Þetta eru miklar náttúruhamfarir. En það eru nú líka miklar mannlífsraunir sem almúginn má reyna vítt og breytt um landið vegna hrunsins.
En við munum standa þetta allt af okkur og þetta herðir okkur bara og eykur samkenndina.
Hjá bændum er orðin talsverður skaði og öll tilfærsla á búum erfiðleikum háð og varla til umræðu. En það er seigla í bændum. Framleiðsluferlarnir í mjólkurframleiðslu eru ornir fyrir skaða bæði koma þeir mjólkinni ekki frá sér og svo verður ótvírætt röskun á fóðrun gripa þegar svona er ástatt.
Aðalatriðið er að ekki verði mannskaðar, því hlutirnir geta gerst býsna hratt.
Forfaðir minn, Jón Steingrímsson eldklerkur, hafði þann háttinn á að syngja messu þegar líkt stóð á og núna. Þá er spurningin hvort einhverjir séu jafn máttugir í klerkastétt núna.
Sjálfboðaliðar í björgunarsveitum vinna feikna mikið starf núna og er það ómetanlegt.
![]() |
Stórflóð á leið úr Gígjökli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 15.4.2010 | 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnarskráin setur ramma utan um forsetaembættið og skýrir hlutverk þess. Hver forseti á sinni tíð hefur svo mótað það með sínum hætt. Þannig hafa skapast siðir, venjur og mörk.
Forsetarnir fyrrverandi hafa allir verið klassískir og varkárir og fallið að þjóðarviljanum hverju sinni ef svo má segja. Þeir hafa varast það að fara með embættið út í neina óvissu.
Sveinn Björnsson var lögfræðingur og málflutningsmaður. Ásgeir Ásgeirsson var guðfræðingur og fv. forsætisráðherra. Kristján Eldjárn var fornleifa- og íslenskufræðingur. Vigdís Finnbogadóttir er með B.A. próf í frönsku og próf í uppeldis og kennslufræðum og heiðursdoktor víða um heim. Ólafur Ragnar Grímsson er stjórnmála- og hagfræðingur og stjórnmálamaður.
Fyrripart forsetatíða Ólafs Ragnars og lengst af, var litið að gerast og ekkert að gera í sambandi við stjórnarmyndanir og því frekar daufleg vistin á Bessastöðum.
Svo tekur hann sig á flug og vekur upp sofandi ákvæði í stjórnarskránni um þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann hefur verið iðinn við að taka þátt í ýmsu sem fyrirrennarar hans hafa látið að mestu kyrrt liggja. Þar á meðal að styðja útrásarvíkingana. En þeir brugðust trausti hans eins og hann hefur sagt einhversstaðar.
En nú eru kaflaskipti. Skýrslan komin út. Nú er að treyst á lög landsins og dómskerfið. Einnig munu erlendir kröfuhafa sækja að þeim sem hugsanlega hafa framið refsiverða háttsemi og misfarið með fé sem þeim hefur verið trúað fyrir.
![]() |
Ólafur Ragnar svarar fyrir sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.4.2010 | 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri er með allra bestu bændum á landinu. Svo framarlega sem ekkert alvarlegt gerist með bæjarstæðið finnur hann úrræði. En satt er það hámjólka kýr geta ekki verið lengi vatnslausar.
Sjálfur hef ég þá reynslu að þurfa að aka vatni í stórt kúabú 4 vetrarparta og notaði ég til þess haugsugu.
Ólafur græjar þetta með tankbíl og dælum, nóg er vatnið þó gruggugt sé. Ef einhver bjargar sér þá er það Ólafur og hans lið.
Gangi honum vel. En þetta er áminning til okkar í hvaða landi við búum. Það þarf alltaf að vera viðbúnaður gegn náttúruöflunum.
![]() |
Mikið tjón á Þorvaldseyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.4.2010 | 16:18 (breytt kl. 16:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lóan er komin kveða burt snjóinn,
að kveða burt leiðindin, það getur hún.
Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn,
sólskin í dali og blómstur í tún.
Hún hefir sagt mér til syndanna minna,
ég sofi of mikið og vinni ekki hót.
Hún hefir sagt mér að vakna og vinna
og vonglaður taka nú sumrinu mót.
Páll Ólafsson
1827 1905
![]() |
Lóan komin til Vestfjarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.4.2010 | 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Íslenska landnámssauðkindin skreið nú bara úr reyfinu á vorin. Veturgamlar og tvævetlur gerðu það ekki en hneftu frá sér sem kallað var. Eldra fé átti það oft til að skríða úr ullinni en það var ekki algilt. Þetta gerðist oft þegar batinn var skyndilegur að vori. Gat það því verið létt verk að rýja að vori þegar svona stóð á.
Og sveitaunglingar tíndu hagalagða og hálfu reyfin og lögðu inn í kaupfélagið og var talinn trú um að þau yrðu rík af því.
Ég glímdi við ákveðna ræktunarstefnu á mínum búskaparferli og það var að láta ærnar bera mörkuðum lömbum. Ég reyndi mikið til þess en var lítið ágeng.
![]() |
Rollur sem rýja sig sjálfar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.4.2010 | 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rannsóknarnefnd Alþingis afhendir forseta Alþingis skýrslu sína um bankahrunið á mánudaginn. Ýmis viðbúnaður er í samfélaginu vegna þessara skýrslu m.a. beinir biskup Íslands því til safnaða að kaupa eintak sem safnaðarmeðlimir geti gluggað í og lagst svo á bæn á eftir.
Þá ætla leikarar að lesa skýrsluna upphátt í Borgarleikhúsinu og er áætlað að að lesturinn taki nokkra sólahringa.
Formaður rannsóknarnefndarinnar sagði í fjölmiðlum að rétt væri að gefa fólki frí í vinnunni til að geta kynnt sér skýrsluna. Nefndarmaður í nefndinni taldi að skýrslan gæti kallað fram tár. Þannig að þetta verður margra klúta skýrsla.
Athygli vekur að Alþingi ætlar að taka skýrsluna til umræðu án tafar og verður ekki séð að alþingismönnum hafi gefist kostur á að lesa skýrsluna og kynna sér hana til hlítar.
Vandséð er að menn geti rætt það sem menn hafa ekki lesið.
Á þessu getur þó verið ein skýring.
Rannsóknarnefnd Alþingis sendi 12 persónum bréf vegna andmælaréttar þeirra. Þessir aðilar eru væntanlega búnir að hafa samband við bandamenn sína á Alþingi og upplýsa þá um innihald skýrslunnar sem að þeim snýr.
Þeir alþingismenn sem geta tekið til máls um skýrsluna efnislega, ólesna, hljóta þá að hafa vitneskju sína um innihaldið eftir einhverjum öðrum leiðum.
![]() |
Undrast dagskrá Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.4.2010 | 20:10 (breytt kl. 20:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er furðulegt að heyra Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra segja við fréttamenn í Wasington að Íslendingar ættu sjálfir mesta sök á efnahagshruninu.
Málið er algerlega á frumstigi og hefur ekkert verið upplýst hverjir eigi sök á hruninu.
Væntanleg er á mánudaginn skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sem mun varpa ljósi á þessa atburði.
Það munu líða mörg ár jafnvel áratugir þar til þetta mál verður að fullu upplýst. Ef allt fer fram sem eðlilegt getur talist verður niðurstaðan margir dómar og pólitískt uppgjör.
Það er algerlega út í hött að nota Íslendinga sem einhvern samnefnara fyrir sakamenn í þessu máli.
Orðið ,,samnefnari" er í orðabók skýrt út, sem tala, sem allir nefnarar tiltekinna brota ganga upp í. Íslensk alþýða ber ekki ábyrgð á hruninu. Það er allt annar markhópur sem ber ábyrgð á því að lögum.
Sem þjóðríki lendir afkomuábyrgðin að vísu á landsmönnum og bitnar á okkur og við verðum að bera byrðarnar í lakari afkomu og erfiðleikum.
En á móti höfum við, sem þjóðríki fullar heimildir og réttindi til að draga gerendurnar til fullrar ábyrgðar. Við ráðum yfir löggjafarvaldi og höfum dómsvald, sem ber að dæma eftir settum lögum. Og ef Alþingi og Landsdómur taka ekki þetta mál fyrir gefi skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis tilefni til þess, er hætt við að Alþingi verði rutt með kosningum.
Þannig að ég held að það væri rétt fyrir ráðherra að doka aðeins með yfirlýsingar og leyfa réttvísinni að hafa sinn gang og upplýsa hverjir eru sekir og hverjir eru saklausir, er það ekki þannig sem saknæmisreglan virkar? Saklausir þar til sekt er sönnuð.
![]() |
Ekki vondum útlendingum að kenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.4.2010 | 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur er með all sérstæða auglýsingu á baksíðu Fréttablaðsins í dag. Auglýsingin er mótmælaauglýsing og hefst á spurningunni.
,,Hvers vegna? Síðan kemur textinn:
Sjómenn vinna við hættulegar aðstæður fjarri heimilum sínum oft svo vikum skiptir!
Síðan heldur textinn áfram:
Á meðan þingmaður með lögheimili norður í landi en býr hjá mömmu sinni í Grafarvogi heldur fullum skattfríðindum í dagpeningsformi, ræðst ríkistjórnin á sjómannaafsláttinn.
Þessari aðför að sjómönnum mótmælum við! Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur".
Eftir upplýsingum frá félaginu þá þurfa sjómenn að borga fæðiskostnað sinn til sjós en hafa fæðispeninga 1300 kr/ sólarhring frá útgerð til að greiða matarkostnað, ef ég hef rétt skilið og eru fæðispeningarnir skattskyldir.
Íverukostnaður og kojupláss þurfa þeir væntanlega ekki greiða fyrir, en er skaffaður væntanlega hlífðarfatnaður. Þannig að þeir sleppa á sléttu ef kokkurinn bruðlar ekki með matföng.
Þingmaðurinn sem virðist vera í auglýsingunni ákveðinn þingmaður sem sjómenn þekkja og er að Norðan og býr hjá mömmu sinni, að sagt er upp í Grafarvogi. Það kemur ekki fram í auglýsingunni að hann þurfi að borga mömmu fyrir húsnæði og fæði en hefur greiðslur frá ríkinu sem ætlað er að standa straum af útgjöldum vegna dvalar að heiman. Þannig að þingmaðurinn sleppur á sléttur ef mamma fær sitt. Aftur á móti fær þingmaðurinn enga ívilnun vegna fatnaðar.
Þannig að þá er það sjómannaafslátturinn sem stendur út af í samanburði við þessa aðila. Bæði störfin eru hættuleg og til marks um það var þingmönnum heimilt að hætta að ganga með hálsbindi í þingsal, en í búsáhaldabyltingunni var nokkur ótti um að hægt væri að hengja þingmenn í bindinu.
Það sem vekur undrun mína er myndbirting með auglýsingunni. Öll skip upp í fjöru og strönduð.
Hvað segja skipstjórnarmenn við þessu eru menn alltaf að stranda skipum sínum?
Er ekkert jákvætt við að vera sjómaður?
Stjórnmál og samfélag | 6.4.2010 | 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eitt sinn reið ég með félögum mínum í Fák niður hjá Einhyrningi meðfram Markarfljóti í geng hjá Þórólfsfelli og vestur Fljótshlíð. Ég var sæmilega búin en ekki í litklæðum. Um miðja Fljótshlíð áðum við og borðuðum nesti okkar. Eftir veginum kemur dráttarvél með heyþyrlu og segi ég við félaga minn þarna fer bóndi um. Nei segir félagi minn þetta er leikari. Nú já, búa leikarar hér segi ég. Nei sko, segir félagi minn hann er að leika bónda. Hér búa bara höfðingjar en ekki bændur, en þeir verða láta líta svo út að hér séu bændur og þess vegna fá þeir leikar til að leika bónda.
Nú veit ég ekki nákvæmlega hvernig eignarhaldi er háttað á jörðum í Fljótshlíðinni en margt fyrirmanna eiga þar jarðir.
Ég hef stundum hugsað um þetta atvik þegar hugurinn er leiddur að þeim breytingum sem hafa átt sér stað á íslenskum landbúnaði.
Um 1986 var tekinn ákvörðun um að breyta íslenskum landbúnaði og var hann kvótasettur.
Sama þróun að hluta hefur átt sér stað og í sjávarútvegi. Framsal kvóta var leyft og sagt að búin ættu að stækka svo þau yrðu hagkvæmari. Nú eru stærstu búin mjög skuldsett og bankar og fjármálastofnanir hafa yfirtekið þau mörg hver.
Jarðir hafa farið í eyði og fólksflótti brostið á til sveita. Efnamenn hafa eignast góðar bújarðir eins og í Fljótshlíðinni.
Er það svona þjóðfélag sem við viljum sjá? Og hvernig stendur landbúnaðurinn eftir þessar breytingar? Er hann betur í stakk búinn til að sjá landsmönnum fyrir búvörum nú en áður?
Það er víða sem þarf að gera upp stefnur og markmið og hugsanlega að snúa við eins og Gunnar gerði forðum, því víst er hlíðin fögur.
![]() |
Menning hræðslu og tortryggni sækir á |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 4.4.2010 | 13:46 (breytt kl. 15:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Forsætisráðherra gerir grín að lýðræðinu þegar hann segir fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu lýðveldisins skrípaleik og ekkert sé um að kjósa og miklu betri samningur liggi á borðinu.
Sendiherra úr Dölum vestur gerir grín að lýðræðinu í Fréttablaðinu í dag þegar hann segir að hjarðmennska hafi náð hámarki þegar þjóðinni hafi verið skipað á kjörstað um ekki neitt.
Jón Gnarr er sagður alvöru grínisti þó hann vilji bjóða fram lista til borgarstjórnar í Reykjavík og geta þannig verið nær ,,öndunum".
Kosningakerfið í Reykjavík er grín þar sem 15 borgarfulltrúar í 120 þúsund manna byggð fara með mannaforráð, þegar 7 sveitarstjórnarmenn eru í hreppsnefnd 400 manna sveitarfélags á Norðurlandi.
Mesta grínið er þó sú hugmynd stjórnvalda að girða fljótandi og logandi hraun af til að atkvæðin brenni ekki upp svona rétt fyrir sveitastjórnarkosningar og valdi kosningaspjöllum.
Það er búið að vera svo mikið grín í dag út af 1. apríl að ég þori ekki að blogga meir að sinni.
Ég trúi engu lengur , alls engu.
![]() |
Besti flokkurinn fengi 14% og tvo menn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 1.4.2010 | 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 116
- Sl. sólarhring: 168
- Sl. viku: 514
- Frá upphafi: 601598
Annað
- Innlit í dag: 104
- Innlit sl. viku: 443
- Gestir í dag: 102
- IP-tölur í dag: 102
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar