Mér er nú farið að detta Joakim frændi í hug þegar Nuobo er nefndur.
Ég var staddur á þorrablóti norður í landi og þar voru fjárskaðar nefndir í leikinni revíu og lauk því máli að líklega væri best að gefa Nubo Sauðadalinn þar sem flest fórst af sauðfé. Það þarf nú töluverðan styrkleika til að verða persóna í svona revíum og annálum.
Vitanlega þarf Nubo að hafa skotsilfur hér upp á Íslandi og nauðsynlegt fyrir hann að taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabankans svo Íslendingum fari að þykja vænt um hann.
Húnvetningum vantar aðstöðu á Hveravöllum fyrir ferðamenn og ekki hefði ég á móti Kínverjanum þar. En það færi í verra ef hann þyrfti alla Auðkúluheiði.
![]() |
Huang tekur þátt í útboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 15.3.2013 | 07:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er alveg snilldar hjáleið sem Margrét velur þarna og kemur á óvart og sýnir að stjórnmál eru list í eðli sínu.
Við upphaf kjörtímabilsins þarf Alþingi að úrskurða um lögmæti kjörbréfa en fyrir kjörbréfanefnd lá fyrir kæra um að kosningarnar væru ólöglegar vegna misvægis atkvæða. Þurfti Alþingi að úrskurða. Þar kom fram enn einn lagalapsusin í ljós, þar sem kjósandanum er ekki gefin neinn möguleiki á að halda málinu áfram eftir neinni braut innan kosningalaganna.
Margrét var eini þingmaðurinn sem hafði fyrirvara á að samþykkja kjörbréfin vegna þess atriðis svo henni er málið hugleikið, en í nýju stjórnarskránni er reynt að lagfæra þetta misvægi, þó ákvæðið sé ekki nógu skýrt og frekar ruglingslegt.
Það má eiginlega segja að stjórnarmeirihlutinn sé heimaskítsmát eftir þennan leik Margrétar á taflborði stjórnmálanna.
Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessari málsþróun að ný stjórnarskrá rísi úr öskustónni sem breytingartillaga.
![]() |
Stjórnarskrárfrumvarpið lagt fram sem breytingartillaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.3.2013 | 17:30 (breytt kl. 17:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Svo merkilegt er það að Stalín kom við sögu í svokölluðu Skjónumáli sem var háð hér upp á Íslandi vegna eignarumráða á skjóttri hryssu norður í landi . Nándartiltekið Löngumýrar-Skjónu.
Björn Pálsson bóndi á Ytri-Löngumýri var í málferlum út af skjóttri hryssu sem hann taldi sig eiga og þurfti að færa sönnur á hve gömul hún væri og hvort hún væri fædd honum.
Kom fyrir dóminn vitni Áslaug Björnsdóttir og var spurð hvort hún vissi hvenær Skjóna væri fædd. Það stóð ekki á svarinu: ,, Vorið sem Stalín dó" var svarið hjá þeirri stuttu.
![]() |
Sextíu ár liðin frá dauða Stalíns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.3.2013 | 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 496
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 399
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar