Í Íslandsklukku Halldórs Laxness er sagt frá því þegar Jón Hreggviðson var á ferðalagi í Hollandi og fór hann að leita sér næturstaðar þar sem kvöld var komið.
Hitti hann þá konu nokkra kankvís og viðræðugóða sem spurði bónda tíðinda. Þau tóku tal saman og bauð konan bónda greiða. Konan áttaði sig á að bóndi átti peninga og varð konan enn hupplegri við bónda en áður. Fannst Jóni konan vera jafnoki kvenna á Íslandi eins og þær gerast bestar. Var hún þrýstin og vel í holdum. Jón var farið að gruna að þetta væri prestkona eða prófasts.
Hann lét hana skilja að hann væri orðin hungraður. Konan fór í búrið og kom með steikur, brauða og ost og jarðávexti ásamt vín í krús. Þótti Jóni hann ekki í annan tíma fengi betri málsverð.
Konan át honum til samlætis. Á eftir sarð hann konuna.
Þetta hefur mér alltaf þótt skemmtilegasta saga af ferð í pútnahús. Vissulega eru þær margar sögurnar sem íslenskir farmenn geta sagt frá. En látum hér staðar núna til að eingin misskilningur fari á stað.
![]() |
Krepputilboð á vændishúsum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.4.2009 | 22:26 (breytt kl. 22:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér er er því velt fyrir sér hvort Þráinn Bertelsson eigi að skila heiðurslaunum sem honum hefur verið veitt til ritstarfa. Ég tel að það sé fengur fyrir þingið að innan veggja þess sé starfandi þingmaður sem er jafnframt rithöfundur.
Rithöfundar skrifa jafnan á kvöldin og um helgar. Þá má benda á að frí er á 52 laugardögum 52 sunnudögum, að auki 11 aðrir frídagar auk 20 virkir dagar í sumarfrí samtals 136 frídagar sem almenningur er með í flestum kjarasamningum. Það væri ánægjulegt ef Þráinn gæti einhvern tíman seinna veitt okkur innsýn í sálarlíf manna og kvenna á Alþingi Íslending. Ég tel að hann eigi ekki að skila heiðurslaununum en borgi eðlilegan skatt af þeim.
Ef Þráinn á að skila styrknum er þá ekki rétt að Ásmundur Einar Daðason bóndi og nýkjörinn alþingismaður VG skili landbúnaðarstyrkjum sínum sem hann þiggur úr ríkissjóði á meðan hann situr á Alþingi.
Ásmundur kemur inn á Alþingi á 1350 atkvæðum á meðan Þráinn er með 3357 atkvæði. Þannig að það þarf mörgu að gefa gaum þegar kjörbréf verða rannsökuð í upphafi þings.
Fjármála -og landbúnaðarráðherra VG gerði nefnilega nýjan styrkjasamning um búvörur 10 mínútum fyrir Alþingiskosningar. Atkvæði á landsbyggðinni hafa nefnilega tvöfalt vægi en atkvæði á mölinni. Það er þægilegt að sami ráðherra er landbúnaðarráðherra og fjármálaraðherra og því hæg heimatökin að þurfa ekki að spyrja kóng né prest.
Svona gerast nú kaupinn í pólitíkinni hjá VG. Fyrir þetta fékk svo landbúnaðar- og fjármálaráðherra VG forsíðuna í Bændablaðinu fyrir kosningar og var svo hlæjandi á næstu heilsíðu. Ég hef alltaf sagt að þeir geta verið gamansamir Vinstri-grænir.
![]() |
Þráinn taki ákvörðun um heiðurslaunin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.4.2009 | 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta var ágætis helgi hjá okkur í fjölskyldunni. Við hjónin kusum fyrir hádegi og ég tók eftir því að við vorum ekki alveg samstíga þegar við leiddustum út. Ég tók líka eftir því að það voru nokkrir sem voru með samræmt göngulag fornt eins og segir í kvæðinu. Í hádeginu heimsóttum við systur mína og mág og borðuðum hjá þeim.
Eftir hádegið fórum við austur Þrastarlund og tókum Þorstein Hilmi nafna minn með okkur. Hann er 5 ára. Í Þrastarlundi var sonur okkar við veiðar ásamt vini sínum. Við hittum þá og nutum veðurblíðunnar og umhverfis sem er mjög fallegt þarna við Sogið.
Eftir að hafa borðað nesti okkar ókum við til Reykjavíkur. Um kvöldið fengum við okkur gott að borða og fylgdumst með kosningasjónvarp.
Á sunnudagsmorgunn hitti ég gamla félaga mína. Og eftir hádegi fórum við í langan göngutúr í Laugardalnum. Hlustuðum á lóuna og þrestina og önduðum að okkur ilmi vorsins sem er svo nauðsynlegt. Skelltum okkur svo í sund, heitapottinn og gufuna.
Þetta var virkilega ánægjuleg helgi.
![]() |
Skrítnasta helgi lífs míns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.4.2009 | 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Framboðsfundur
Framboðsfundur flokkanna var boðaður á Hofsósi. Björn var á lista hjá Framsókn og kveið fundinum vegna þess að hann taldi Framsókn eiga undir högg að sækja og hafa lítið fylgi á staðnum. Fyrir fundinn sást til Björns þar sem hann var að pukrast innan um unglinga út undir vegg á samkomustaðnum. Fundurinn hófst og Björn var með framsögu fyrir sinn flokk. Að lokinni ræðu hans glumdi við dúndrandi lófaklapp og undruðust andstæðingar hans þetta mjög. Gekk þetta svona allan fundinn, alltaf var klappað fyrir Birni í hvert skipti sem hann tók til máls.
Eftir fundinn kom málsmetandi maður á staðnum að máli við Björn og spurði hvað hann hefði viljað unglingunum fyrir fundinn. Björn var skjótur til svars. " Nú, ég var að gefa þeim nammi svo þau klöppuðu fyrir mér".
Umræður á Alþingi
Á Alþingi hafði Björn gaman af því að láta þingheim hlæja þegar hann hélt ræður. Var ekki sjaldan sem þingheimur veltist um af hlátri þegar hann steig í pontu. Björn var m.a. valinn skemmtilegasti maður þingsins af grínblaðinu Speglinum. Eitt sinn flutti Vilhjálmur Hjálmarsson þáverandi menntamálaráðherra í vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar, gagnmerkt frumvarp um grunnskóla. Að lokinni framsöguræðu sinni settist Vilhjálmur í sæti sitt. Hann sér þá að Björn tekur sig upp úr sæti sínu í þingsalnum og stefnir til sín. Taldi Vilhjálmur að nú ætlaði Björn að þakka sér fyrir skörulega framsöguræðu og gott frumvarp. Björn gengur til Vilhjálms, hallar sér að honum og hvíslar í eyra hans: " Hvernig er það Vilhjálmur, það hló enginn".
![]() |
Dregur úr biðröðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.4.2009 | 19:17 (breytt 3.3.2010 kl. 21:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Björn á Löngumýri var þjóðkunnur maður á sinni tíð, sem bóndi, alþingismaður, kaupfélagsstjóri og útgerðarmaður. Hann stóð oft í málaferlum. Má þar nefna , tófumálið Skjónumálið, böðunarmálið og stóðhestamálið. Ábúðarjarðir okkar lágu saman.
Ríkir bændur
Þegar Björn var að undirbúa framboð sitt á vegum Framsóknarflokksins til Alþingis í Austur-Húnavatnssýslu lék hann milli leik. Fylgi framsóknarmanna var talið ótraust á Skagaströnd. Björn vildi styrkja stöðuna og gerðist kaupfélagsstjóri þar. Bændur í Vindhælishreppi, sem tilheyrðu félagssvæðinu, voru taldir með efnuðustu bændum héraðsins. Á kosningafundi var Björn spurður að því hvernig stæði á því að þeir væru svona ríkir. Það stóð ekki á svarinu hjá Birni. "Það er af því að þeir borða alltaf minna en þá langar í.
Afkoma launamanna
Stundum áttu nú samt aðrir síðasta orðið í viðræðum við Björn. Eitt sinn er Björn var að stíga í vænginn við kjósendur, kom hann á kaffistofu Kaupfélags Húnvetninga. Þar var m.a. Tómas Jónsson, gjaldkeri félagsins og mikill leikari. Tómas hafði gengist undir uppskurð vegna magakvilla. Björn settist að spjalli og m.a. barst talið að launmálum. Björn sagðist ekki skilja hvernig launamenn kæmust af á einföldum launum. Sjálfur hefði hann mikla ómegð, væri með stórt bú og auk þess væri hann kaupfélagsstjóri og rétt kæmist af.
Tómas svaraði að bragði " Já þetta er nær útilokað. Ég þurfti til dæmis að láta taka úr mér stóran hluta magans til að skrimta", Björn hló ógurlega að þessu og sagði sögu þessa oft.
![]() |
Lokaorð formanna til kjósenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.4.2009 | 06:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við skulum ganga í Þingvallasveit,
sólin hún vermir hvern stein og hvern reit,
Skóginn við skoðum og slóðirnar rekjum,
söguna ræðum og andann upp vekjum.
Leiðin hún liggur um kletta og klungur,
krókótta stíga er liggja yfir sprungur.
Spörð eftir rjúpu á leiðinni sjást,
söngglöðum fuglum og kjarri að dást.
Gættu þín kona, hér er hætta og vá
hraunið er úfið og að sér skal gá.
Aðvörun ástvinar, vel er það meint
þó óvarkár konan hlýði því seint.
Áfram við göngum og umhverfið lokkar,
útsýnið fagurt og stundin er okkar.
Friðsæld í lofti og fuglanna hljóma,
finnum hér hvarvetna sögunnar óma.
Á Skógarkotshlaði að okkur streyma,
frá steingráum hleðslum sem engu gleyma,
svipir og sögur um lífið hér forðum,
störfum og leik sem ei greint er með orðum.
Heimleiðis höldum við stígana hrjúfa,
hlustum á sönglist vorboðans ljúfa.
Tjald hefur risið á túninu græna.
Tákn fyrir komandi sumarið væna.
Inga Þórunn Halldórsdóttir
Kvæði þetta afhenti eiginkona mín mér eftir að við höfðum verið á göngu á Þingvöllum vorið 2007. Mér þótt hún stökkva ansi glannaleg yfir hraunsprungur og urðu einhver orðaskipti milli okkar út af því. Fannst mér hún hafa þessar aðvaranir mínar að engu. En þær hafa ef til vill verið kveikjan að kvæðinu. Nú er sumardagurinn fyrsti og vel viðeigandi að birta þetta kvæði.
Gleðilegt sumar
![]() |
Sumar og vetur frusu saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.4.2009 | 17:51 (breytt 22.4.2010 kl. 10:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Komin er fram tillaga frá einum bloggara um að strika Kolbrúnu Halldórsdóttur umhverfisráðherra út af lista Vinstri -grænna. Einn bloggari sagði að hún væri klikkuð öfgamanneskja sem ætti að halda sig í leikhúsin. Það er einmitt það. Ég hélt nú að það þyrfti að vera leikhússtjóri til að stjórna dramanu á Alþingi.
Annar sagði að Kolbrúnu Halldórsdóttur og Þórunni Sveinbjörnsdóttur ætti að koma fyrir upp á Árbæjarsafni eins og traktornum hér á bloggsíðunni.
Umhverfisráðherrar hafa svolítið sérstaka stöðu þar sem þeim ber að standa með náttúrunni og fara varlega með hana. Öll höfum við náttúru og erum hluti af henni. Sá sem er á móti umhverfisráðherra er því í raun á móti sjálfum sér.
Varðandi útstrikanirnar er það að segja að mér sýnist kjörstjórnir verði að hafa tiltækar reglustikur þannig að þetta líti sómasamlega út. Það verður vafalaust mikið um útstrikanir þar sem sumir vilja strika ýmsa út á hinum mismunandi listum og mikið að gera í kjörklefanum.
Það vill nú því miður brenna við að svona reddingar á síðustu sekúndunum fara í handaskolunum og titrandi setur kjósandinn x á réttan stað og þorir ekki að hreyfa við kjörseðlinum af því að hann er svo dýrmætur og einstakur og má ekki eyðileggjast.
Hinu hef ég meiri áhyggjur af og hef raunar aldrei skilið, sem stendur í reglum um kjörklefa að þar skuli alltaf vera nægjanlegt ritblý og það vel yddað. Við talningu er auðvelt að vera með strokleður og breyta kjörseðli svo lítið beri á. Ég held að RÖSE ætti að athuga þetta. Ég hefði haldi að það væri öruggara að vera með penna.
![]() |
VG ekki gegn olíuleit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.4.2009 | 22:14 (breytt 23.4.2009 kl. 12:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var í 60 ára afmælisboði að Löngumýri í Skagafirði í vetur. Þar sögðu menn mér að stefnt væri að því að afskrifa verksmiðjuna og rífa tromluþurrkarann. Ég var satt að segja svolítið hissa á þessu.
Kaupfélagið fékk verksmiðjuna á sínum tíma á 10 milljónir ef ég man rétt. Hugmyndir voru uppi hjá okkur stjórnarmönnum verksmiðjunnar að gerðar yrðu athuganir á því að þurrka grasmjöl við jarðhita sem er nóg af í Varmahlíð. Það gæti verið þjóðhagslega hagkvæmt í staðin fyrir að þurrka með olíu.
Ég leyfi mér í þessu sambandi að benda á þingsályktunartillögu sem Þuríður Bachman er fyrsti flutningsmaður að og fjallar hún um innlenda fóðurframleiðslu mál númer 242.
Til hamingju með afmælið Skagfirðingar.
![]() |
Öllum Skagfirðingum er boðið í afmælisveislu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.4.2009 | 10:17 (breytt 3.1.2013 kl. 19:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á fjárlögum 2009 voru verðbætur felldar niður af búvörusamningum. Það hefur ekki þótt réttlátt að launamenn með óverðtryggða samninga borguðu bændum fyrir verðtryggðar búvörur. Samningslög gilda um búvörusamninga eins og aðra samninga. Bændur gátu þess vegna leitað réttar síns fyrir dómstólum með úrskurð um verðtryggingarákvæðið. Hefði það verið réttari málsmeðferð en sú sem kynnt hefur verið og bændum til meiri sóma en að þiggja kosningasporslur.
Landbúnaðarráðherra lá ekkert á og hafði engum skyldum að gegna með undirritun slíks samning sem er með innbyggðar hækkanir og hálfar verðbætur. Auk þess sem samningurinn er framlengdur um tvö ár. Samningurinn hefur enga stöðu til að kallast þjóðarsátt vegna þess að engir þjóðfélagshópar hafa verið kallaðir saman til að fjalla um þetta mál. Þetta mál hefði þurft að undirbyggja mikið betur. Þetta er vanhugsuð og grunnhyggin ákvörðun 10 mínútum fyrir kosningar. Hún er aðeins hugsaður til að reita fylgi frá Framsókn og upphefja VG meðal bænda og ná þar í jaðarfylgi.
Vísað er í það að samningurinn sé gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis og lagabreytingar þar um. Alþingi hefur verið rofið og hefur ráðherra því ekkert þing til að leita til nú um stundir. Ráðherrann situr nú í starfsstjórn og er því umboðslaus til að taka svona ákvarðanir.
Nú er bara að sjá hvað Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra gerir með sitt fólk hjá BSRB. Fá launamenn verðbætur til að kaupa verðbættar búvörur eða verða menn að leggjast inn á spítala til að láta minnka í sér magann? Og verður það frítt?
![]() |
Breytingar á búvörusamningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 18.4.2009 | 16:05 (breytt 23.4.2009 kl. 12:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það fór um mig spennuskjálfti, þegar ég heyrði á öldum ljósvakans fyrripart dags að listi Lýðræðishreyfingarinnar væri í uppnámi vegna formgalla. Ég heyrði ekki betur en Lýðræðishreyfingin ætlaði bara að bjóða fram einn lista með 126 persónum. Einn listi fyrir allt landið. Kjörstjórn NV hefði tekið sér tíma fram eftir degi til að rýna í málið.
Ég hugsaði; nú ætla þeir að láta reyna á jafnan rétt atkvæða án tillits til landfræðilegra aðstæðna. Bjóða bara fram einn lista. Láta kjörstjórnir ganga í gildruna. Þær hefðu úrskurðað listann ógildan.
Þá hefði verið hægt að vísa úrskurðinum til dómstóla með þeim rökum að þetta væri eina leið borgaranna til að ná jöfnu atkvæðavægi. Kosningalögin brytu í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur hefði orðið að taka afstöðu til álitaefnisins um jafnan kosningarétt.
Hugboð mitt reyndist ekki rétt. Lýðræðishreyfingin fór að pota listunum inn í kjördæmin. Þarna var náttúrlega gráupplagt tækifæri, að láta reyna á jafnt atkvæðavægi borgaranna.
Eins og kunnugt er hefur kosningaréttur verið ójafn mest allan lýðveldistímann. Þeir sem hafa búið í dreifbýli hafa haft langleiðina tvöfaldan kosningarétt á við fólk í þéttbýlum kjördæmum. Í gegnum tíðina hafa stærðfræðingar verið fengnir til að reikna og reikna og finna út nýjar reglur og kosningakerfi sem eyða þessum mun en hann virðist alltaf vera fyrir hendi.
Það Alþingi sem nú er að hætta er kannski besta dæmið um þetta ójafnvægi. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru með sitthvorn umfram þingmann á kostnað Íslandshreyfingarinnar.
![]() |
Flestir framboðslistar gildir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 15.4.2009 | 20:29 (breytt 23.4.2009 kl. 12:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 51
- Sl. sólarhring: 129
- Sl. viku: 465
- Frá upphafi: 601813
Annað
- Innlit í dag: 46
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 45
- IP-tölur í dag: 44
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar