Ábúðarlög 1976 nr. 64 31. maí og fyrri ábúðarlög, gott ef ekki frá landnámi, mæltu fyrir um að hver sá sem átti jörð og sæti hana ekki sjálfur bæri að byggja hana hæfum ábúanda.
Með ábúðarlögum 2004 nr.80 9. júni var ábúðarskyldan afnuminn. Eftir það fór að skjóta upp kollinum allskonar skringilegum jarðarmálum.
Það má því með nokkrum rétti segja að leiguleiðar hafi á vissan hátt varið landið, haldið því í byggð. Landvörslumenn.
Í jarðalögum nr 65/1976 voru ákvæði þess efnis að sveitarfélög höfðu forkaupsrétt að jarðnæði. Var það gert til þess að heimamenn hefðu eitthvað um það að segja hvernig byggð þróaðist og gætu haft áhrif á innri hagsmuni sína. Í lögunum var einni ákvæði hvernig hægt væri að mæta því ef grunsemdir væru uppi að verði væri haldið uppi á fölskum forsendum. Var þá hægt að kalla til dómskvadda matsmenn til ákvörðunar jarðarverðs.
Með jarðalögum 2004 nr. 81 9. júní var þetta ákvæði afnumið.
Nú er ég ekki að segja að Bjartur í Sumarhúsum eigi að sitja hverja jörð. En hann mætti vera víðar.
Það sem mér finnst eiginlega furðulegast, er hvernig ein jörð getur verið svona stór eins og Grímstaðir á Fjöllum er. Nærri 60-70 venjulegar bújarðir.
Og hefur Landbúnaðarráðuneytið auglýst hlut ríkisins í Grímsstöðum, til leigu fyrir innlenda menn? Er eitthvert minnisblað til um það?
![]() |
Minnisblaðið sem talað er um |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 31.7.2012 | 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
IR-ingurinn og heiðursfélagi FRÍ, var fánaberi Íslendinga á Ólympíuleikunum í London 1948. Finnbjörn er f. 25. maí 1924 og er því 88 ára.
Finnbjörn var góður handknattsleiksmaðurog góður í körfubolta og fimleikum. Hann var mjög góður frjálsíþróttamaður og mjög góður spretthlaupari.
Á heimasíðu FRÍ má lesa eftirfarandi um Finnbjörn:
21. mars 2012
Finnbjörn Þorvaldsson heiðursfélagi FRÍ
![]() |
Íslensku keppendurnir gengu inn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.7.2012 | 22:54 (breytt 29.12.2016 kl. 20:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsta Icesavesamningur var hafnað af Bretum og Hollendingum vegna þess að Alþing Íslendinga gerð mjög sterka fyrirvara um greiðslur og málalyktir samningsloka og kom því aldrei til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Öðrum Icesavesamningnum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu með yfirgnævandi mun.
Þriðji Icesavesamningurinn var samþykktur með auknum meirihluta á Alþingi en hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu með 60 gegn 40 % ( eftir minni). Hann er nú fyrir dómstólum.
Forsetinn fær prik hjá mér fyrir að hafa notað málskotsréttinn. Álitamál var hvort rétt hafi verið að vísa þriðja samningnum í þjóðaratkvæði. Aðkoma forseta er aðeins úrskurðaratriði.
Um sjávarúvegsmálin er þetta að segja: Það eru áhöld um það hvort við séum að ná árangri í þeim efnum. Útvegurinn er skuldum vafinn. Mengun hamlar vexti fiskistofna á nokkrum stöðum í heiminum, en það á ekki við um okkar aðstæður.
Forsetateymið lagði af stað í mjög óvanalega undirskriftarsöfnun sem á sér ekki hliðstæðu í íslenskri stjórnmálasögu og var að mínu mati mjög ósmekkleg gagnvart öðrum væntanlegum frambjóðendu. Ekki náðist sá árangu sem að var stefnt í þeirri herför.
Á fyrsta eða öðrum degi eftir að úrslit kosninga lágu fyrir hóf forseti miklar ræður og lýsti skoðunum sínum á ýmsum deilumálum í samfélagin. En svo þegar kærur fóru að berast Hæstarétti hljóðnaði mjög um ræðuhöld á Bessastöðum. Ástæðan að kjörbréfið var ekki fast í hendi.
Sú framganga forseta í öllum aðdraganda kosninga og í kosningunum sjálfum kemur ekki til með að dylja slóð hans í tengslum og samskiptum við úrtásarvíkinganna. Hún er bókfest í ævisögu forseta sem út kom 2008.
Forsetinn var kosinn með 84 þúsund atkvæðum en 236 þús voru á kjörskrá. Það kalla ég ósigur eftir 16 ára setu í embætti. Þjóðin stendur ekki að baki forseta. Þetta þarf að vera öllum ljóst.
Svo spyr ég að lokum hvernig á að vera hægt í framtíðinni að fá fram forsetaframbjóðanda með reynslu?
Ólafi Ragnari er óskað velfarnaðar í embætti.
![]() |
Sigur lýðræðislegrar byltingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.7.2012 | 19:51 (breytt 3.1.2014 kl. 12:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég hef nú engan beyg af hr. Huang Nubo og er alveg nægjanlega sjálfstæður og bjargálna til að geta andmælt áformun hans hér á Íslandi.
Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að þau standa á brauðfótum og vald hans nær ekki inn fyrir 200 mílna lögsögu Íslands. Þannig að það er ekkert að hræðast.
Aftur á móti er ég farin að hafa áhyggjur sveitarstjórnarmönnum fyrir norðan sem eru flæktir inn í þennan málatilbúnað allan og eru farnir að halda þeir einir og sér stjórni Íslandi.
Rétt er að benda á ágæta grein í Fréttablaðinu í dag eftir Einar Benediktsson fv. sendiherra þar sem hann veltir því fyrir sér hvort utanríkismál séu komin á forræði sveitarstjórnarstigsins.
Myndin er af færsluhöfundi og húfan keypt á Kúbu en ekki Kína.
![]() |
Íslendingar ekki veikgeðja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.7.2012 | 14:05 (breytt kl. 14:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér sjáum við föngulegan hóp Húnvetninga í þjóðbúningum. Vaxandi áhugi er á íslenskum þjóðbúningum, enda formið margbreytilegt.
Þó ég sé nú ekki sleipur í þeim fræðum þá veit ég að til eru peysuföt, upphlutur, skautbúningur, faldbúningur, Ásubúningur, kirtill, þjóðbúningur karla sem ég veit ekki hvað kallast, fornmannabúningur og litklæði.
Þá sögu heyrði ég af Færeyingum þegar þeir lenti í efnahags kreppu hér um árið að þá ruku þeir til og fóru að koma sér upp Færeyskum þjóðbúningi, það var sem sagt síðasta haldreypið til að halda í þjóðernið. Ef til vill verða Íslendingar komnir margir hverjir í þjóðbúninga bráðlega.
![]() |
Þjóðbúningasýning á Húnavöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.7.2012 | 10:24 (breytt kl. 10:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stóðhestar eiga vera í haldi allan ársins hring.
Graðnaut bera að hafa í haldi allt árið.
Hrútar mega eigi ganga lausir eftir 5. nóvember fram yfir áramót. Allur annaður búfénaður hefur frjálsa för um landið, og kallast það lausaganga.
Lausaganga búfjár er hefð eða venja sem kom með landnámsmönnunum og hefur verið í gildi síðan.
Engin hefur treyst sér til að breyta þessari venju af ótta við að fá ekki að fara í göngur og réttir og verða hugsanlega sendur í útlegð.
![]() |
Sauðfé á beit í óþökk Landgræðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.7.2012 | 10:01 (breytt kl. 10:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miklir þurkar hafa verið undanfarið og hafa haft áhrif á allan vöxt jarðargróðurs. Í landbúnaði hafa nú þegar orðið miklir skaðar vegna þurrka. Sérstklega hafa mela og harðlendistún orðð illa úti og eru gul og brunnin og er fyrir sé að ekki kemur uppskera af þeim í fyrrislætti. Skaði bænda er tvíþættur annars vegar verður bóndin af uppskerunni og hinsvegar hefur hann kostað til áburðar sem ekki nýtist.
Nú á að fara rigna og hugsanlega verða einhverjar eftirverkanar af áburði sem dreift var vegna fyrrisláttar, en um það er erfitt að segja.
En hvaða ætla bændur að gera nú, um það er erfitt að segja? Ég fór inn á heimasíðu Bændasamtaka Íslands, bóndi.is. Samtökin eru með viðamikla leiðbeiningaþjónustu. Engar ráðleggingar sá ég á heimasíðunni um hvernig best væri að gjörnýta þá úrkomu sem spáð er framundan.
Mín ráð eru þessi: Stýfla alla skurði í ræktarlandi eins og kostur er til að hanga eins lengi á vökvunnin og hægt er. Alls ekki að láta hana renna hindrunarlaust í burtu. Með þessu er hægt að hækka grunnvatnsstöðu ræktaðs land þannig að rótarkerfi njóti sem lengst vökvunar. Þetta kostar að vísu nokkra fyrirhöfn en víða eru til stórvirkar gröfur og moksturstæki.
Þar sem fyrrisláttur er búinn þá væri sterkur leikur að dreifa svolitlum áburði til að freista þess að fá hána til að taka við sér í öðrum slætti. Það er alveg möguleiki að fá mok uppskeri í öðrum slætti.
Fá leig tún á eyðijörðum í nágrenni eins og mögulegt er en það getur svo sem verið nokkur fyrirhöfn.
![]() |
Með dýpstu lægðum í júlí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.7.2012 | 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mikil harmonikkuveisla var í Árbæjarsafni í dag. Fjöldi fólks var saman komin til að hlýða á nikkarana spila í blíðskaparveðri.
Hér koma nokkrar myndir af herlegheitunum.
Stjórnmál og samfélag | 15.7.2012 | 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Megin röksemd vegna byggingar Blönduvirkjunar á sínum tíma var að orkuverið væri á öruggu svæði varðandi eldgos og jarðskjálfta. Enda er orkuverið að mínu mati eitt best lukkaðað vatnsorkuver á Íslandi.
Ég hef oft furðað mig á byggingu Vallarhverfis í Hafnarfirði sem byggt er í hraunfarvegi. Ekki veit ég eftir hvaða stöðlum er farið í þeim efnum, en þetta er klárlega gamall hraunfarvegur sem runnið hefur í sjó fram.
Álverið í Straumsvík sýnist nú koma til með verjast vegna þess að nokkur hæðarkragi er fyrir ofan það. Línur að álverinu mundu að einhverju leit laskast ef til hraunrennslis kæmi. Nauðsynlegt er að gera tilraunir með einhverskonar annan búnað til að halda línum upp við neiðaraðstæður svo sem með loftbelg eða staðbundnar rafmagsþyrilvængur sem héldu línum upp tímabundið.
Eftir snjóflóðin á Flateyri og Súðavík hafa augu manna opnast fyrir slíkun atburðum og eru byggingarmál þar sem snjóðflóða má vænta því háð ströngu mati.
Ég held að ástæðulaust sé fyrir fræðimenn á þessu sviði að hafa beyg af sveitastjórnarmönnum og ættu að geta hindrunarlaust tjáð sig um um málefni sem snerta starfsvið þeirra og fræðigrein. Það hlýtur bara að vera fagnaðarefni fyrir samfélagið.
Ástæðulaust er að teygja byggð að hættusvæðum því nóg er landrými á Íslandi sem öruggt getur talist til búsetu. Varasamt er að storka landvættunum í þessum efnum.
![]() |
Byggð reist á hættusvæðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.7.2012 | 11:55 (breytt kl. 12:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nokkrir úfar hafa risið með mönnum suður með sjó nánar tiltekið í Garði.
Nú hefur hins vegar Magnús Stefánsson fv. félagsmálaráðherra verið ráðinn bæjarstjóri þar. Magnús söng í hljómsveit og þar á meðal lag sem þessar ljóðlínur koma fyrir,, traustur vinur getur gert kraftaverk"
Það er vonandi að allt gangi vel hjá nýja bæjarstjóranum. Hann bauð af sér góðan þokka sem félagsmálaráðherra og Garðverjar ættu að geta orðið ánægðir með hann.
Það er margt að skoða í Garðinum, Garðskagaviti og umhverfi hans og svo hið stórmerka safn sem er einstakt á sína vísu en þar er fjöldin allur af bátavélum og flestar gangfærar.
![]() |
Magnús verður bæjarstjóri í Garði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 11.7.2012 | 20:22 (breytt kl. 20:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 502
- Frá upphafi: 601406
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 404
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar