Það liggur fyrir að það þurfa að vera stöðugar fjáleitir næsta hálfan mánuðin á þeim svæðum þar sem óveðrið gekk yfir. Víða eru svæði leitótt og fjárvon því sauðfé getur lifað nokkuð lengi undir fönn. Síðan ef það losnar undan fönnini getur það verið að rangla ein og ein kind þannig að þar er fjárvon á ólíklegustu stöðum.
Það þarf að fá aðstoð skotveiðimanna, því einboðið er að tófan fer á stað og verður stöðugt á ferðinni að leita sér ætis. Skotveiðimenn sækja í ævintýrir og því skyldu þeir ekki vera til í að fara á tófuveiðar.
Hrafninn kemur að gagni við leit því hann er naskur á það hvar kindur leynast og fer því miður oft að kroppa.
Þá þarf að hirða, skrá og flytja dautt fé og koma því í förgun. Þar þarf Bjargráðasjóður að koma að málum.
Þetta er viðamikið verkefni sem er framundan og þarf að skipuleggja það af þar til bærum stjórnvöldum og stofnunum.
Haustið fer í þetta og vonandi finnst sem flest fé á lífi. Bændur duga oft þegar á reynir.
Gæta þarf þess að flýta sér ekki um of að slátra dilkum því hætt er við að fé sem lendir í slarki geti verið marið og flokkist illa.
![]() |
Umfangsminni leit á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.9.2012 | 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Forsetinn leit bar vel út og kom vel fyrir. Honum mæltis alveg þokkalega enda er hann vanur ræðumaður.
Hann er snillingur að því leiti að geta stjórnað umræðunni með því að beina máli sínu að einhverju tilteknu málin.
Nú heitir það vandi Alþingis. Á meðan það er rætt veit hann að ekki er verið að ræða vanda forsetans og þáttöku hann í útrásinni og hugmyndafræði sem hann er höfundur að sjálfur með ritun Útflutningsleiðarinnar.
Skoðum traustið nánar:
Í síðustu forsetakosningum hlaut Ólafur Ragnar Grímsson 84.036 atkvæði og hafði tapað nokkru fylgi frá síðustu forsetakosningum.
Alþingi Íslendinga hlaut samtals 193.934 atkvæði í síðustu alþingiskosningum. Þannig að það eru miklu fleiri kjósendur á bak við Alþingi en forsetan.
Núverandi stjórnarflokkar eru með samtals 96.338 atkvæði sem er umtalsverður meirihluti miðað við Ólaf Ragnar Grímsson.
Mér er sama þótt forsetinn reyni að plata og beina sjónum að einhverju öðru en sjálfum sér.
En hann platar mig ekki.
![]() |
Tekið verði á vanda Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 11.9.2012 | 15:12 (breytt kl. 15:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Nú held ég að það væri viturlegast fyrir Sjálfstæðismenn að fá Jóhönnu á Akri í Húnavatnshreppi til að gefa kost á sér til þingmennsku.
Hún er væn kona og af góðu fólki komin og hefur setið sem varamaður á Alþingi Íslendinga.
Svo er hún ekki með neitt óhreint mjöl í pokanum, einungis handavinnuna sína.
![]() |
Ásbjörn hyggst hætta á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.9.2012 | 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þessa dagana eru bændur og búalið að smala í göngum. þ.e. heiðargöngum og reka fá til rétta.
Færsluhöfundur lenti í kyndugum aðstæðu um daginn ásamt konu sinni. Þau lenti í því að smala í göngum, veggöngum.
Ekið var sem leið liggur frá Ólafsfirði í gegn um Héðinsfjarðargöng, áð í Héðinsfirð sem er mikil útivistarparadís. Þaðan lá leiðin til Siglufjarðar og skoðuð uppbyggingin á athafnasvæði Rauðku.
Þar hefur Róbert Guðfinnsson athafnamaður hjá Þormóði ramma sett fé í að endurbyggja skemmur Rauðku og er þarna komin fyrirmyndar aðstaða fyrir bæjarbúa og ferðamenn niður við höfnina.
Það er þakkar og ánægjulegt þegar athafna- og útgerðarmenn setja fjármuni í uppbyggingu í sinni heimabyggð.
Leiðin lá svo út úr bænum og þá skipti það engum togum að ekið var inn í 15 kinda fjárhóp inn í Strákagöngum. Engin slys urðu á kindunum enda lágu þær flestar út með veggjum í gangnamunnanum. Færsluhöfundur varð nú hálf ringlaður en skynjaði hættuna sem hafði skapast ef bílar kæmu aðvífandi og setti hasarljós bifreiðarinnar á og bakkaði út úr göngunum.
Síðan var farið í það að smala þessum gangna- og vegrollum út úr göngunum og gekk það greiðlega.
Síðan var lögreglunni gert viðvart og kom þá í ljós að þetta er viðvarandi vandamál þarna. Myndirnar eru teknar þegar smalað er út úr göngunum.
Stjórnmál og samfélag | 9.9.2012 | 11:57 (breytt kl. 11:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar maður var í skóla hér í gamladaga þá var alltaf annaðslagið verið að rifja upp gamalt námsefni.
Nú er öldin önnur og verið að velta því fyrir sér hvað varð af eignum almennings og ýmissa hópa í þjóðfélaginu.
Sumir verða voða reiðir yfir þessu og telja þetta ekki ásættanlegt að vera í slíkri upprifjun.
Þegar Samband íslenskra samvinnufélaga SÍS fór í þrot varð það ekki gjaldþrota. Það var tekið yfir af Landsbankanum og hann stofnaði eignarhaldsfélag sem hét Hömlur, sem svo vélaði með það sem var eftir af fyrirtækjasamstæðunni.
Svo lentu þessi fyrirtæki í hendur örfárra manna og almenningur botnaði ekki neitt í neinu.
Þetta þarf allt að rifja upp og kafa oní og gera uppskátt. Færsluhöfundur er engin sérfræðingur í þessum málum.
En hann vill t.d fá að vita hvort eitthvað verði gert í í sambandi við málefni Samvinnutrygginga og síðar Giftar en þar átti færsluhöfundur réttindi vegna 47 ára hollustu við það fyrirtæki. Bæði með bílatrygginar og svo myndarlegan búrekstur í 23 ár og var talinn ,, góður rekstra maður" hvort heldur talið var í göngum og smalamennskum eða við almennan búrekstur.
![]() |
Umfjöllun Teits eða upprifjun? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.9.2012 | 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er ánægjulegt að vöruviðskipti séu hagstæð fyrir þjóðarbúið.
Undirstaða allrar hagfræði er að eyða ekki meiru en aflað er.
Þannig er ekki hægt að gefa meiri hey að vetri en aflað er að sumri.
Ríkistjórnin stendur vaktina í brúnni, þó ýmsir hávaða menn hrópi að henni úr öðrum sóknum.
Líklega verður það sögulegt hlutverk vinstrimanna að endurræsa þjóðfélagi efir Hrunið, sem íhaldið og frjálshyggjuna eru ábyrg fyrir.
![]() |
Vöruviðskipti hagstæð í ágúst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.9.2012 | 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 501
- Frá upphafi: 601405
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 403
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar