ENTER

Nú eru stjórnvöld farin að titra af því að það er engin komin í handjárn eða fangelsi út af hruninu. Það hringlar bara í handjárnum í sölum Alþingis.

Forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands hurfu úr sínum störfum með tugi milljóna króna fyrir vel unnin störf og engar kærur á bakinu vegna bankahrunsins.

Komið hefur í ljós að tveir athafnamenn og fjármagnsstjórnendur hafa verið að færa fjármagn milli landa. Það er eðlilegt að menn séu að færa fjármagn milli landa, þar sem hugmyndafræði Evrópu byggist á frjálsu fjármagnsflæði. Skárra væri það nú. 

Þetta var raunar gert í sveitinni í gamla daga og raunar enn. Bændur voru reka fé í afrétt og svo var safninu smalað og rekið til rétta og þar drógu menn sér fé eftir mörkum. Þetta gekk allt saman að vísu hægar fyrir sig. Nú draga menn sér fé í bönkum og enginn maður kann nein mörk og eru fljótir að.

Áður fyrr spurðu bankastjórar kúnnann að því, , Hvort ætlarðu að kaupa þér jörð eða skip góði".  Nú ýta menn  bara á ENTER- takka í sínum banka og þá flýgur fármagnið á milli landa í rétta dilka eins og í réttum.

Það er þessi hnattvæðing  og hraði sem gerir allt eftirlit svo erfitt og í raun hæpið. Sérstaklega þegar menn eiga sín peningshús prívat og persónuleg en eru þó að díla með annarra manna fé.

Fjármálaráðherra og utanríkisráðherra eru að kýta um loftrýmiseftirlit þessa stundina. Gott væri að þeir færu að athuga hvaðan okkur stafar mest ógn og fara líma yfir ENTER-takkna í bönkum.

Utanríkisráðherra var afskaplega hróðugur vegna þess að aðildarumsókn okkar hefur verið tekinn til skoðunar og sagði að við myndum fá margar spurningar sem við myndum svara og svo kæmi skýrsla í desember 50-62 og 1/2 blaðsíða frá ESB.

Ég vildi nú að við spyrðum hvort ekki ætti að ræða nýja bankahugmyndafræði og samband sparifjáreiganda við bankann og tryggingar og hinsvegar samband skuldunautarins hinsvegar. Eða má gera ráð fyrir bankahruni á 5-10 ára fresti á Evrópusvæðinu.


mbl.is Björgólfur Thor: Skipulagður óhróður, véfréttir og lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipulagt upphlaup hollenska utanríkisráðherrans

Hollenski utanríkisráðherrann hóf leikinn með upphringingu til Össurar, ein stutt, ein löng og tvær stuttar hringingar eins og í gamla sveitasímanum. Össur tók  þátt í upphlaupinu með því að blaðra símtalinu í fjölmiðla. Hélt að það myndi skapa þrýsting og að hann gæti hrætt alþingismenn til fylgis við Icesavuppkastið, en það hafði þveröfug áhrif.

Það er nú lámark að Alþingi hafi frið til að afgreiða rétt framborinn mál á þeim málshraða sem það kýs án íhlutunar erlendis frá.

Það er bara verið að svara málinu á ráðherragrundvelli. Hér eru engar heybrækur á ferð. Það er sjáanlegt að Hollendingar eru á leiðinni að sprengja Icesave- og ESB-málið í loft upp. Þetta er ósmekkleg íhlutun Hollendinga um innanríkismál á Íslandi.

Ef öllu væri nú framfylgt sem Alþingi samþykkti þá væri okkar staða mikið betri t.d. ef ráðherrar undanfarinna ríkistjórna hefðu staðið vaktina og framfylgt lögum um Fjármálaeftirlit og Seðlabanka og haft rænu á að gefa forstöðumönnunum áminningu fyrir sofandahátt um málefni stofnananna í stað þess að leysa  þá út með milljónir í poka á bakinu.

Þess vegna er gott að ráðherrar gái annað slagið til veðurs, líti í kompásinn og meti stöðuna og gangi til daglegra starfa með heill almennings að leiðarljósi, til þess eru þeir, að vera ráðagóðir og eru félagslega kjörnir yfirmenn okkar. 


mbl.is Auðvitað ekki frestun á ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðum þessar teikningar seinna

Eitt sinn var húsasmíðameistari í Reykjavík að undirbúa verk með smiðum sínum í vinnuskúr á verkstaði. ( Þeir voru flestir af Guðlaugstaðaætt í Blöndudal ).

Meistarinn var að skoða og velta fyrir sér teikningum af verkinu og reyna að glöggva sig á verkefninu. Dróst nokkuð að menn hæfu verkið enda var slabbveður úti og kalsamt.

Ákafamaður nokkur í hópnum stóð þá skyndilega upp og sagði: ,, Við skulum fara að koma okkur að verki drengir , þetta hangs gengur ekki. Við getum alltaf skoðað þessar teikninga seinna".

Ég tek því undir með Jóni Bjarnasyni. Göngum út í sólina og höfum það gott yfir verslunarhelgina.

Það er alltaf hægt að skoða þessi mál seinna og teikna nýjar teikningar.

Svo er hægt að nota tímann til að afla nýrra markaða fyri fiskafurðir okkar þær eru eftirsóttar því allir þurfa að borða fisk.


mbl.is Vill fresta umsóknarferli ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave uppkastinu mótmælt fyrir framan Alþingi

Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon eyðir tíma sínum við það að leiðrétta lögfræðinga út í bæ vegna Icesave, um smáatriði og sem til þess eru fallin að dreifa umræðunni. Hann á að láta aðstoðarmenn um það, en reyna frekar að hvíla sig og safna kröftum.

Aðalatriði málsins er þetta: Alþingi getur ekki afgreitt eða komist að niðurstöðu um Icesave-uppkastið fyrr en rannsóknarskýrsla nefndar sem Alþingi skipaði til að rannsaka  bankahrunið liggur fyrir.

Að ætla að fara gefa ríkisábyrgð vegna málsins er svona svipað og lögreglumenn færu að borga skaða af innbroti eða slökkviliðsmenn færu að borga brunatjón áður en þeir færu af vettvangi og málið væri rannsakað og upplýst.

Evrópusambandið verður að bera ábyrgð á tjóni sem vitlausar reglur valda smáþjóðum og það verður að kalla ESB að málin, það er öllum að verða ljóst. Hið sameiginlega eftirlit á að virka innan sambandsins.

Icesave-uppkastinu var mótmælt fyrir framan Alþingi kl.14:00.


mbl.is Ekki minnst á lögfræðikostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísfiskflutningar Íslending til Breta á stríðsárunum

Línuveiðarinn Pétursey ÍS 100 var eitt af þeim mörgu skipum Íslendinga, sem  færði hungruðum Bretum fisk þegar þeir voru að lenda undir járnhæl nasista í seinna heimstyrjöldinni og voru ósjálfbjarga að útvega sér fiskmeti. Smátt og smátt er það að koma í ljós hvað straumhvörfum þessir flutningar höfðu á gang styrjaldarinnar og sigur Bandamanna gegn Þjóðverjum.

Þorsteinn Magnússon móðurbróðir minn var þar skipstjóri á skipinu og Hallgrímur Pétursson frændi stýrimaður og er ég nefndur eftir þeim.

Línuveiðarinn Pétursey varð fyrir árás þýsks kafbáts 12. mars 1941, 59 gráður og 33 mínútur N og 12 gráður og 16 mínútur V. Kom þýskur  kafbáturinn U-37 úr kafi kl:18:26 og hóf skothríð á Péturseyna úr fallbyssu og 37 mm hrískotabyssu. Lögðu kafbátsmenn brúna í rúst og skutu frammastur skipsins niður. Þrátt fyrir að skipið væri allt sundurskotið gekk erfiðlega að sökkva því. Skothríð var hætt kl:18:43. Níu mínútum síðar sökk skipið með stefnið upp. Engan björgunarbát sáu kafbátsmenn, en þrír menn sáust á braki úr skipinu. Sigldi kafbáturinn við svo búið í burt. ( Heimild: Friðþór Eydal. Vígdrekar og Vopnagnýr. Hvalfjörður og hlutur Íslands í orrustunni um Atlandshafið. Kafbátahernaður Þjóðverja við Ísland 1997 bls. 124-246 ).

Móðuramma mín fékk bætur fyrir Þorstein og gat keypt sér Stað í Skerjafirði. Sömu bætur hafa verið greiddar fyrir aðra áhafnarmeðlimi.  Ekki veit ég hvernig skipið eða farmur þess var bætt.

Íslendingar fengu Marshallaðstoð efir stríðið og var af sumum talið að það hefði verið óþarfi þar sem við höfðum ekki verið beinir þátttakendur í stríðinu. Lengi hefur það legið milli hluta hvort við höfum verið þátttakendur en seinnitíma sagnfræði hefur þó talið að svo sé.

Því er þetta rifjað hér upp að mér hefur fundist Bretar gert lítið af því að þakka okkur þessa björgunaraðstoð og nú um stundir umgengis okkur sem ókunna þjóð og beitt okkur hryðjuverkalögum. 

Á sama tíma og við verðum fyrir leifturárás fjármagns frá þeim vegna stórgallaðra reglna Evrópusambandsins. Höfum við í engu komið vörnum við og erum leikskoppar óvandaðra afla bæði innanland og erlendis. Mun þessi árás fjármálahyskisins draga úr okkur mátt, en við munum ná okkur á strik og munum koma lögum yfir þá sem í aðförinni voru.

Því er nauðsynlegt að endurskoða samskipti okkar við Breta í ljósi sögunnar og gefa okkur nægan tíma til þess. Við höfum til þess úrræði og það eru fiskafurðir eins og framangreind færsla sýnir.


Ný Marshall aðstoð

Það fer ekki á milli mála að við Íslendingar erum í erfiðum málum varðandi Ícesavesamningsuppkastið. Alþingi virðist vera að gera sér grein fyrir því að uppkastið er vont og litlir möguleikar að við getum fullnustað það. Sem betur fer virðist samt svo, að allmiklar eignir Landsbankans séu til upp í þessa hít.

Ég held að almenningur vilji almennt standa við gerðar skuldbindingar. Hér er bara á ferðinni allt aðrir hlutir. Þessi ósköp eru almenningi ekki að kenna og þess vegna eigum við erfðara með að kyngja þessu. Aukin heldur eru þessar reglur ESB um frjálst flæði fjármagns stórgallaðar og það er einmitt það sem erlendir menn eru hræddir við, ef málið fer fyrir dómstóla að það komi í ljós ýmsir gallar á núverandi kerfi.

Þá er Hjörleifur Guttormsson Evrópusambandsskelfir komin á stúfana til að kljúfa VG í herðar niður, svo vandinn er margþættur. VG mega helst ekki koma saman á mannamótum því þá sundrast þeir. Þess vegna þarf að klára þetta mál með einum eða öðrum hætti sem fyrst.

Svo láta Hollendingar eins og kjánar og eru að hringja í Össur Skarphéðinsson eins og hann hafi eitthvað að gera með þetta mál á meðan það bíður afgreiðslu Alþingis. Upphringingarnar einar, gera það eitt að verkum að auka óróleika í kring um málið.

Þess vegna held ég að við eigum bara að segja, að við getum ekki borgað eða að við verðum að fá aðstoð líkt og Marshallaðstoðina á sínum tíma.

Þá er og einn möguleikinn að að inn í samningsuppkastið verið hægt að koma svo sterkum fyrirvörum að sé fyrirsjáanleg að við getum ekki borgað, þá verði skuldin felld niður og afskrifuð.

Innistæðueigendur í Hollandi og Bretlandi eru búnir að fá sína pening.


mbl.is Nefndarfundir vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingisnefndin og Icesave

Alþingi setti á fót Rannsóknarnefnd til að rannsaka, aðdraganda, orsakir og afleiðingar bankahrunsins.

Væri nú ekki sjálfsögð kurteisi við þjóðina og nefndina að bíða eftir niðurstöðu Alþingisnefndarinnar áður en farið verður að samþykkja ríkisábyrgðir vegna starfsemi hlutafélagsbanka á erlendri grund.

Í hverskonar hugarheimi eru alþingismenn eiginlega. Þeir virðast ekki skilja, að það verður að bíða eftir aðalmálskjölum í þessu mikla máli og öllum málavöxtum til að geta tekið ákvörðun sem byggist á okkar eigin greiningu sem þjóðar í málinu. Þetta er grundvallar atriði. Alþingi er ekki sjoppa fyrir framkvæmdavaldið. Það á að taka algerlega sjálfstæða ákvörðun í málinu.

Hvað ef Icesavemálið kemur þjóðinni ekkert við? Það sé raunverulegt glæpamál. Ég held að það sé nú allt í lagi að doka aðeins við. Og vel að merkja á hvers vegum er þessi Björn Valur Gíslason. Meirihlutans eða minnihlutans í VG. Þetta þarf þjóðin að vita svo hún geti kortlagt málið og kíkt í kompásinn.

Og forseti Lýðveldisins ,hvar er hann? Hann hefur ekki sést lengi, lengi. Hann á nú þegar að að senda þingið í sumarfrí. Það eru allir orðnir þreyttir í þinginu. Og þreyttir menn gera eintóma vitleysu.

Og hvað um mágsemdir okkar við Breta. Eru þær einskis metnar í þessu máli. Í fornsögunum voru mágsemdirnar þó alltaf einhvers metnar.

Nú þarf fólk að fara hugsa þetta mál allt upp á nýtt. Ekki þennan flumbrugang.


mbl.is Icesave úr nefnd í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leifturárás fjármagns á lítið þjóðríki

Þetta er alveg hárrétt sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, segir í viðtali við Sjónvarpi að það sé leitt að þessir Icesavesamningar hafi ekki verið settir í stærra pólitískt samhengi, en endað sem tvíhliða lánasamningur, annarsvegar milli Íslands og Hollands og Bretlands.

Samningsniðurstaðan í Icesavemálinu  er mistök og með öllu ófyrirgefanleg. Hugmyndagrunnur að samningnum er rangur. Það ætti að vera öllum sæmilega greindum mönnum ljóst að Evrópusambandi á að koma að þessum samningi. Ef reglur Sambandsins eru svo meingallaðar að þær geti raskað tilveru þjóðríkis þá ber Evrópusambandið fulla ábyrgð á slíkum meinbugsreglum. Það er varla ætlunin með Evrópusambandinu að reglur þess kollvarpi tilveru heillar þjóðar eða hvað?

Þess vegna á Alþingi að skipa nýja samninganefnd og bera þessi sjónarmið fram við Evrópusambandið sem Ingibjörg reifaði í sjónvarpinu og fresta frekari umræðu um málið á Alþingi.

Ég hef áður vikið að þessari hugmynd í færslu sem heitir Fjármagnsruðningur og vissi þá ekki af þessum sjónarmiðum, sem Ingibjörg Sólrún hafði uppi í fyrrgreindu viðtali.

Íslendingar verða að krefjast skaðabóta, ef þetta mál á að ganga svona hindrunarlaust fram. Það verður bara að undirbúa málsókn á ríkisstjórnina ef hún ætlar að fara að leggja einhvern Icesaveskatt á borgarana út af þessu máli.


mbl.is Hefði viljað stærri pólitískan samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hringl í handjárnum

Þetta var ágætt viðtal við Steingrím J Sigfússon og svo sem ekki von að hann sé sérlega ánægður.

Ég er sammála honum að það er slæm þróun að þingmenn noti réttinn til að gera grein fyrir atkvæði sínu til þess að ráðast á andstæðinga sína. Það á að gerast í almennum  umræðum, þar sem andstæðingurinn hefur færi að verja sig. Mér fannst mjög mikið um árásir við þessar atkvæðagreiðslur. Ég verð að segja það hreint út að mér finnst þetta heldur ómerkilegt atferli. Þessi réttur er bara bundin við að skýra afstöðu viðkomandi þingmanns í örfáum orðum, en ekki árásaréttur.

Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn voru mjög uppteknir af lýðræðisástinni og fluttu tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslu í sambandi við þessi mál sem er hið besta mál.

Þegar kæra vegna misvægis atkvæðaréttar landsmanna milli kjördæma kom til úrskurðar Alþingis við upphaf þings tók enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins eða Framsóknarflokks til máls um það mál og voru þó 3 þingmenn í kjörbréfanefnd lögfræðingar. Þar var ekki lýðræðisástinni fyrir að fara. Ekki einu sinni formaður Sjálfstæðisflokksins sem býr í stærsta kosningagettói landsins SV-kjördæmi, ræddi misvægið og hefur hann ekki nema 1/2 atkvæði á við Hóla-Jón. Í kjördæmamálinu er mjög mikill lýðræðishalli sem þarf að leiðrétta. 

Þá er spurningin þessi: Hvernig höfðu þjóðaratkvæðakosningartillöguflutningsmenn hugsað sér hlutföll atkvæðisréttar í þeirri atkvæðagreiðslu?

Og varðandi hringlið í handjárnum að þá ættu sjálfstæðismenn að skjóta á fundi upp í Valhöll og ræða það þar, hverja væri réttlátast að setja í handjárn nú um stundir og hringla duglega í handjárnum.

Það er óvarlegt að nefna snöru í hengd manns húsi segir gamalt máltæki.


mbl.is Blendnar tilfinningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Giftingarhringar afa og ömmu

Kommúnistar stofnuðu deild á Ísafirði árið 1930 og voru félagar  hennar 23 , en hún átti ekki auðvelt uppdráttar. Þótt kratarnir væru við völd þoldu þeir illa starfsemi kommúnista. Þeir þóttu of róttækir, létu mikið á sér bera og voru duglegir  að halda verkalýðsfundi. Kommúnistaflokkurinn var fyrst og fremst hugsjónaflokkur. Hugsjón hans var nýtt samfélag án kúgunar og ójafnaðar. Hann taldi að nauðsynlegt væri fyrir verkalýðurinn að öðlast þekkingu á samfélaginu og stöðu sinni til að vinna bug á ásjálfstæði og óttanum við atvinnurekendur ( Karítas Skarphéðinsdóttir Neff ritgerð. Einar Olgeirsson 1983, 220-21))

Móðursystir mín sagði mér frá því að kommúnistar á Ísafirði, hefðu hafið fjársöfnun til að styrkja samyrkjubú í Sovétríkjunum.

Amma og afi voru fátæk og áttu enga peninga. Þess í stað drógu þau af sér giftingahringana og gáfu þá í söfnunina

Mér sýnist að þessir giftingarhringar séu að renta sig ágætlega og átti reyndar alltaf von á þessum stuðningi frá Rússneskum stjórnvöldum.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekkert að vera hræddur um að Rússar séu að yfirtaka hér. Og ef það kemur í ljós að sjálfstæðismenn fara að skæla, að þá verður félagsmálaráðherra að setja upp teymi svo hægt sé að hugga þá.


mbl.is Rússalán í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband