Ég held að það séu allir sammála um að veiðar með kyrrstöðuveiðarfærum, handfærum, línu og netum, séu vistvænni fyrir lífríki sjávar.
Eldri menn sem sem ég hef haft samskipti við og hafa vit á þessum hlutum hafa talið að troll sem dregin eru eftir sjávarbotni skemmi búsvæði ungfisks og seiða. Botnin sé heflaður niður og skemmdur. Þá hafa þeir sagt mér að stór flottroll þegar þau eru dregin í gegn um fiskitorfur eyðileggi mikið í kring um sig vegna þess að sá fiskur sem ekki kemur í trollið en verður fyrir hnjaski missir hreistur og drepist.
Allt þetta þarf að færa til bókar og meta, þegar fjallað er um arðsemi mismunandi veiðiaðferða.
Gífurlegur olíukostnaður fylgir því þegar stórir og aflmiklir skuttogarar draga trollin eitt og jafnvel tvö á eftir sér á meðan kyrrstöðuveiðarfærasjómaðurinn eyðir engri olíu.
Þá verður að líta til umræðu um mikið brottkast við veiðar á vinnslu skipum.
Vextir og afskriftir og fjármögnun er stór þáttur í stórútgerðu sem gaman væri að væru borin saman við smærri veiðiaðferðir.
Svo verður að líta til þess hvernig gjaldeyririnn skilar sér inn í þjóðarbúið en fréttir hafa borist af því að þar sé brotalöm.
Varðandi óvitaskapinn í sjávarútvegsráðuneytinu er þetta að segja: Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra er alinn upp á útvegsjörðum og hefur búið á einni þeirra fjölbreytilegustu, er búfræðikandídat frá Ási í Noregi, en búfræði spannar mjög vítt svið umhverfis- og lífríkismenntunar, ásamt tengingu við, rekstur, hagfræði og atvinnustarfsemi. Hann hefur verið skólastjóri skóla sem hefur verið með mikla áherslu á fiskeldi.
Læt ég svo fólki eftir að ráða í það hvar óvitarnir dveljast nú um þessar mundir.
En það væri fróðlegt að almenningur færi að fara sjá rekstrarreikninga útgerðanna og hvernig standi á öllu þessi tapi og ekkert bólar á að fiskistofnarnir séu að rétta úr kútnum.
![]() |
Óvitaskapur í sjávarútvegsráðuneytinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 17.1.2010 | 13:32 (breytt kl. 14:31) | Facebook
Myndaalbúm
Mars 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.3.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll
Ég hef verið á mörgum vinnsluskipum og sé hef ekki séð þetta mikla brottkast sem að talað er um, vissulega fer hryggurinn og hausinn í hafið. En það er ekki flokkað sem brottkast, en það eru þó nokkrar útgerðir sem að koma með hausanna að landi, allavega er eitt frystiskip sem kemur með allan afla í land, þe það bræðir hausanna, dálkinn og roðið
Vandamálið við strandveiðarnar eru frágangur á fiski, þetta er að koma óslægt og óísað að landi, veit umþó nokkuð margaar vinnslur sem gáfust upp á því að vinna þennan fisk, mikið af ormi og mikið af losi því í alltof mörgum tilfellum var illa um þennan fisk gengið. Félagi minn sem stundar þessar veiðar fullyrti að einungis væru 15 til30 % af bátum á hans svæði væru með ís. Þetta eru visvænarveiðar, en það skiptir engu ef hráefni sem bátarnir koma með í land er laskað.
Þetta eru bara því miður sorglega staðreyndir
Hlýri
Hlýri (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 14:29
Það er nú skrítið að skerða kvóta hjá einum og færa öðrum og sá sem er skertur er alt frá því að vera með trillu og uppúr. Og það skiptir líka máli á hvaða árstíma fiskur er veiddur með tilliti til verðs og gæða.
Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 14:57
fáið trillukallana á suðurnesjum til að segja ykkur hvað skeður við Eldey þegar togað er við hana þá hrinur úr henni.
gisli (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 15:12
Hlýri,
Brottkastið hefur verið í umræðunni og eðli máls liggja ekki fyrir tölur um það.
Varðandi frágang á fiskinum við strandveiðar á nú að vera hægt að bæta úr þeim atriðum sem þú nefnir. Ég átta mig ekki samt á af hverju ætti að vera meiri ormur í fiski sem veiddur er við strandveiðar en á vinnslu skipum, þó það sé þekkt að ormur sé meir í fiski sem veiddur er þar sem selur er mikið svo sem við Breiðafjörð.
Ekki má skilja orð mín svo að það séu ekki engir kostir við vinnsluskipin, þar má nefna minni hafnargjöld, betra vinnuumhverfi fólks og hægt að fara beint af miðunum með fiskinn á markað og betra markaðsjafnvægi.
Það sem veldur áhyggjum er mikill olíukostnaðar eða 10 meiri en við strandveiðar, mikill fjárfestingarkostnaður og svo atrið sem varða lífríkið.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 17.1.2010 kl. 18:16
Magnús
Eftir því sem kemur fram hjá Arthúri Bogasyni formanni smábátaútgerðarmann í kvöldfréttum RVU, að þá var ekkert skert hjá öðrum vegna strandveiðanna í sumar sem leið.
Hann fullyrðir að strandveiðar séu hagkvæmari og vísar þar til mikils olíukostnaðar stórúgerða.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 17.1.2010 kl. 18:20
Gísli,
Ég skil orð þín svo að þegar togararnir séu að störfum við Eldey að þá sé þetta eins og jarðýtur eða malbiksvaltarar séu á ferðinni og ástandinu sé hægt að líkja við að maður sé á járnbrautarstöð, ja hérna.
Svo svona að lokum samandregið. Þessi mál þarf að skoða öll í stóru samhengi með heildar hagsmuni í huga. Og sérstaklega verður að leggja áherslu núna á það að sem flestir geti fengið vinnu við nýtingu auðlindarinnar
Þorsteinn H. Gunnarsson, 17.1.2010 kl. 18:29
Ég er í L,S og reyndar frá upphafi minnir að fyrsti fundurinn hafi verið í sveitarfélaginu Garði 1985 en það er önnur saga, ef Arthúr heldur að fiskur sem er veiddur í strandveiðikerfi komi af himnum ofan þá er það mikill misskilningur, ég held að stjórnvöld ættu frekar að breyta kvótakerfinu fyrir þá sem eru að basla í útgerð en ekki að búa til þetta rugl sem er í kringum þetta strandveiðirugl og bara í mínu sveitarfélagi voru rúllum fyrir milljónum stolið á síðasta sumri.
Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 22:01
Magnús heldur ekki að þetta sé spor í rétta átt.
3/2010 - Verndun grunnslóðar
15.1.2010
Sjávarútvegsráðherra Jón Bjarnason hefur ákveðið í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að setja af stað verkefni þar sem kannaðir verði kostir þess að veiðar afkastamikilla skipa á grunnslóð og inn á fjörðum verði takmarkaðar frá því sem nú er. Markmiðið er að treysta grunnslóðir sem veiðislóð fyrir smærri báta og umhverfisvæna veiði. Í þessu felst að við veiðar og nýtingu verði gætt að verndun sjávarbotnsins og beitt vistvænum veiðiaðferðum.
Í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu liggja fyrir margvíslegar ályktanir og jafnvel undirskriftalistar um verndun grunnslóðar frá ýmsum aðilum og sveitarfélögum út um land allt. Eru þær með ýmsu móti en flestar ganga út á að ákveðin svæði eða heilu firðirnir verði verndaðir fyrir afkastamiklum veiðarfærum sem geta skaðað umhverfið. Jafnvel hafa verið sett fram svo róttæk sjónarmið að lagt er til að allt svæðið umhverfis landið innan 3-4 sjómílna verði verndað með þessum hætti.
Það er viðamikið verkefni að afla upplýsinga um veiðar á grunnslóð og innan flóa og fjarða og þróun þeirra s.l. aldarfjórðung. Margs konar reglugerðir um veiðarfæri, veiðitíma, skipastærðir, afl, veiðisvæði o.fl. hafa verið í gildi á þessum tíma. Aðferðir og eftirlit með veiðum er margvíslegt og skyndilokunum veiðisvæða beitt í meira mæli nú en áður var. Miklar upplýsingar eru til í gagnabönkum Hafrannsóknastofnunarinnar og Fiskistofu sem vinna þarf úr með ýmsum samanburði upplýsinga. Skoða þarf staðbundin gögn um veiði innan flóa og fjarða sem og tillögur landssamtaka og svæðisfélaga um breytingar. Líklegt er að tiltekin viðkvæm svæði verði sett í forgangsröð í þessu tilliti.
Skoðað verður sérstaklega hvernig önnur ríki haga veiðum á grunnslóð og hvaða tækjum þau beita til veiðistjórnunar.
Vinna að upplýsingaöflun er þegar hafin í ráðuneytinu og hefur Guðjóni Arnari Kristjánssyni verið falin umsjón með verkefninu innan auðlindadeildar ráðuneytisins. Síðan verður skipaður starfshópur til að fjalla um verkefnið.
Það er stefna sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Jóns Bjarnasonar að sjálfbær og siðferðilega ábyrg nýting lífrænna auðlinda hafsins verði ætíð höfð að leiðarljósi við stjórn fiskveiða og er þetta verkefni skipulagt með það að leiðarljósi.
Heimild. Vefur Sjávarútvegsráðuneytis
Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.1.2010 kl. 22:19
Firðir og flóar eiga að vera lausir við snurvoð, og hafa þessa nýju togara upp á 3 mílur er út í hött og það læðist að manni sá grunur að togkrafturinn sé nú ekki alveg heilagur sannleikur.
Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.