Það er enginn hræddur við Nubo

FærsluhöfundurÉg hef nú engan beyg af hr. Huang Nubo og er alveg nægjanlega sjálfstæður og bjargálna til að geta andmælt áformun hans hér á Íslandi.

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að þau standa á brauðfótum og vald hans nær ekki inn fyrir 200 mílna lögsögu Íslands. Þannig að það er ekkert að hræðast.

Aftur á móti er ég farin að hafa áhyggjur sveitarstjórnarmönnum fyrir norðan sem eru flæktir inn í þennan málatilbúnað allan og eru farnir að halda þeir einir og sér stjórni Íslandi.

Rétt er að benda á ágæta grein í Fréttablaðinu í dag eftir Einar Benediktsson fv. sendiherra þar sem hann veltir því fyrir sér hvort utanríkismál séu komin á forræði sveitarstjórnarstigsins.

Myndin er af færsluhöfundi og húfan keypt á Kúbu en ekki Kína.


mbl.is Íslendingar ekki veikgeðja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband