Framh. ll hluti.
Sigurður fór yfir hálsin sem skilur Svartárdal og Blöndudal eftir að farið hafði verið yfir allan búnað hans á Barkastöðum. Kemur hann að Blöndu því Mikla fljóti og hittir hann á vað sem hann þekkir. Sagði hann að þar hefði áin legið í grjóti og sennilega átt við að það væri lítið í ánni þannig að steinar stæðu upp úr trúi ég. Aldrei heyrt svon tekið til orða.
Tilhlökkun var hjá Sigurði að hitta afa sinn og ættingja á Guðlaugstöðum. Fékk hann góðar veitingar. Hann vildi drífa sig yfir Stóradalsháls sem skilur að Blöndudal og Sléttárdal, en var lattur þess.
Syrti nú heldur í lofti en Sigurður kveið engu enda þekkti hann þarna leiðina mjög vel og hann varða að nota dagsbirtuna til að komast yfir. Dugði hún til að komast vestur á miðjan háls. Fór þá að vaxa snjórinn og maldaði niður mjög þétt snjókoma. Var áætlunin hjá honum að gista að Stóradal í Sléttárdal. ( Aldrei heyrt svona tekið til orða um þennan bæ). Þegar Sigurður er kominn niður í Sléttárdal þar á flatlendi mýrar og flóa rekur hann augu í þústir nokkara sem hann kannaðist ekki við og fór að hald að þetta væru einhverjir klettar og hann orðin rammvilltur og kominn aftur austur að Blöndu. Voru þetta þá snjóguir hestar mjög fenntir upp. Kannaðist hann við þá og gekk til eins þeirra og gældi við hann. Sneri hann þá frá hrossahópnum og hélt í þá átt sem Stóradalsbærin var að hans mati. Uppgötvar þá að hann nær ekki áttum. Tekur hann þá til bragðs að hoppa á bak klárnum sem hann kjassaði, engin taumur. Hesturinn dreif sig örugglega á stað heim að Stóradal. Dugði það Sigurði og sá hann braut upphlaðna og túnhliðið. Sá hann þá ljós í einum glugga. Það passaði ekki því þarna var hesthúskofi. Í Stóradal átti að blasa við suðri gluggaröð á sjö stafgólfa baðstofu. Var hann nú komin heilu og höldnu að Stóradal og guðaði á glugga. Var honum vel svarað og leiddur í baðstofu. Þar frétti hann að komið var á samgöngubann í héraði vegna spönskuveikinnar, sem þá drap menn í hrönnum í Reykjavík. Var hann mjög lattur að hald áfram. Taldi hann að engin gæti bannað honum ferðalagið, þótt hann mætti búast við að fara um sýkt svæði.
Hélt hann því ferð sinni áfram um morguninn. Þar voru vegleysur eina, tómar mýrar og ár óbrúaðar. Svínadalsá rann milli opinna skara og fór Sigurður úr fötum en gat hvergi tillt sér því allstaðar var snjór. Fór hann þarna yfir og óð ána upp í mitti, en hélt fötum þurrum.
Nokkru vestar rakst hann á menn með hrossahóp áttum þeir samleið um stund, en ekkert vildu þeir með hann hafa og héldu sig áveðra við Sigurð og sem lengst frá honum. Birtist þar samgöngubannið og sótthræðslan. Fannst Sigurði það gott að Húnveningar hlýddu valdboðinu þó það hafi heyrst að það lægi ekki beint fyrir þeirri kynslóð.
Sigurður hafði farið frá sýslumörkum á Kiðaskarið, sjónhendingu um lága ás grunna dali, en nú blasti mikill þröskuldur við, Svínadalsfjall, rismikið kletta fjall. Var því ekkert aðnnað að gera en beygja til norðus og síða taka Reykjabraut og fara hana niður í Sveinsstaðahrepp og mynni Vatnsdals. Um kvöldi rauk hann upp með hríð. Bankaði ferðalangurinn upp á bæ einum en var úthýst en sætti sig við það. Leitaði upp næsta bæ og fékk þar að vera.
Næsti dagur var með hríðarkólgu, en Sigurður hélt af stað. Hann stiklaði Skriðuvað sem var eggjótt í botninum. Gekk hann síðan vestur Vatnsdalshóla og svo strauið að Gljúfurá sem er á sýslumörkum Austur- og Vestur- Húnavatnsýslna. Beygði síðan suður Víðidal og kom að Lækjarmótum og fékk þar hressingu. Hélt hann svo áfram. veðrið var vont og Sigurður farinn að kenna lasleika og var slappur. Á næsta bæ fékk hann ekki gistingu en hélt áfram. Á næsta bæ fór á sömu leið. Engin gisting. Svo fann hann bæ eftir leiðsögn. Þar var karl einn sem ekki átti bæinn og gat ekki leyft gistingu. Karlinn rölti með Sigurði að næsta bæ þar sem hann fékk gistingu. Voru húsakynni hin óríflegusu, en gestristni ærinn og góðvilji. Um morguninn var hríðarlaust.
Hélt nú Sigurður yfir í Miðfjörð og Hrútafjarðarháls, mjög blautur og erfitt færi. Náð hann að Bálkastöðum í úrhellisrigningu og fékk hann þar gistingu og góðan viðurgerning. En blautt var í bænum því hann lak. Um morguninn var enn meira vatnsveður og hélt Sigurður kyrru fyrir og las bækur.
Framh.
Stjórnmál og samfélag | 31.3.2020 | 12:04 (breytt 1.4.2020 kl. 11:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Endursögn af ferðalagi Sigurðar frá Brún, úr Fnjóskadal til Reykjavíkur í Spönsku veikinni.
Maður hét Sigurð Jónsson og kenndi sig við Brún í Svarárdal A-Hún. Hann var af Guðlaukstaðaætt í Blöndudal. Sigurður var mikill hestamaður og vildi verða kennari og ætlaði að ganga um veturnætur úr Fnjóskadal til Reykjavíkur.
Hann fékk sér leðurskæði á Akureyri og hóf ferðina í leiðindafæri suður, en í sæmilegu veðri.
Hann gekk Kræklingahlíð og fram Þelamörk og þótti tilveran daufleg. Þegar sunnar dróg hækkaði vegur mikið. Fer hann yfir brúna við Bægisá og leggur á Öxnadalinn. Hélt hann nú áfram og velti fyrir sér nöfnum af stöðum og undraðist hve nöfn voru lítt frumleg og skildi ekkert í ófrjósemi nafngifta á bæjum sumum hverjum. Hann var velmeðvitaður um anda Jónasar hallgrímssonar á þessum slóðum.
Myrkrið datt á þykkt og þungt, engin tunglsbirta og vegurinn þungur í forinni. Sigurður skimaði eftir ljósum á bæjum. Hélt hann sig sjá draug, en það var þá bara bóndi á gráum hesti dökkklæddur og virtist hesturinn vera í tveim pörtum. Kom hann þá að Steinsstöðum og beiddist gistingar sem var auðsótt.
Vaknaði Sigurður snemma efti góðan viðurgjörning og þurr sokkaplögg. Klöngraðist hann upp hina háu Hóla. Steigst ferðin vel og var hann fljótt kominn að Engimýri. Voru þá efti 10 km leið að Gili í Öxnadal, sem þá var kominn eyði, en lá betur fyrir ferðamanninum en Bakkasel. Fékk hann sér nú kaffi áður en hann hóf glímuna við Öxnadalsheiði.
Rifjaði hann upp einhverjar gamlar sögur tengdar svæðinu sem hann vissi deili á. Er nú mál Sigurðar nú allt hið skrautlegst um allar aðstæður og ekki hægt að þræða það allt í stuttri endursögn. Komst hann að Flatatungu sem var ferjustaður yfir Héraðsvötn. Hafði hann þá sigrað Öxnadalsheiði. Var ferjan til reiðu og þáði hann góðgjörðir. Eftir að hafa skoðað allar aðstæður og búnað og hvort hann væri traustur fór hann yfir í ferjunni. Gisti hann þar hjá frænda sínu en getur ekki um nafnið á bænum. Slórað hann nú á bæjum og átti víða frændfólk. Stefndi hann nú mjög til Kiðaskarðs og leitar efti því að komast í Austur- Húnavatssýlsu um Kiðaskarð. Hvammur í Svartárdal var nú næsti gististaður, en það var nokkurt stapp að ná tali af bónda. Daginn eftir stefndi hann að Barkastöðum til föðursystur sinnar. Eftir því sem mér skilst hefur Davíð Oddsson verið þar í sveit á sinni unglings tíð.
Var nú allur búnaður Sigurðar skoðaðu og bætt úr því sem nauðsyn var á en Sigurðu vild ná að að Guðlaugstöðum fyrir myrkur en þar var yfir háls að far mikl leið og erfið, en það er eins og Sigurður hafi trítlaði þetta léttilega endalaust þrek í manninum. Þegar kunnugir meta þessa ferð og allar þar hindranir sem hann þurfti að yfir stíga á leið sinnn Þá er þetta einstakt afrek að mínu mati.
Mun ég nú gera hlé á þessari endursögn og læt Sigurð paufast yfir Hálsinn yfir í Blöndudal.
Heimild að þessari efndursögn er bók Sigurðar, Einn á ferð og oftast ríðandi. Ekki er getið um að nokkrum sé óheimilt að segja frá texta bókarinnar og tel ég mig haf rétt til að fara svona að þessu máli.
Framhald.
Stjórnmál og samfélag | 30.3.2020 | 13:25 (breytt kl. 13:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú verður að leita í smiðju frjálshyggjupostulanna hvað á að gera. Við vitum nokkurn vegin hvernig postular Krist mundu bregðast við.
Þá var sagt í hruninu, það má ekki persónugera hlutina. Þannig að þessar tvær gerðir af postulum má auðvitað ekki bera saman.
Ætli vísitölurnar fari ekki að síga. Nóg að gera við kistusmíðar og útfarir. Heilbrigðisstarfsfólk vinnur myrkrana á milli af skyldurækni og manngæsku.
Markaðurinn mundi segja ef hann væri sjálfur sér samkvæmur. Láta frysta líkinn og láta svo bjóða i útfarirna 10stykki 25 stykki. Þannig virkar markaðurinn.
Iss við verður að rífa allar girðingar niður og leyfa markaðinum að vinna sitt verk.
Var það ekki sagt hér í hruninu og meira segja Halla Tómasar sagði það þegar hún var kandidat til forseta Íslands. En nú standa allir uppi og bíða eftir félags og samfélagslegri hjálp
Í USA er víst eitthvað lítið um hjálp og hver verður að bjarga sér. Í ríkjum sem haf blandað hagkerfi bera ríkin ábyrgð að mestu á ástandi og aðsræðum Þ.a.e.s. lýðræðislega kjörin stjórnvöld. En markaðinn er ekki hægt að trekkja upp á svona tímum. Markaðurin er eins mýs sem börn fengu í jólagjöf hér í gamla daga, fjöðrin slinaði þegar trekkt var upp eða músin tapaðist undir rúm faldi sig þar eða fór í gegnum gat á gólfi eða vegg og barni fékk kerti hjá ömmu sinni.
![]() |
Mennskan kemur fram á erfiðum tímum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.3.2020 | 11:07 (breytt 29.3.2020 kl. 09:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég er algerlega sammál þessu sjónarmiði sem borið er fram í greininni, sérstaklega hvað varðar Alzheimer-sjúklinga.
Misjafnt er hvað dvalargestir á heimilum aldraðar geta haft gagn af félagslegum samskiptum og eru því oft á tíðum mikið einir í sínum heimi. Sérstakleg á þetta við um Alzheimer-sjúklinga sem eru algerlega einir á báti í sinni veröld. Þeir njóta þess að fá heimsókir á meðan heimsóknni stendur, þó hún sé gleymd og rokin út í veður og vind þegar upp er staðið.
Einhverstaðar sé ég það haft eftir séra Jónu Bolladóttur að Alzheimar-sjúklingar hafi mikið gagn af heimsóknum þó svo að margir haldi að það sé ekki raunin. Þeir fyllast öryggi þegar þeir fá heimsókn og njóta nærverunnar. Ef þeim er sagt eitthvað sem þeir vita en eru ekki vissir um þá segir viðkomandi kannske ,, Já það var gott að þú minntir mig á þetta ég þarf að skrifa þetta hjá mér. Þeir geta verið að spyrja um hvernig hinn eða þessi ættingi hafi það sem er þeim nákominn. ,, Það er gott að vita. Þá eru þeir oft ekki vissir hvar þeir eigi heima og ef þeim er sagt það þá líður þeim betur. Ég segi systur minni að hún hafi hér ábúðar- og kosningarrétt og engin geti sett hana í burtu og þá verður allt í himnalagi og hún fyllist öryggi.
Svo þurfa þessar heimsóknir ekki að vera þannig að lengi sé dvalið, bara láta sjá sig. Engin er að anda ofan í hálsmálið á dvalargestum og snertingar óþarfar.
Þannig að niðurstaða mín er að það ætti að endurskoða þessa ákvörðun og athuga hvort það væri ekki hægt að breyta þessu. Jafnvel halda fund með aðstandendum og athuga hvað viðhorf er ríkjandi og hvort þeir samsinni að gera hliðarráðsafanir.
Þá er hægt að hafa það þannig að ekki sé verið að umgangast aðra dvalargesti, hafa lítð mótttökuherbergi t.d..
Að lokum vil ég þakka þessu yndislega fólki sem var að stytta gamlafólkinu stundirnar fyrir það frumkvæði að efn til þessarar útitónleika. Maður fann allt í einu að þrátt fyrir allt í þessu þjóðfélagi þá eru til ærlegar menneskjur sem gef af sér. Ég sá það á systur minni þegar hún veifaði fólkinu að þá kunni hún að meta þetta. Hún kann að veifa eins og þjóðhöfðingi enda var hún í mannfjöldanum þegar Elísabet Englandsdrottning var krýnd hér um árið og hefur oft haft orð á því. Mig minnir að hún hafi sagt að prinsessan hafi verið ríðandi, rétt eins og íslenskar stelpur í göngu og smalamennskum.
Nú þarf Beta að far að hætta að vera drottning og leyfa Kalla sínum að taka við. Hann er nú farinn að kunna að vera kóngur, en það eru allt önnur fræði.
![]() |
Ákvörðun sem stenst ekki skoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.3.2020 | 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær kl um 22 fór rafmagnið af austurhluta Kópavogs. Ég sat fyrir framan tölvuna mína algert myrkur, engin aðdragandi, lög blindur, kóronaveiran hefur tekið yfir, suss og svei, þetta var óþægileg tilfinning. Ég vissi svo sem hvar vasaljós voru og þreyfaði mig áfram en það var algert myrkur svo ég hef aldrei verið öðru eins myrkri, þetta var engin vafi hvað var að gerast, enda lok, aldrei fengið svona tilfinningu.
Í gamla daga varð aldrei svona myrkur, það varð nokkur aðdragandi að því ef olíulampinn varð tómur. Oft var tunglskin, sem lítð er af í þéttbýli og ef ekki er tunglskin þá er alla vega vindur eða hríð. Nú var allt skyndilega dautt og ekkert útvarp, engin fyrirhyggja með það, já og hvar er forsetinn, lætur hann ekkert heyra í sér hann gæti alla vega keyrt um á pallbíl með hátalara og kallað út hvað hann vildi gera, alla vega að maður ætti að halda sér í jafnvægi. Ekkert af þessu gerðis. Þetta var ónota tilfinning og bjargarleysi sem maður upplyfði satt að segja, hvað með gamlafólkið á elliheimilunum. Hrynur það ekki bara í gólfið og mjaðmargrindarbrotnar. Hreyfiskynjaranrir koma nú að litlum notum sem starfsfólkið notar til að fylgjast með ferðum þess, óvirkir.
Skrýtið að maður sem er uppalinn við aðstæður þar sem hugmyndafræðin var sú að ekkert gæti grandað aðstæðum svo framarlega sem hey væri í hlöðum og vatnið í bæinn ekki frosið.Saltket og súrmeti í stórum tunnum og nógar kartöflur og mjólk úr kúnum. Allir á bænum kunna að mjólka. Svo hringdi ég í bróður minn í Grindavík að fá fréttir úr Kópavogi. Þá tók ekki betra við. Jarðskjálftar að angra Grindvíkinga, fólk sí og æ, ef rennslið kemst fram hjá Lágafelli fer Grindavík í kaf hvað er maður að gera á svona landi. Strandaheiði að hækka og alstaðar landris. Lóan að krókna á Hornafirði. Er nokkuð annað í myndinni en ESB og hús á Spáni. Hafa það eins og Nói fá sér skip? Er það ekki málið.
Ég var óánægður með að hafa ekki batterísútvarp þá hefði maður geta hlustað á lög ungafólksins.
Stjórnmál og samfélag | 17.3.2020 | 09:52 (breytt kl. 10:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
,,Blómabændurnir á Espiflöt fengu afhent landbúnaðarverðlaun ársins 2020 á Búnaðarþingi í dag. Athygli vakti að við afhendinguna sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á verðlaununum fengu þeir afhentan innfluttan blómvönd segir í frétt Morgunblaðsins.
Þetta er engin tilviljun. Þetta er gert með stálvilja Sjálfsæðiflokksins. Hræddur er ég um að margir bændur gleypi loft.
Hvað verður um sauðfjárbændur, þegar grænmetið og hvítakjötið er komið í bandalag. Maður spyr sig? Og Guðni ný búina að skrifa þróttmikla grein og brýna bændur, og segja þeim að vera vara um sig. Svo er bara blómakarl með fangið fullt af erlendum blómun orðin aðal karlinn upp í Bændahöllinni og konan með sínar frostrósir sett til hliðar eða bak við eldavélina eins og karlinn sagði og slátrað. Það er ekkert upp á hana að klaga, kom bara vel fyrir. Hver ber ábyrgð á þessu?
Þó svo ylrækt sé fögur búgrein og góð þar sem hún á við, verður hún varla uppistaða landbúnaðarins, varla á þorranum. Þó gæti hún vaxið ef hún fengið rafmagn á stóriðjutaxtanum.
![]() |
Blómabændur fengu innfluttan blómvönd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 3.3.2020 | 15:17 (breytt kl. 15:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stjórnvöld eru á réttu róli eftir mikla grýni á verklagi og ónógri aðgæslu varðandi það ástand sem nú hefur skapast í landi okkar. Ráðist er í hverja aðgerðina á fætur annari til umbóta.
Það var lærdómsríkt að sjá sýnikennslu í sjónvarpinu á því hvernig á að þvo hendur sínar til að það virkaði og þær væru vel sótthreinsaðar efti handþvott. Þá hverfur hugurinn að almennum þrifnaði sem er ef til vill er ónógur þó engar almennar rannsókinr séu til um það. Að vísu setti Halldór Kiljan fram einhvern texta hér í den um málefnið sem ég hef ekki við hendina.
Í landbúnaði er aðeins í fjósum og mjólkurhúsum kúabúa handlaugar til að þvo sér. Í fjárhúsum er það held ég undantekning að handlaugar séu til staðar. Bændur hjálpa ám við burð og þurfa oft að krækja fyrir löpp eða haus svo ærin geti fætt lambið. Sjaldnast þvegið sér á eftir, látið duga að þurka sér á heyi.
Mikilsvert er að gera meira en minna í sóttvörnum við þessar aðstæður sem við eru kominn í og gætu orði langar og þurfa mikið úthald.
Það að taka hótel á leigu fyrir fólk sem er ekki með fasta búsetu og ferðamenn sem þarf að einangra er skynsamleg ráðstöfun.
Þessi veiki ætti að varpa ljósi á að nauðsynlegt er að koma í veg fyrir að búfjárhald Íslendinga verði fyrir rothöggi og um margt varpar ljósi á hvernig einangrunin hefur á vissan hátt verndað okkur, þó hún geti líka virkað í hina áttina að við höfum ef til vill minna mótefni fyrir vikið. Sjálfur er viss um að ég sé mjög eitraður eftir að hafa alist upp í torfbæ og sennilega eini Íslendingur sem hefur flutt úr bragga í torfbæ, þannig að ég er baneitraður.
Undarlegt er að handþvottur sé ekki kenndur í heilsufræði grunnskóla.
Í fiskvinnslu og iðnaði spá ég að ástandi sé betra.
Handrið í fjölbýlishúsum eru eitraða peðið og hér í mínu fjölbýli voru það konur sem vöktu athygli á því að það þyrfti að sótthreinsa þau í einhverri vorhreingerningunni. Svona geta verið gildrur um allt þjóðfélgið. En svo þegar þekkingin á sóttvörnum eflist, getur þjóðin litið glöð framm á veginn.
Þegar Sigurður hestamaður frá Brún í Svartárdal gekk frá Akureyri til Reykjavíkur til að fara í Kennaraskólann, tók hann eftir því á leið sinni að víða gekk fólk úr vegi hans og vildi ekkert við hann tala og þó var hann af Guðlaugsstaðaættinni, því mikla kjaftakyni. Hann skildi ekkert í því. Hann fór svo að hugleiða að spánskaveikinn grasseraði og það var ástæðan fyrir þessu hátterni fólks.
Heimild: Einn á ferð og oftast ríðandi, ævisaga.
![]() |
Kostar á annað hundrað milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 1.3.2020 | 20:55 (breytt kl. 21:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 55
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar