Róbert Marshall alþingismaður skilur þetta mál ekki alveg.
Hæstiréttur Íslands dæmdi stjórnlagaþingskosninguna ógilda.
Í því felst að ýmsir annmarkar voru á kosningunum sem raktir eru í dóminum. Af því leiðir að áhöld eru upp um hvort viðkomandi einstaklingar séu rétt kjörnir og kosningin sé trúverðug vegna þess að menn kusu á glámbekk en ekki í kjörklefa.
Hæpið er að Alþingi fari að skipa þá einstaklinga sem náðu kjöri í hinni ólöglegu kosningu um fram aðra framboðskandídata í einhverskonar stjórnlaganefnd.
Í kosningunni sjálfri liggur efinn.
Alþingismaðurinn verður að virða þrískiptingu valdsins og fara að dómum.
Ef ég brýt umferðalög og fæ sekt að þá er hæpið að löggjafinn verði með íhlutun um það mál.
Hitt er rétt sem formaður allsherjarnefndar reifar í fréttinni að hægt sé að endurtaka kjörið.
En ég held að rétt sé að leyfa landsmönnum að halda sín þorrablót og hafa þar uppi gamanmál áður en frekari ákvarðanir eru teknar um stjórnlagaþingskosningar.
![]() |
Tveir kostir í stöðunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.1.2011 | 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Víst er brotið á fólki Ögmundur.
Það góða fólk sem bauð sig fram til stjórnlagaþings hefur lagt margt hvert fram fjármuni í þetta dæmi. Stuðningsfólk sem hefur verið með væntingar og lagt fram fjárframlög og vinnu.
Væntingar þeirra stjórnlagaþingsmanna sem eru með kjörbréf í höndunum eru að engu orðnar og sárindi þeirra því eðlilega mikil.
Ég tel rétt og skylt að aldursforseti stjórnlagaþings kalli þingið saman og þingið ráði ráðum sínum.
Nei það er líklega ólöglegt.
Eðlilegra væri að á Alþingi samþykkt þingsályktunartillaga þar sem hlutaðeigendur væru beðnir fyrirgefningar á þessum mistökum.
En áfram verðum við samt að halda áfram að vera til og ræða málin.
![]() |
Á engum manni var brotið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.1.2011 | 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins veður reyk með þessum ummælum sínum um óvönduð vinnubrögð ríkisstjórnarinnar.
Það er gert til að drepa málinu á dreif og tvístra því og draga athyglina frá mistökum Alþingis.
Það er Alþingi ásamt með forseta Íslands sem ber ábyrgð á löggjafarstörfum öllum og lagasetningu ekki framkvæmdavaldið.
![]() |
Bætist við aðra pólitíska óvissu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.1.2011 | 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það sem Alþingismenn ættu að gera í þessari stöðu er að leiðrétta atkvæðamisvægið milli kjördæma með breytingu á kosningalögunum þannig að hver maður hafi eitt fullgilt atkvæði óháð búsetu.
Síðan ætti að rjúfa þing og kjósa í vor.
Þeir alþingismenn sem nú sitja á Alþingi Íslendinga eru ekki hæfir til að setja landinu lög sem endurspeglast í þessu máli sem er grundvallarmál og raunar liggur þetta allt ljóst fyrir í kosningalögum hvernig formið á að vera.
Síðan ættu þeir að fara heim til sín og skammast sín, þangað til þjóðin hefur fyrirgefið þeim þessi alvarlegu mistök.
![]() |
Kemur ekki til greina að hætta við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.1.2011 | 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það er erfitt fyrir Jóhönnu að gefa skýringar á þessu máli.
Það er fyrst og fremst handhafar löggjafarþingsins sem samþykkja lögin um stjórnlagaþingið sem verða svara fyrir gallaða lagasetningu.
Handhafar löggjafarþingsins , Alþingi, eru 63 Alþingismenn og forseti Íslands.
Forseti Íslands hefur tekið sér þá stöðu að vera með íhlutunarsemi við lagasetningu sem honum er tryggð í stjórnarskrá með svokölluðum málsskotsrétti. Hann ber því eðli máls allnokkra ábyrgð.
Þetta er fyrst og fremst áfellisdómur yfir löggjafarstarfinu og get ég ekki séð að þingmenn Sjálfstæðisflokksins geti riðið feitara hrossin frá þessu máli en aðrir Alþingismenn.
Ég harma það ekki að þessi lög hafi verið dæmd ógild.
Ég hélt upp hér á mínu bloggi og í athugasemdum hjá öðrum bloggurum málatilbúnaði um það að þetta forgangröðunarkerfi sem átti að innleiða væri óréttlátt.
Ég vildi að kjósandinn gæti greitt þeim 25 stjórnlagaþingskandídötum sem bar að kjósa, öllum jafnt atkvæði eins og venja er í óbundnum kosningum svo sem til sveitarstjórna, í félagskerfi okkar þar sem ekki er listi í framboði.
Kjósendur voru í raun kúgaðir til að raða upp lista eins og tíðkast hjá stjórnmálaflokkum í prófkjörum.
Ég mun svo í framhaldi þessa máls fara skoða kæru mína sem Alþingi var sent 1. maí 2009 vegna misvægi atvæða eftir kjördæmum.
Það skyldi þó ekki vera núverandi Alþingi sé ólöglega kosið?
![]() |
Krefjast skýringa forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.1.2011 | 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 25. janúar 2011
Myndaalbúm
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 487
- Frá upphafi: 601429
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 404
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar