Fyrsta Icesavesamningur var hafnað af Bretum og Hollendingum vegna þess að Alþing Íslendinga gerð mjög sterka fyrirvara um greiðslur og málalyktir samningsloka og kom því aldrei til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Öðrum Icesavesamningnum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu með yfirgnævandi mun.
Þriðji Icesavesamningurinn var samþykktur með auknum meirihluta á Alþingi en hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu með 60 gegn 40 % ( eftir minni). Hann er nú fyrir dómstólum.
Forsetinn fær prik hjá mér fyrir að hafa notað málskotsréttinn. Álitamál var hvort rétt hafi verið að vísa þriðja samningnum í þjóðaratkvæði. Aðkoma forseta er aðeins úrskurðaratriði.
Um sjávarúvegsmálin er þetta að segja: Það eru áhöld um það hvort við séum að ná árangri í þeim efnum. Útvegurinn er skuldum vafinn. Mengun hamlar vexti fiskistofna á nokkrum stöðum í heiminum, en það á ekki við um okkar aðstæður.
Forsetateymið lagði af stað í mjög óvanalega undirskriftarsöfnun sem á sér ekki hliðstæðu í íslenskri stjórnmálasögu og var að mínu mati mjög ósmekkleg gagnvart öðrum væntanlegum frambjóðendu. Ekki náðist sá árangu sem að var stefnt í þeirri herför.
Á fyrsta eða öðrum degi eftir að úrslit kosninga lágu fyrir hóf forseti miklar ræður og lýsti skoðunum sínum á ýmsum deilumálum í samfélagin. En svo þegar kærur fóru að berast Hæstarétti hljóðnaði mjög um ræðuhöld á Bessastöðum. Ástæðan að kjörbréfið var ekki fast í hendi.
Sú framganga forseta í öllum aðdraganda kosninga og í kosningunum sjálfum kemur ekki til með að dylja slóð hans í tengslum og samskiptum við úrtásarvíkinganna. Hún er bókfest í ævisögu forseta sem út kom 2008.
Forsetinn var kosinn með 84 þúsund atkvæðum en 236 þús voru á kjörskrá. Það kalla ég ósigur eftir 16 ára setu í embætti. Þjóðin stendur ekki að baki forseta. Þetta þarf að vera öllum ljóst.
Svo spyr ég að lokum hvernig á að vera hægt í framtíðinni að fá fram forsetaframbjóðanda með reynslu?
Ólafi Ragnari er óskað velfarnaðar í embætti.
![]() |
Sigur lýðræðislegrar byltingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.7.2012 | 19:51 (breytt 3.1.2014 kl. 12:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég hef nú engan beyg af hr. Huang Nubo og er alveg nægjanlega sjálfstæður og bjargálna til að geta andmælt áformun hans hér á Íslandi.
Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að þau standa á brauðfótum og vald hans nær ekki inn fyrir 200 mílna lögsögu Íslands. Þannig að það er ekkert að hræðast.
Aftur á móti er ég farin að hafa áhyggjur sveitarstjórnarmönnum fyrir norðan sem eru flæktir inn í þennan málatilbúnað allan og eru farnir að halda þeir einir og sér stjórni Íslandi.
Rétt er að benda á ágæta grein í Fréttablaðinu í dag eftir Einar Benediktsson fv. sendiherra þar sem hann veltir því fyrir sér hvort utanríkismál séu komin á forræði sveitarstjórnarstigsins.
Myndin er af færsluhöfundi og húfan keypt á Kúbu en ekki Kína.
![]() |
Íslendingar ekki veikgeðja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.7.2012 | 14:05 (breytt kl. 14:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér sjáum við föngulegan hóp Húnvetninga í þjóðbúningum. Vaxandi áhugi er á íslenskum þjóðbúningum, enda formið margbreytilegt.
Þó ég sé nú ekki sleipur í þeim fræðum þá veit ég að til eru peysuföt, upphlutur, skautbúningur, faldbúningur, Ásubúningur, kirtill, þjóðbúningur karla sem ég veit ekki hvað kallast, fornmannabúningur og litklæði.
Þá sögu heyrði ég af Færeyingum þegar þeir lenti í efnahags kreppu hér um árið að þá ruku þeir til og fóru að koma sér upp Færeyskum þjóðbúningi, það var sem sagt síðasta haldreypið til að halda í þjóðernið. Ef til vill verða Íslendingar komnir margir hverjir í þjóðbúninga bráðlega.
![]() |
Þjóðbúningasýning á Húnavöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.7.2012 | 10:24 (breytt kl. 10:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 25. júlí 2012
Myndaalbúm
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 480
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 399
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar