Markaskráin trúnaðarmál

Ég hef heyrt að að markaskráin, sem inniheldur eyrnamörk landsmanna verði gerð að trúnaðarmáli í réttum í haust!!!

Í einhverjum tilfellum er eðlilegt að hafa trúnað á málefnum sem eru viðkvæm en varla á opinberum álitamálu sem þjóðþingið er með til umræðu og afgreiðslu

Fólk kemst oft  á trúnaðarstigið á börum og vínveitingarhúsum þegar það er að ræða tilfinningamál. Og sérstaklega þegar ástarmálin og samböndin eru ekki alveg klár. En ég held að það sé hæpið að alþingismenn komist svona almennt á trúnaðarstigið í þingsölum þó engin viti hver er með hverju þar lengur.

Ég hef ekki hugmynd um hvað stendur í þessari skýrslu um landbúnaðarmálin. En ég veit að Bændasamtökin hafa rekið áróður fyrir stækkun búanna og hagræðingu í 25 ár frá því að búvörulögin voru sett á. Á seinnihluta þess tímabils hafa þau talað um þetta vegna nauðsynjar þess að mæta auknum kröfum um innflutning á búvörum. Bændur skuldsettu sig og keyptu kvóta og alltaf var sagt að þetta hefði ekki áhrif á verð til neytenda. En nú er skuldaþanþolið sennilega búið.

Mitt hugboð er að þessi hagræðing hafi mistekist og stærri búin séu yfirskuldsett og jafnvel gjaldþrota en miðlungs bú eða minni séu betur sett. En þetta kemur allt í ljós þegar hin raunverulega staða landbúnaðarins verður útskýrð.

Í niðurstöðu nefndar um stefnumótun í mjólkurframleiðslu sem kom út í febrúar 2004 kom fram að stærri búin voru komin með öfugan höfuðstól og allt eigið fé uppurið og varla hefur ástandið batnað eftir þann tíma. Það þurfti að leita þessar niðurstöður uppi í skýrslunni, því nefndin vildi ekki vera berorð um þessa niðurstöðu, sennilega vegna trúnaðar og ímyndaðar hollustu við hagræðingarhugmyndafræðina


mbl.is Fundi frestað vegna landbúnaðarskýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband