströndum
Ekki að gleyma mér, Þorsteinn Hallgrímur, messi á M/s Öskju frá RVK háseti á Ísborginni RVK og háseti á Lofti Baldvinssyni eina vetrarvertíð undir Jökli. 30 tn. réttindi 1998
Tengdasonur, Auðunn Atli Sigurðssson, Ísafirði háseti m.a. á Guðbjörgunni um nokkurt skeið.
Til hamingju með daginn allir sjómenn.
Mikið um að vera á sjómannadegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 6.6.2010 | 13:56 (breytt 20.12.2024 kl. 15:08) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 104
- Sl. sólarhring: 174
- Sl. viku: 254
- Frá upphafi: 573572
Annað
- Innlit í dag: 99
- Innlit sl. viku: 217
- Gestir í dag: 99
- IP-tölur í dag: 99
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.