Mál fv. ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu og síðar menntamálaráðuneytinu er þjóðmál, sem lýtur lögmálum stjórnmálaumræðu almennings.
Því er ekkert um það að sakast að fjölmiðlar fjalli um það. ,, Þjóð veit þá þrír vita."
Það er einkennilegt orðalag sem lögmaður fv. ráðuneytisstjórans temur sér, þegar hann segir að ráðuneytisstjórinn fv. hafi hrakist úr starfi. Það er eins og hann reyni að gera stöðu hans verri en efni standa til. Ráðuneytisstjórinn fv. er enginn sveitarómagi sem verður að sæta hreppaflutningum.
Hið rétta er að ráðuneytisstjórinn fv. sagði sjálfur upp starfi sínu og ber einn ábyrgð á því hvernig komið er högum hans nú um stundir.
Vonandi rætist úr fyrir honum og hann fái einhversstaðar griðastað. Réttarkerfi landsins er einfaldlega að vinna sín störf og á meðan engin dómur er fallinn skoðast viðkomandi aðili saklaus.
Áhugavert er að vita hvernig því er háttað hjá öðrum þjóðum hvort háttsettum embættismönnum er heimilt að stunda kaup og sölu hluta- og verðbréfa á fjármálamörkuðum samhliða embættisstörfum og hvaða reglur gilda þar um.
![]() |
Rannsóknin á vitorði fjölda manna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.11.2009 | 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meiraprófsnámskeið
Bergur Arnbjörnsson frá Akranesi var bifreiðareftirlitsmaður á Vestur og Norðurlandi. Ásamt bifreiðareftirlitinu hafði hann þann starfa að vera forstöðumaður meiraprófsnámskeiða og annast kennslu á þeim ásamt fleirum.
Þessa sögu lærði ég af einhverjum bílstjóra í Austur-Húnavatnssýslu. Bergur var eitt sinn að kenna og kemur með eftirfarandi spurningu til nemenda sinna;
,, Hvað er að, þegar ekkert er að, en bíllinn fer ekki í gang?" Nemendurnir urðu alveg kjaftstopp og enginn gat svarað svona spurningu. Þá svarar Bergur hægt og rólega; ,, Tvistur í pústkerfinu."
Í haust hitti ég svo Jón Ragnarsson bílasala í Reykjavík, bróðir Ómars Ragnarssonar, hjá Bifreiðaskoðun Frumherja þar sem við vorum að láta skoða bíla okkar.
Ég fór af tilviljun að segja Jóni þessa sögu og eftir að hann var búin að hlíða á söguna þá segir hann; ,,Sagan er ekki svona", ,, Nú," segi ég og verð alveg steinhissa á því að hitta mann sem er með einhverja aðra útgáfu af sögum af Bíla-Bergi, í byrjun 21 aldar og hugsa með mér, ja hérna, sögurnar af Bíla-Berg eru þá aldeilis á lífi og ekki týndar fyrst sögurnar lifa í mörgum útgáfum.
,,Sagan er svona," segir Jón; ,,Hvað er að, þegar ekkert er að, en þó ekki allt í lagi?" Nú vandaðist málið fyrir mér og ég gat tæplega farið að nefna tvistinn, þá yrði hlegið að mér.
,,Jú sko," segir Jón, ,, svarið er, það vantar lítið gat á bensínlokið til að loft komist inn í tankinn þegar bensínið minnkar annars myndast undirþrýstingur í bensíntanknum og bíllin nær ekki bensíni og drepur á sér."
Stjórnmál og samfélag | 24.11.2009 | 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 24. nóvember 2009
Myndaalbúm
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 273
- Sl. sólarhring: 316
- Sl. viku: 671
- Frá upphafi: 601755
Annað
- Innlit í dag: 233
- Innlit sl. viku: 572
- Gestir í dag: 222
- IP-tölur í dag: 220
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar