Jón Ísberg sýslumaður Húnvetninga

Jón Ísberg var fæddur að Möðrufelli í Eyjafirði 24. apríl 1924. Hann andaðist 24. júní s.l. og var útför hans gerð frá Blönduóskirkju 3. júlí s.l.

Jón varð stúdent frá MA 1946, Cand juris frá Háskóla Íslands 1950 og stundaði framhaldsnám í alþjóðarétti við University College í London. Hann var sýslumaður Húnavatnssýslu 1960-1994. Jón kvæntist 1951 Þórhildi Guðjónsdóttur Ísberg frá Marðanúpi í Vatnsdal og áttu þau áttu 6 börn.

Í Morgunblaðinu 3. júlí s.l minnast samferðamenn, vinir og ættingjar, hans með margvíslegum hætti. Jón var frekar milt yfirvald þó hann léti réttvísina að sjálfsögðu ganga í þann farveg sem henni bar. Hann tók virkan þátt í félagsstarfi sinnar heimabyggðar og beitti sér í atvinnumálum. Hann hafði forgöngu og beitti áhrifum sínum gegn hraðakstri svo að mark var á takandi. Enda slitna bremsur bíla meir í Húnavatnssýslum en öðrum sóknum að mati kunnugra.  

Sem yfirvald reyndi Jón ætíð að ná sáttum í deilumálum sem eðli máls reyndist ekki alltaf þrautalaust. Um það farast Eggert Þór Ísberg svo orð í Morgunblaðinu ,, Eitt var það mál sem ekki tókst að sætta menn á en það var svokallað Skjónumál, sem endaði fyrir Hæstarétti. Skjóna hafði dvalið í ævintýraleit á öðrum bæ í nokkur ár, en nú vildi eigandinn fá hana aftur. Úr varð  dómsmál og hún dæmd eiganda. Gestgjafi Skjónu vísaði málinu til Hæstaréttar og var honum dæmd merin. Skjóna var afgömul skjótt útigangsmeri, sem var farin á taugum og vannst á hefð. Honum fannst það ekki mikil minnkun að hafa tapað því máli á slíkri niðurstöðu."

Hér þykir mér vel að orði komist og munu þau lifa á meðan bændur og hestamenn raga stóð sitt í réttum eða heima fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband