Víst er brotið á fólki Ögmundur.

Víst er brotið á fólki Ögmundur.

Það góða fólk sem bauð sig fram til stjórnlagaþings hefur lagt margt hvert fram fjármuni í þetta dæmi. Stuðningsfólk sem hefur verið með væntingar og lagt fram fjárframlög og vinnu.

Væntingar þeirra stjórnlagaþingsmanna sem eru með kjörbréf í höndunum eru að engu orðnar og sárindi þeirra því eðlilega mikil.

Ég tel rétt og skylt að aldursforseti stjórnlagaþings kalli þingið saman og þingið ráði ráðum sínum.

Nei það er líklega ólöglegt.

Eðlilegra væri að á Alþingi samþykkt þingsályktunartillaga þar sem hlutaðeigendur væru beðnir fyrirgefningar á þessum mistökum.

En áfram verðum við samt að halda áfram að vera til og ræða málin.


mbl.is Á engum manni var brotið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Auðvitað starfa þessir þingfulltrúar áfram. Af hverju ekki? Það er Alþingi og síðan þjóðin sem samþykkir stjórnarskrárbreytingu eða hafnar henni.

Árni Gunnarsson, 25.1.2011 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband