Flókinn persónuleiki

Fjármálaráðherra getur verið flókinn persónuleiki.

Þegar venjulegir menn dansa tangó réttsælis, þá getur hann átt það til að dansa tangó afturábak. Þegar dansa á einn - tveir, snú - snú, þá verður það snú - snú, tveir - einn.

Einföld mál geta orði flókin í hans höndum og öfugt.

Þannig kemur hann í veg fyrir klofning í eigin flokki, þegar allir eiga von á klofning, enda er fjármálaráðherra vanur maður.

Menn sem eru á móti málum  eru allt í einu orðnir með málum og engin veit upp eða niður nema fjármálaráðherra. Menn vita ekki einu sinni á hvaða tímapunkti þeir snérust. En svona er fjármálaráðherra sniðugur.

Bestur er hann þó í því, að eftir því sem hann verður óvinsælli eykst fylgi flokks hans í skoðanakönnunum, andstæðingum hans til undrunar.

Þetta eykur gleði og velllíðan flokksmanna og engin skilur neitt í neinu, en alltaf heldur þjóðfélagið að snúast áfram öllum til mikillar furðu.

Þetta er galdurinn í því að vera á móti sjálfum sér og eru andstæðingar fjármálaráðherra nú farnir að reyna  þessa þraut.


mbl.is Ekki of flókið árið 2003
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband