Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Almannavarnir hvað er það?

Þó við lifum í landi sem er hættulegt hvað varðar náttúruna þá þarf oftast eitthvað slys að verða til að stjórnvöld átti sig á hver á að sjáum þetta eða hitt.

Lög um almannavarnir eru til og eftir svona létta yfirferð á þeim liggur nokkuð ljóst hvar er ábyrgðin og hver á að stjórna almannavörnum og skipuleggja þær og halda þeim gangandi.

1.Dómsmálaráðherra er æðsti yfirmaður almannavarna 2.Ríkislögreglustjóri er lykilmaður að skipuleggja almannavarnarkerfi og lögreglustjórar hver í sínu umdæmi.

3.Þá eiga sveitarstjórnir að kjósa menn í almannavarnarnefndir  sem hafa með höndum stjórn á sínu svæði og hafa frumkvæði.

4.Björgunarsveitir vítt og breytt um allt land sem leysa flest erfiðu verkinn með sínum búnaði og eru lykilaðilar í björgun á slysstað og hafa gætur á eigin búnaði og mönnun eftir atvikum.

Það liggur nú við að eftir þessi breyttu aðstæður sem birtast hnífaárásum á almennum vettvangi að leikmanni finnist að Laugavegurinn sé orðinn hættulegur staður.

Hér í eina tíð var það oftast, ef maður ók eða gekk niður Laugaveginn þá sá maður gjarnan lögreglumenn á ferðinni gangandi tveir og tveir saman. Nú sést varla lögreglumaður á göngu í almannarýmum.

Bloggari hefur verið á flakki í stórborgum viða í Evrópu og í löndum við Miðjarðarhaf. Sumstaðar hefur maður séð vopnaða verði við skip og í austantjaldslöndum voru og eru hafnir afgirtar með, 2 varðmenn í varðskýlum með riffil með byssusting og í fyrstu fyllist maður óhugnaði við slíkt en það venst. Á Spáni voru verðir vopnaðir snyrtilegrum litlum skammbyssum og þorðu yfir leitt ekki að þyggja sígarettur af áhöfn skips ef í boði voru og ósk um að fá að skoða vopnin.

Nú er bloggari skíthræddur að ganga niður Laugaveginn og mundi skilgreina hann sem hættulegan stað.

Við Íslendingar höfu oft tekið á honum stóra okkar við að fækka slysum á sjó og var ekki vanþörf á að taka til hendinni. Þar hefur komið til sögunnar mikil meðvitund sjómanna, stjórnvalda og almennings til sjósslysa. Stærri og öruggar skip betur búin björgunartækjum og búnað eru kominn, veðurspár ef til vill öruggari.

Nú þarf að gera úttekkt á almannavarnar kerfum í sveitarfélögum og athuga hvort þær séu virkar, bæta þar úr ef þarf.

Lyfta upp fánanum og taka til í þessum málaflokki. Það er hlægilegt þegar farið er að benda á Vatnajökulsþjóðgarð sem einhvern ábyrgaðaraðila eða stjórnvald í nýlegum slysum í íshellum í jöklum.

Stundum finnst manni að það sé ekkert vit afgangs við stjórn í ýmsum málum í landinu.


Stríðs fóbía á vesturlöndum

Það virðist skollinn stríðsfóbía (hræðsla) á Vesturlöndum. Þjóðverjar eru tilbúnir að setja pening í jarðir til að flýja hugsanleg stríðátök.

Við skulum vona að það fari ekki svo að stríð brjótist út.


mbl.is Bjóða í jarðir til að kolefnisjafna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirfram dómur

Lögregluforingin er farinn að gefa hér einhverja frípappíra. Held að það sé nú dómstóla og saksóknar að gera út um þetta mál.

Málið þarf að rannsaka alveg upp í ríkistjórn að ráð- herraborði. Hvað ætli tryggingafélögin leggi til málsins.

Hvaða lög gilda um íshella og allmanna ferðir á þeim slóðum. Svona mál eru alveg hræðileg fyrir alla sem koma þar við sögu. Verið er að rústa orðspori íslenskrar ferðaþjónustu og dugar ekki hér eitthvað spjall fyrir ótímabærar yfirlýsingar yfirlögregluþjóns. Þar á ofan er komnar efasemdir um að stjórnkerfið virki hjá okkur.

Málið er grafalvarlegt og tilefni til að votta þeim sem eiga hlut að máli samúða og hluttekningu.

Björgunarsveitarmenn leggja á sig í mikið erfiði og áhættu við björgunarstörf sem rugludallar hafa orsakað.


mbl.is Ólíklegt að fyrirtækið verði dregið til ábyrgðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavíkur maraþon 2024 - Hvað er maraþon?

Á wikipedia og á Vísindavefnum kemur fram að marþon sé langhlaup kennt við borgina Maraþon á Grikklandi. Það er 42,195 km langt og er það vegalengdin sem talið er að boðberi nokkur hafi hlaupið með skilaboð um sigur í bardaga við Maraþon, frá borginni til Aþenu í kringum 490 f.Kr. Hafði þar Aþeningum tekist að sigra innrás frá Dareios Persakonungi og hans herdeildum.

Segir svo frá að boðberinn hafi ekkert stoppað á leiðinni og hafi látist um leið og hann skilaði af sér fréttunum.

Maraþon eru oft hlaupin inni í borgum og eru sum þeirra afar vinsæl, s.s. í New York, London og Chicago. Þá eru líka hlaupin hálfmaraþon sem er 21.1 km. Hér á Íslandi er líka 10 km hlaup og 3 km skemmtiskokk fyrir alla fjölskylduna.

 

Maður er nefndur Jón og hefur viðurnefnið hlaupari. Hann er Biskupstungnamaður. Hann er þekktur fyrir áhuga sinn á allskonar hlaupum. Jón ók vörubíl og flutti áburð fyrir bændur á Suðurlandi í den. Við kynntumst þegar verið var að lesta bílana í Áburðarverksmiðjunni, þegar ég var þar við störf vorin 1961-1965. Jón hefur tekið þátt í allkonar hlaupum. Einu sinni hittumst við á götu og tókum tal saman og bar þar á góma hlaup og ræddum um hvað margir væru að glíma við ofþyngd. Jón sagði að þetta væri ekkert vandamál. "Ef ég væri heilbrigðisráðherra mundi ég láta ríkissjóð borga fólki fyrir að hlaupa svona milli stöðva. Árangurinn mundi koma strax fram", sagði Jón kíminn.

Í Reykjavíkurmaraþoni er á ýmsum stöðum stöðvar til að þjónusta hlaupara, fá vatn og orkudrykki, o.þ.h. Og vera með viðburði til skemmtunar, því það verður að vera gaman. Við krakkarnir í Laugarnesi ákváðum 2018 að vera með viðburð. Ákveðið var að taka videó af hlaupagikkjunum og sýna Laugarnesið  og láta Sigurð Ólafsson söngvara og hestamann syngja. Vera með Massey Ferguson og fána til gamans. Þetta tókst og það mjög vel.

Hér frumsýnum við þetta menningartengda videó.

Upptöku annaðist Erlendur S. Þorsteinsson.


Nú fór í verra, kallin kominn í bullandi tap, nú fara þeir að púa á hann og þá er þetta búið.

Það er nú erfitt að vinna forsetakosningar fyrir mann sem hefur verið skotið á og verið að dæma stuðningsfólk hans  sem gerði tilraun til valdaráns sem sannanlega hann gaf út skipun um að drífa sig inn í þinghúsið. Unnin spjöll á  húsinu og munum og ráðist á starfslið og réttkjörna fulltrúa fólksins

Dómstólar farnir að dæma í hverju málinu á fætur öðru og árásamennirnir á leið í tugthúsin.

Lýðræðið mun sigra. Bandaríkjamenn eru ekki svo grunnhyggnir að þeir vilji svona forseta eins og Trump er. Þeir verða hrifnir af því að hafa konu til að kjósa. Þannig liggur  málið að þessi fylki hafa verið óviss um langt árabil og nú er fólkið farið að hugsa dæmið. Þessi góði árangur í þessu fylkjum sem oft hefur verið óvissa um hvernig línurnar liggja er viðsnúningur til sigurs. Þetta er eins og með stórt olíuskp eða flugmóðurskip. Það tekur tíma að breyta um stefnu eða stöðva.

Það er glans á svona kosningum og Pútinn sennilega með bensínlausa skriðdreka.


mbl.is Kamala Harris nær forskoti í lykilríkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveinn er drengur góður eins og við segjum Íslendingar í fornum ritum okkar.

Þarna er sleginn réttur tónn. Tala vel um menn, þó þeir séu ef til vill eitthvað öðruvísi og ekki á sama stað og viðmælandinn.

Þetta heitir að stigmagna ekki deilur og kemur vel fram í bókinni Kúpudeilan 62 eftir Max Hastings í snilldar þýðingu, Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Þetta er galdurinn að byrja að tala átök niður. Þeir voru eitthvað að skjóta eldflaugmum í viðkæmt skotmark í Austurlöndu. Það átti að hefna og var eldflauginni  andstæðingsins skotið út í eyðimörk, sem gerði ekker til. Spurt af hverju var ekki skotið á skotmark?  Sagt var að ástæðan hefði verið að láta vita að gagnaðilinn ætti vopn, það var látið duga í það sinn.

Þannig var það undir lokinn í seinni heimstyrjöldinn. Að menn skiptast á skotum um jólinn, en ekki drepið sérstaklega. Það var fallegt og göfugt

 Þetta kemur mjög vel fram í seinni hluta bókarinnar Kúpudeilan 62, þegar heimurinn var á heljar þröm og Bandaríkjamenn horfðu á skotpalla Castrós við bæjardyr U.S.A. Kennedy bræðurnir fóru fyrir öryggisnefnd U.S.A. Þetta voru mjög tvísýnir tímar og markmið þeirra bræða var að lát ekki tæla sig til að stigmagna átökin Þeir viku sér undan því að taka Kúpu t.d.. Þetta er sú aðferð sem stríðsherrar verða að tileinka sér, á hverju hernaðaraugnabliki sem þeir fá í fangið. Þetta er vegurinn til friðar, tala vel um andstæðingin eins og Sveinn gerir, drengur góður, og er oft sagt í okkar fornsögum. Þorgeir Hávarðsson lét öxina detta á háls stríðsmans andstæðing síns, þó það væri ekki á prógramminu og spurður um af hverju hann gerði þetta svaraði hann : Hann lá svo vel við höggi

Ekki láta ginna sig út í ófærur.

Tala aðgerðir niður. Ég er svo glaður að trillukarl hafi  getu til að þýða svona mikið og fróðlegt og flókið rit um hugmyndafræði og aðgerðir í stríði eins og Magnús kemst frá þessu verkefni með miklum ágætum.

Sameinuðu þjóðirnar ættu að halda sem víðast ráðstefnur í heiminum og fá menn sem elska friðinn eins og t.d. Ástþór Magnússon og jafnvel ættu Hinar sameinuðu þjóðir að hrynda af stað ritum sem byggjast á þessari aðferð, að stigmagna ekki stríðsátök.


mbl.is „Sorg að þessi góði maður“ hafi verið drepinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hægt að tala svona.

Tæplega hægt að tala svona. Hinsta heimsókn í embætti? Hver veit? Hann gæti einhvern tíman komið aftur, ekki vegna þess að þurrð væri á forsetaframbjóðendum, heldur vegna þess að enginn veit sína ævi fyrr en öll er.

Gunnar á Hlíðarenda sneri aftur. Ólafur Ragnar var eitthvað að möndla með afturkomu í embætti.  Ekki hefur fengist skýring á því, og ef til vill enginn spurt.

Svona orðalag er oft notað um skip sem fer í sína hinstu ferð. Annaðhvort ef það ferst eða er siglt til förgunar. Það verða allir að vanda sig.

Texti verður að hafa stoð í veruleikanum. Hvað segir Písa um þetta? Ég vona bara að Guðni komist sæll í annað starf og þakka honum fyrir sitt framlag að stjórna landinu, það er ekki auðvelt með allt þetta fólk sem er út og suður og endalausar skoðanir.

Góða frjálsa og fallega framtíð Guðni og Eliza. Hafið þökk fyrir ljómandi góða og fína veru á Bessastöðum.


mbl.is Hinsta heimsókn Guðna innanlands í embætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reikniskúnstir. Eldriborgar geta í sumum tilfellum látnir borga sjálfum sér kaupið.

Ríkisvaldið bauð mér upp á heldur mikla lágkúru þegar ég gerði upp skattinn á þessu ári.

Forsaga málsins

Ég fékk bætur fyrir það tjón sem ég varð fyrir þegar mér var skylt að fella fjárstofn minn vegna þess að riða greindist í hjörð okkar hjóna á Reykjum við Reykjabraut fyrir mörgum árum síðan. 

Ærnar voru felldar daginn fyrir sumardaginn fyrsta. Hjá mörgum bændum er sumardagurinn fyrsti í uppáhaldi á sveitaheimilum og svo hefur og verið hjá mér.

Nú eins og kunnugt er ávaxtast fé ekki undir koddanum, Þess vegna lét ég banka minn sjá um ávöxtunina. Svo kemur að því að bréfin eru leyst út og skiptist sú greiðsla í höfuðstól, verðbætur sem eru til að halda höfuðstóli í réttum skorðum og svo vextir. Nú samkvæmt lögum ber okkur að telja þessar svokallaðar vaxtatekjur fram til skatts og verðbæturnar líka, Það er ósanngjarnt því verðbætur eru ekki vextir heldur aðferð til að fá tilbaka ígildi sömu upphæðar sem lögð var inn.

Hvernig haldið að framhaldið verði. Eigandi fjárins kominn með skattskylt fé sem honum ber að telja fram til skatts sem er 10% af vöxtunum sem bankinn skilar i ríkissjóð, vextir og verðbætur.

Svo nota ÞEIR vaxtaskattinn til að greiða mér ellilífeyriinn sem ég á rétt á. Það er auðvelt að vera fjármálaráðherra að gera gamla fólkinu til góða með svona aðferð. Að láta einstaklinginn borga sér sjálfum ellilífeyririnn. Og sennilega er lagður á tekjuskattur aukreitis. Tvískatta allt heilaklabbið og nota til að borga mér ellistyrk. Þetta eru nú ekki fallegar aðferðir við gamalt fólk og ástæðulaust að vera að kjósa fólkið til Alþingis en er manni ekki vorkunn þegar svona fléttur eru uppdiktaðar niður á Alþingi og svona farið með mann, aldurinn farinn að færast yfir eftir unnið ævistarf.

Og forustumenn okkar hjá eldriborgara apparatinu ættu nú að fara niður á þingpalla næst þegar því verður við komið og syngja dírrendí, og aftur dírrenddí.


mbl.is Vilja hækka frítekjumörk og tekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðbeinandi varúðarlög

Á sínum tíma átti ég þess kost að vera í vinnu þar sem hægt var að sjá augljós mistök sveitarfélags á svokölluðu Vallarsvæði. Ég hugsaði mikið um þetta og velti því fyrir mér hvað sveitarstjórnarmenn í Hafnarfirði hafi verið að hugsa þegar íbúðarbyggð er skipulögð á svæði, nánast í hraunrennu eða nú farvegi hraungoss úr Bláfjöllum. Þessi renna er sjáanleg út í sjó hjá golfvelli við ströndina. Og öll stjórnvöld sem reyna að gera rétt og líta til ýmiskonar hættu af völdum náttúruhamfara segja bara, ok þetta er allt í lagi að við samþykkjum þetta bara, það er ef til vill einhver hætta og þá verður henni bara mætt, er það ekki. Íslendingar hafa einu sinni  augjóslega sopið seyðið af slíkum mistökum og þar er hægt að nefna Kröfluvirkjun. Þar var varla búið að bora fullnægjandi rannsóknarborholur til þess að tryggja orku til fyrirtækisins og svo fór að gjósa og allt í pati. Þarna hefði nú verið sterkur leikur að fara sér hægar.

Deilan um Blönduvirkjun voru átök um beitarhagsmuni um beit sauðfjár, það blasti við að Blönduvirkjun var góður kostur til að tryggja orkukerfið á Norðurlandi eftir að Laxárvirkjun var slegin af og Kröfluvirkjun misheppnaðist. Ég vil geta þess að það var fullkomlega ljóst að ekki var hægt að sökkva Laxárdal eins og ætlunin var og voru hvað á maður að segja, of mikil náttúruverðmæti í spilinu sem ekki var réttlætanlegt að fórna. Því var Blönduvirkjun á þessum tíma með augljósan rétt vegna þess að hún var ekki á svæði þar sem von væri á jarðskjálftum og gosi. Enda minnir mig að það hafi verið í málefnasamningi við myndun ríkistjórnar Gunnars Thoroddsen ákvæði sem tók á þessu atriði.

Nú er farið að ræða að flytja Reykjavíkurflugvöll í Hvassahraun. Manninum á götunni leist ekki á það enda var hann ekki spurður. En nú dimmir á þessu svæði og alla landnotkun þarf að gaumgæfa.

Grindvíkingar hafa verið studdir til hins ítrasta og er það vel. Atvinnurekstur þeirra byggir mikið á því að vinna út á sjó. Svo staðan er svolítið betri, en að vera með atvinnurekstur í Hvassahrauni, Hvassahraun er til sölu. Eigendur hugsanlega búnir að uppgötva þetta og vilja losna út úr hugsanlegum skaða sem gæti tafið og orkað tvímælis um landnotkun.

Nafnið á færslunni er sérstakt og sennilega detti engum í hug svona arfa vitlaus lagasetning fyrirfram setning laga á óorðnum atburðum. Flest lög er stefnt gegn óorðnum atburðum. Hægt væri ef til vill að búa þessa hugsun í önnur klæði, það má vel vera. Bændur hafa nokkurt rými til að velta fyrir sér hættu sem eru ekki alltaf mjög sjáanlegar og ég tilheyri þeim hópi. Það eru þá kannske vorhretin sem vont er að átta sig.

Ég átti vinnufélaga sem hafði skoðanir á mörgu og var búinn að koma sér upp ritningu sem hann notaði þegar honum fannst stefna í óefni við lausna mála:

Hann sagði: best, sem vitlausast. og hafði hana uppi skrifaða hjá sér.

 


mbl.is Hvassahraun komið í söluferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barónar?

Kannske flökkufylgi þeirra sem staupa sig. Eina lausafylgi lausamanna, sem er að flosna úr föðurhúsum og er ekki með neinn sérstakan flokk, eins og var í gamladaga. Þá voru margir rígbundnir við gamla flokkinn, sem allir höfðu kosið mann fram að manni.

Þá er eðlilegt að fara þangað sem skemmtilegast er.

Sagðiru hugsjónir? Hvað veit maður? Þýðir eitthvað að eltast við slíkt, þetta reddast. Bara kjósa Framsókn.


mbl.is Fylgi Miðflokksins komi frá Sjálfstæðisflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband