Sápuópera

Ólafur: Davíð minn getur þú ekki sent blaðamann og ljósmyndara niður í Kolaport í dag.

Davíð: Hvað eru að gera í Kolaportinu Ólafur?

Ólafur: Kaupa sápu.

Davíð: Af hverju ertu að kaupa sápu?

Ólafur: Ég er svo krímgugur eftir Hrunið. Svo þarf ég að kaupa plástur. Útrásarvíkingarnir meiddu mig.

Davíð: Ólafur minn verður þú bara ekki enn skítugri þarna í Kolaportinu.

Ólafur: Nei, nei. Svo er ég að sýna mig hér í Kolaportinu. Ég verð að vera innan um alþýðuna.

Davíð: Samkvæmt skoðanakönnun kjósa Sjálfstæðismenn þig Ólafur.

Ólafur: Ég treysti engu nú orðið. Ég vakna upp með andfælum á nóttunni.

Davíð: Þetta lagast bráðum. Blessaður.

Ólafur: Þakkað þér Davíð minn. Blessaður.

Leikendur eru tilbúningur færsluhöfundar og ef einhver telur sig þekkja sögupersónur þá er það misskilningur.


mbl.is Ólafur Ragnar brá sér í Kolaportið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningabíllinn

Í mínum búskap voru peningar afar sjaldan notaðir. Ef ég keypti mér t.d. nýja dráttarvél þá kom hún í gegnum Kaupfélagið. Ef maður var rukkaður fyrir vinnu þá skrifaði maður á reikninginn: ,,Óskast greitt af Kaupfélaginu." Maður lagði allar búsafurðir inn hjá Sölufélaginu/Kaupfélaginu og tók út úr Kaupfélaginu vörur og örsjaldan peninga. Allt fékkst í Kaupfélaginu.

Einu sinni fór einkaframtaksmaður að selja timbur í samkeppni við Kaupfélagið. Bændur voru mjög hrifnir að fá timbur á lægra verði. Svo spurðu þeir eftir að hafa borgað í peningum:,,Get ég fengið nagla." Þá sagði timbursalinn: ,,Þú færð þá  upp í Kaupfélagi."

Einu sinni seldi sveitungi minn, Haukur á Röðli bíl og vildi fá greitt í reiðufé. Bankamaður á Blönduósi keypti bílinn og greiddi hann í mynt, innpakkaðri í búntum eins og bankar skila myntinni til viðskiptamanna. Haukur reif alla pakkana upp, setti myntina í bala, hrærði í og fór með hann í bankann. Það var ekki létt verk fyrir bankamanninn að telja allt aftur.

Nú nota flestir rafrænar færslur til að skiptast á verðmætum. Sumir vilja nota peninga og greiða reikninga í bönkum, sérstaklega er það eldra fólk. Allflestir eru með heimabanka í tölvunni sinni.

Í Manchester í Englandi, samvinnuborginni, þar sem Ólafur Ragnar, forsetaframbjóðandi lærði samvinnufræði kemur ísbíll á kvöldin í hverfin. Það er afar vinsælt.

Mætti ekki eins hafa það í íslensku dreifbýli. Það kæmi peningabíll í byggðirnar og Haukur á Röðli væri bílstjórinn.


mbl.is Þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framboðið ekki ógilt?

Framboðið telst sennilega ekki ógilt þar sem bætt var úr göllum og komið með nýja meðmælendur.

Eftur stendur þá atburður um hinar meintu falsanir sem er þá sjálfstætt mál.

Hver ber ábyrgð á því?


mbl.is Meintar falsanir til lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. maí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband