Bréfin 12

Rannsóknarnefnd Alþingis afhendir forseta Alþingis skýrslu sína um bankahrunið á mánudaginn. Ýmis viðbúnaður er í samfélaginu vegna þessara skýrslu m.a. beinir biskup Íslands því til safnaða að kaupa eintak sem safnaðarmeðlimir geti gluggað í og lagst svo á bæn á eftir.

Þá ætla leikarar að lesa skýrsluna upphátt í Borgarleikhúsinu og er áætlað að að lesturinn taki nokkra sólahringa.

Formaður rannsóknarnefndarinnar sagði í fjölmiðlum að rétt væri að gefa fólki frí í vinnunni til að geta kynnt sér skýrsluna. Nefndarmaður í nefndinni taldi að skýrslan gæti kallað fram tár. Þannig að þetta verður margra klúta skýrsla.

Athygli vekur að Alþingi ætlar að taka skýrsluna til umræðu án tafar og verður ekki séð að alþingismönnum hafi gefist kostur á að lesa skýrsluna og kynna sér hana til hlítar. 

Vandséð er að menn geti rætt það sem menn hafa ekki lesið.

Á þessu getur þó verið ein skýring.

Rannsóknarnefnd Alþingis sendi 12 persónum bréf vegna andmælaréttar þeirra. Þessir aðilar eru væntanlega búnir að hafa samband við bandamenn sína á Alþingi og upplýsa þá um innihald skýrslunnar sem að þeim snýr.

Þeir alþingismenn sem geta tekið til máls um skýrsluna efnislega, ólesna, hljóta þá að hafa vitneskju sína um innihaldið eftir einhverjum öðrum leiðum.


mbl.is Undrast dagskrá Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband