Ég hef heyrt að að markaskráin, sem inniheldur eyrnamörk landsmanna verði gerð að trúnaðarmáli í réttum í haust!!!
Í einhverjum tilfellum er eðlilegt að hafa trúnað á málefnum sem eru viðkvæm en varla á opinberum álitamálu sem þjóðþingið er með til umræðu og afgreiðslu
Fólk kemst oft á trúnaðarstigið á börum og vínveitingarhúsum þegar það er að ræða tilfinningamál. Og sérstaklega þegar ástarmálin og samböndin eru ekki alveg klár. En ég held að það sé hæpið að alþingismenn komist svona almennt á trúnaðarstigið í þingsölum þó engin viti hver er með hverju þar lengur.
Ég hef ekki hugmynd um hvað stendur í þessari skýrslu um landbúnaðarmálin. En ég veit að Bændasamtökin hafa rekið áróður fyrir stækkun búanna og hagræðingu í 25 ár frá því að búvörulögin voru sett á. Á seinnihluta þess tímabils hafa þau talað um þetta vegna nauðsynjar þess að mæta auknum kröfum um innflutning á búvörum. Bændur skuldsettu sig og keyptu kvóta og alltaf var sagt að þetta hefði ekki áhrif á verð til neytenda. En nú er skuldaþanþolið sennilega búið.
Mitt hugboð er að þessi hagræðing hafi mistekist og stærri búin séu yfirskuldsett og jafnvel gjaldþrota en miðlungs bú eða minni séu betur sett. En þetta kemur allt í ljós þegar hin raunverulega staða landbúnaðarins verður útskýrð.
Í niðurstöðu nefndar um stefnumótun í mjólkurframleiðslu sem kom út í febrúar 2004 kom fram að stærri búin voru komin með öfugan höfuðstól og allt eigið fé uppurið og varla hefur ástandið batnað eftir þann tíma. Það þurfti að leita þessar niðurstöður uppi í skýrslunni, því nefndin vildi ekki vera berorð um þessa niðurstöðu, sennilega vegna trúnaðar og ímyndaðar hollustu við hagræðingarhugmyndafræðina
![]() |
Fundi frestað vegna landbúnaðarskýrslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 15.7.2009 | 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér finnst að það hljóti að vera hægt fyrir Morgunblaðið að fá skárri mynd af Ásmundi en sú sem birt er með fréttinni, t.d. að hann sé með bindi þó það sé nú orðið ákveðið öryggisatriði hjá alþingismönnum að bera ekki hálsbindi vegna aðstæðna í þjóðfélaginu nú um stundi.
Þetta var móðins hjá Morgunblaðinu hér á Kaldastríðsárunum að sýna menn með rautt nef eða einhvernvegin ótótlega.
Vitanlega ætti að sýna Ásmund ríðandi á prjónandi graðhesti eins og riddara. Það hæfði málefninu, en ekki að sýna hann haldandi um pu.....
![]() |
Sjálfstæðismenn hrósa Ásmundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.7.2009 | 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jón Ísberg var fæddur að Möðrufelli í Eyjafirði 24. apríl 1924. Hann andaðist 24. júní s.l. og var útför hans gerð frá Blönduóskirkju 3. júlí s.l.
Jón varð stúdent frá MA 1946, Cand juris frá Háskóla Íslands 1950 og stundaði framhaldsnám í alþjóðarétti við University College í London. Hann var sýslumaður Húnavatnssýslu 1960-1994. Jón kvæntist 1951 Þórhildi Guðjónsdóttur Ísberg frá Marðanúpi í Vatnsdal og áttu þau áttu 6 börn.
Í Morgunblaðinu 3. júlí s.l minnast samferðamenn, vinir og ættingjar, hans með margvíslegum hætti. Jón var frekar milt yfirvald þó hann léti réttvísina að sjálfsögðu ganga í þann farveg sem henni bar. Hann tók virkan þátt í félagsstarfi sinnar heimabyggðar og beitti sér í atvinnumálum. Hann hafði forgöngu og beitti áhrifum sínum gegn hraðakstri svo að mark var á takandi. Enda slitna bremsur bíla meir í Húnavatnssýslum en öðrum sóknum að mati kunnugra.
Sem yfirvald reyndi Jón ætíð að ná sáttum í deilumálum sem eðli máls reyndist ekki alltaf þrautalaust. Um það farast Eggert Þór Ísberg svo orð í Morgunblaðinu ,, Eitt var það mál sem ekki tókst að sætta menn á en það var svokallað Skjónumál, sem endaði fyrir Hæstarétti. Skjóna hafði dvalið í ævintýraleit á öðrum bæ í nokkur ár, en nú vildi eigandinn fá hana aftur. Úr varð dómsmál og hún dæmd eiganda. Gestgjafi Skjónu vísaði málinu til Hæstaréttar og var honum dæmd merin. Skjóna var afgömul skjótt útigangsmeri, sem var farin á taugum og vannst á hefð. Honum fannst það ekki mikil minnkun að hafa tapað því máli á slíkri niðurstöðu."
Hér þykir mér vel að orði komist og munu þau lifa á meðan bændur og hestamenn raga stóð sitt í réttum eða heima fyrir.
Stjórnmál og samfélag | 14.7.2009 | 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ögmundur bíður átekta. Það gera kjósendur í Suðvesturkjördæmi líka. Þeir bíða eftir því að fá fullan kosningarétt til Alþingis og beita honum af fullu afli. 16 alþingismenn.
Ögmundur ætlar að fylgjast með göngulagi og atferli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna.
Mál þetta er grafalvarlegt. Það er engin lögfræði eða siðfræði í því að borga þessa Icesaveskuldir. Það er grafalvarlegt, ef að þetta góða sem yfir okkur átti að ganga með EES-samningnum verði til þess að þjóðin rambar á barmi gjaldþrots.
Menn voru voða kátir þegar herinn fór og sögðu engar hættur steðja að okkur. Svo eru bara innviðir þjóðfélagsins ónýtir og hætturnar allt um kring.
Það á bara að afhenda Alþjóðlegri lögreglu þetta mál og kalla á hjálp frá Sameinuðu þjóðunum og óska eftir friðlýsingu.
Þetta mál er alveg skýrt fá mínum sjónarhóli. Þeir sem koma öðrum í vanda og valda almenningi skaða eiga sæta ábyrgð eftir lögum landsins. Það á bar að segja satt, við getum ekki borgað þetta.
![]() |
Ögmundur ekki ákveðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 2.7.2009 | 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 38
- Sl. sólarhring: 184
- Sl. viku: 452
- Frá upphafi: 601800
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 377
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 33
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar