Ódýrt fyrir ríkið að standa á hleri

Það hefur nú alltaf verið talið siðlaust að standa á hleri eða hafa hurð hálf opna og heyra hvísl. Eitthvað er til af málum þar sem lögreglana var að hlera stjórnmálamenn í gamladaga. Er búið að bæta það?

Auðvitað hefur hálf þjóðin verið alinn upp við það að hlusta í gamla sveitasímanum. Ein stutt ein löng og ein stutt og það kostaði ekkert að hlusta.

Það varð jafnvel til heilt mál út úr þessu, þ.e.a.s.,talmál sem kallaðist rósamál. ,,Já þú veist þessi á græna jeppanum hann var nú að digga við þessa sem var í nýju svörtu strechbuxunum  frá Kaupfélaginu þú veist.

En að 10 millur detti niður í 300 þús er náttúrlega alveg til skammar.

Í leikhúsum eru oft hvíslarar. Ætli ríkið sé eitthvað að hlusta þar umfram það að ráðamenn bregði sér á sýningar.

En ég veit um einn mann sem titlar sig hvíslara í símaskránni. Það ætti ef til vill að reyna að hlera hann.


mbl.is Ríkið dæmt til að greiða Hreiðari bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband