Tap hjá stjórnmálaflokkunum

Úrdráttur Ríkisendurskoðunar um fjármál stjórnmálaflokkanna er stórfróðlegt skjal. Það sem vekur athygli  er að allir flokkarnir eru með tap af starfsemi sinni. Það leiðir hugann aftur að því að þeir sem gefa sig út fyrir það að stjórna landinu, geta að því er virðist, ekki haft eigin fjárhagsmál í lagi. Er nema von að allt sé á hvolfi hér á landi.

Samtals fá stjórnmálaflokkarnir 424.8 milljónir frá ríkissjóði til starfsemi sinnar, þ.e 6.7 millj. á þingmann. Þetta er allnokkurt fé. Stjórnmálasamtök sem ekki ná manni á þing eins og  Íslandshreyfingin fá ekki ríkisframlag.

Stjórnmálasamtök sem vildu gera atlögu að fjórflokknum t.d núna í farandi kosningum fá engin framlög nema þau komi manni á þing. Aðstöðumunurinn er auðsær og við fyrstu sýn virðist hann brjóta í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Fjórflokkurinn valdar sig í bak og fyrir.

Það yrði nú saga til næsta bæjar ef það þyrfti að skipa stjórnmálaflokkunum tilsjónarmann.


mbl.is Samanlagt tap stjórnmálaflokkanna 281 milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bruggað í sveitinni

Bergur Arnbjörnsson (Bíla-Bergur) bifreiðaeftirlitsmaður frá Akranesi var eitt sinn sendur af Sýslumanni Skagfirðinga um miðja síðustu öld til að gera upptæka bruggstarfsemi bónda nokkurs þar um slóðir. Bergi rann til rifja ástandið á bænum en gerði allt bruggið upptækt og kláraði sín fyrirmæli. Hann hóf söfnun fjár til styrktar bóndanum og þegar því var lokið fór hann til bónda afhenti honum féð með þeim orðum að hann skyldi nú hætta að brugga, reyna vera eins og maður og standa í lappirnar. Bóndi þessi varð við tilmælum Bergs hætti öllu bruggstandi og varð hinn farsælasti bóndi upp frá því. Þannig greindi presturinn frá þessum atburði í minningarræðu um Bíla-Berg föðurbróður minn.


mbl.is Lögreglan lokaði bruggverksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blanco kosningavíxill

Tryggvi Þór Herbertsson frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í NA-kjördæmi vill að skuldir heimila og fyrirtækja verði færðar niður um 20%.  Eftir því sem ég skil málflutning hans telur hann að það sé hvort sem er búið að afskrifa þetta í gömlu bönkunum. Mikið fé kemur til með að tapast í afskriftum vegna gjaldþrota einstaklinga og fyrirtækja á næstunni. Svona flöt lækkun kemur varla að nokkru gagni og í sumum tilfellum að ógagni fyrir sparifjáreigendur í bönkum, þar sem verið er að færa bjargálnafólki fjárhagslegar gjafir þ.e. þeir sem geta staðið undir skuldbindingum sínum. Flóra fjármála fyrirtækja og einstaklinga er svo fjölbreytileg að allar aðstæður verður að meta sértækt og því miður kostar það mikla vinnu sem ekki verður umflúin.

Mikið af eignum mun skila sér inn í bankana og er þegar verið að stofna sérstaka umsýslustofnun um þær. Mikilvægast er að koma fyrirtækjum sem ásetningsfær eru aftur í stand og rekstur og selja þau síðan til einstaklinga eða samvinnuhópa, nema sjávarútvegsfyrirtæki þau eru best geymd um sinn hjá ríkinu. Varðandi íbúðarhúsnæði einstaklinga, þarf að vinna að því að fjölskyldur geti haldið áfram að búa á sínum heimilum en greiði leigu fyrir húsnæðið þar til um hægist.

Ég skil stjórnmál þannig, að hópar fólks komi sér saman um málefni og stefnur og sameinist til að bera málefnin fram til sigurs. Þannig hefur til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn borið frjálshyggjuna lengi á herðum sér en er orðinn örþreyttur. Framsóknarmenn eru löngu búnir að týna samvinnuhugsjóninni en eru núna í einhverjum eftirleitum að henni.

Það sem er sérstakt við þessa hugmynd Tryggva að þetta virðist vera órætt innan Sjálfstæðisflokksins og ekki stefna hans allavega hafa engir forustumenn tekið undir þetta. Það sem ég les út úr málflutningi Tryggva er að hann er að reyna að henda líflínu til Framsóknarflokksins.


mbl.is Húsráð Tryggva Þórs þykja vond
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningavíxill Framsóknar

Maður nokkur gekk í það að að greiða húsnæðisskuldir sínar við Íbúðalánasjóð með sparifé sem hann hafði önglað saman í gegn um árin. Vildi frekar vera skuldlaus ef allt færi á versta veg og tók ekki áhættu um að missta spariféð. Samkvæmt Framsókn eiga þeir sem hafa skuldað íbúðalán 30 sept. en þó greitt það upp að fá 20% niðurfellingu. Sparifjármaðurinn væri þar með talinn.

Þetta er svona fyrir mér ef bóndi leitar til Bjargráðasjóðs vegna lambaláts og fengi bætur að þá yrði að greiða öllum bændum í sveitinni bætur.

Eðlilegt er að aðstoða íbúðareigendur sem eiga í erfiðleikum með lán af húsnæðið sínu að gera ráðstafanir við að frysta afborganir lengja afborgunartíma af höfuðstóli miðað við eðlilega stærð af húsnæði fyrir meðalfjölskyldu en þetta hljóta alltaf að verða sértækar reglur.

Varðandi röksemdina að hér eigi við jafnræðisreglan er því til að svara að hér er um neyðaraðstoð að ræða. Framsóknarmenn vilja sjálfsagt gera gagn en þeir verða að setja þessa tillögu sína í hefilbekk og laga hana til. Þeir mega ekki sjá drauga í hverju horni. Það er komið jafndægur á vori og daginn farið að lengja.


Kristinn H. Gunnarsson

F. í Reykjavík 19. ágúst 1952. For.: Gunnar H. Kristinsson (f. 1. nóv. 1930, d. 27. ágúst 2000) hitaveitustjóri og k. h. Auðbjörg Brynjólfsdóttir (f. 1. nóv. 1929, d. 17. jan. 2000) starfsmaður heimilishjálpar í Reykjavík, móðir Gunnars Birgissonar fyrrv. alþm. K. 1. (17. júní 1976) Aldís Rögnvaldsdóttir (f. 29. mars 1956) framkvæmdastjóri. Þau skildu. For.: Rögnvaldur Karstein Guðmundsson og k. h. Erla Sigurgeirsdóttir. K. 2. Elsa B. Friðfinnsdóttir (f. 9. okt. 1959) hjúkrunarfræðingur. For.: Friðfinnur Friðfinnsson og k. h. Rannveig Ragnarsdóttir. Börn Kristins og Aldísar: Dagný (1978), Erla (1979), Rögnvaldur Karstein (1981), Rakel (1985).

Stúdentspróf MR 1972. BS-próf í stærðfræði HÍ 1979.

Kennari við Grunnskóla Tálknafjarðar 1973, Grunnskóla Bolungarvíkur 1974-1975 og 1979-1981, Gagnfræðaskóla Sauðárkróks 1975-1976, við Fjölbrautaskólann við Ármúla og Fjölbrautaskólann í Breiðholti 1977-1979. Skrifstofustjóri hjá Jóni Fr. Einarssyni, byggingarþjónustu, í Bolungarvík 1981-1986, starfsmaður Bókhaldsþjónustunnar þar 1986-1991.
Bæjarfulltrúi í Bolungarvík 1982-1998, í bæjarráði 1986-1991, 1994-1995 og 1997-1998. Formaður stjórnar kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum 1982-1985. Formaður Verslunarmannafélags Bolungarvíkur 1982-1992. Formaður knattspyrnudeildar UMFB 1984-1988. Í framkvæmdastjórn Landssambands íslenskra verslunarmanna 1987-1991. Í flugráði 1987-1991. Í stjórnarnefnd um Skipaútgerð ríkisins 1989-1992. Í framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins 1989-1998. Í stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins 1991-1995. Í stjórnskipaðri nefnd um sameiningu sveitarfélaga frá 1991. Í stjórn Byggðastofnunar 1995-1999, formaður stjórnar 2000-2002. Í framkvæmdastjórn, landsstjórn og miðstjórn Framsóknarflokksins 1999-2007. Í tryggingaráði 2003-2004 

Alþm. Vestf. 1991-2003 (Alþb., Ufl., Framsfl.), alþm. Norðvest. síðan 2003 (Framsfl., Frjálsl., Ufl.).5. varaforseti Alþingis 2008-2009, 6. varaforseti Alþingis síðan 2009. Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1999-2003. Formaður þingflokks Frjálslynda flokksins 2007-2008, varaformaður 2008-2009. Félagsmálanefnd 1991-1995, allsherjarnefnd 1991-1995, fjárlaganefnd 1995-1999, sérnefnd um fjárreiður ríkissins 1995-1997, sjávarútvegsnefnd 1998-2004 og 2005-2007 (form. 1998-1999), menntamálanefnd 1999-2003, landbúnaðarnefnd 1999-2003 og 2006-2007, efnahags- og viðskiptanefnd 1999-2004, sérnefnd um stjórnarskrármál 1999-2002, 2003 og 2004, iðnaðarnefnd 2003-2004 og 2007 (form. 2003-2004), samgöngunefnd 2003-2004, umhverfisnefnd 2005-2007 og 2009-, félags- og tryggingamálanefnd 2007-, utanríkismálanefnd 2007-, heilbrigðisnefnd 2009-.
      

Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 1999-2003 og 2005-2006, Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2003-2004 og 2006-2007, Íslandsdeild VES-þingsins 2007-.

Ritstjóri: Vestfirðingur, málgagn Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum (1990-1998).

Tekið af vef Alþingis


mbl.is Gunnar Bragi sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldabasl

Rétt væri að stofna Samvinnu og sameignardeild við íbúðarlánasjóð. Íbúðareigandi og sjóðurinn gætu átt íbúð saman eftir ákveðnum hlutföllum ef til nauðungarsölu eða greiðslufalls kæmi þ.e.a.s. ef íbúðareigandi ætti eitthvað eigið fé í íbúðinni samkvæmt mati dómkvaddra manna, en gæti ekki staðið í skilum. Íbúðareigandi greiddi lágmarks vexti af hluta íbúðarlánasjóðs, sem leigugjald fyrir þann hlutann. Samskonar form væri sett upp við ríkisbankana. 

Skynsamlegt væri að Íbúðalánasjóður stofnaði aðra deild, Íbúðarleigudeild. Undir hana heyrði allt íbúðarhúsnæði sem Íbúðarlánasjóður á og kemur til með að eignast með margvíslegum hætti á næstunni. Fyrrverandi fjölskyldur sem áttu íbúðirnar, hefðu forleigurétt. Með þessu væri uppeldis og starfsvettvangur barna tryggður.

Þessi sjóður fengi nafnið Þjóðhagssjóður sem væri jákvæðara nafn en Kreppulánasjóður. Við verðum að fara að venja okkur við orðið þjóðnýting og ýta í burt þessari hugsun að fólk þurfi að yfirgefa heimili sín þó röskun verði á atvinnulífi og fjármálamörkuðum.

Við erum Íslendingar og eigum heima hér og húsin fara ekkert í burtu.


mbl.is Þúsundir heimila skulda meira en þau eiga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldtungur upp úr þakinu

Ég var í Strætó á heimleið kl:16:00 frá Ártúni og þá sá ég eldtungur loga upp úr þakinu. Síðan breiddist eldurinn undan stífri NV átt og efstihluti hússins varð alelda á nokkrum mínútum. Þegar ég kom á vettvang heyrðust miklar sprengingar í húsinu. Vegfarandi sagði að það hefði verið að setja tjörupappa á húsið. Ekki veit ég það. Ég vona bara að það hafi allir komist út úr húsinu þetta gerðist á örskömmum tíma.


mbl.is Slökkvilið að ná tökum á eldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sturlungaöld?

Sturla Hólm Jónsson vörubílstjóri sækist eftir 1-2 sæti á lista Frjálslyndaflokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu í hönd farandi Alþingiskosninga. Sturla hefur farið fyrir mótmælum vörubílstjóra og hafa þeir ekið um götur og þeytt flautur bifreiða sinna ákaflega. Einnig voru þeir með sýnikennslu í útför virðingarmanna fyrir framan Alþingishúsið.

Ég las bókina Ofsa eftir Einar Kárason um jólin. Hún segir frá átökum á Sturlungaöld. Þar er meðal annars sagt frá Flugumýrarbrennu í Skagafirði. Við hjónin sátum sextugsafmælisveislu vinkonu okkar að Löngumýri í Skagafirði nú um helgina.  Við gistum þar um nóttina. Ég spurði konu mína að því hvort það væri ekki hætta á að við yrðum brennd inni um nóttina. Hún taldi ekki svo vera, við værum ekki nógu merkileg til þess.  Þá sagði ég; já en það er hríð og alveg gráupplagt að gera brennu. Þessar bæjar brennur hættu og við komust undir Noregskonung með Gamlasáttmála.

Nú brenna efnahagsmálin á þjóðinni og við erum búin að fá norskan seðlabankastjóra. Frambjóðendur í prófkjörum eru að stíga í vænginn við kjósendur, þar á meðal Sturla. Sumir eru að hnýta í Sturlu vegna þess að hann skrifar ekki nægilega skýra rithönd og stafsetningu. Því er til að svara að Kúbverska þjóðin var hvorki læs né skrifandi þegar hún gerði byltinguna á Kúbu undir stjórn Fidel Castrós. Það  er meðal annars ástæðan fyrir því að Castró hélt þessar löngu ræður. Sumir hafa haldi að hann hafi haft svo gaman af því að tala. En markmiðið hjá honum var að upplýsa fólkið um stöðuna og þetta var ein af leiðunum til þess.

Ég vona bara að það meiðist enginn í þessum prófkjörum sem standa yfir. Og fólk komi óbrennt úr þeim.


mbl.is Sturla vill 1.-2. sæti hjá Frjálslyndum í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Anna Kristín í þriðja sætið

Lokið er prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Guðbjartur Hannesson er í 1. sætinu. Hann er mjög traustur maður og gat stjórnað Alþing af röggsemi þó gefið væri  í skin að til þess þyrftu menn að hafa setið lengi á þingi.  Tvær merkar konur eru svo í næstu sætunum og svo Guðsmaðurinn Karl Matthíasson í 4. sæti.  Anna Kristín Gunnarsdóttir er svo í 5. sæti.

Þessi listi er frekar gloppóttur, að vera með 2 af þremur kandídötum frá Ísafirði og er það ekki sigurstranglegt varðandi fólk sem byggir svæði norðan Holtavörðuheiðar. Ég hefði haldið að nóg væri að vera með einn kandídat frá Vestfjörðum. Þess vegna er það nauðsynlegt að færa Önnu Kristínu upp í 3. sætið.  Hún hefur sýnt af sér dugnað og hógværð og er vel kynnt á Austursvæðinu. Hún væri í raun vel að 2. sætinnu komin vegna þrautseigju við málstaðinn. Atkvæði á þessu svæði eru öll í uppnámi og má því búast við að Kristinn H. Gunnarsson tíni þau öll upp ef hann kemst eitthvað áfram í hringferð sinni um íslenskt flokkakerfi.


mbl.is Guðbjartur efstur - Ólína í 2. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðalhagfræðingur?

Æ, ég vona bara að það sæki einhver fjárglöggur bóndi um starfið. Bóndi sem væri alltaf með ásetningin í lagi og hefði aldrei orðið heylaus. Sem vissi að það væri aldrei hægt að eyða meiru en aflað væri. Væri snjall að draga fé í réttum og vissi hvert féð ætta að renna og þekkti fjárstreymi. Þekkti lögmál vaxtarins og hefði geymt fé sitt í peningshúsum. Væri félagsvanur og hefði gott lag á fólki.

Ég verð að viðurkenna að ég er með töluverða fordóma gagnvart hagfræðingum þessa dagana, sérstaklega ef þeir eru kallaðir eða hafa verið kallaðir aðalhagfræðingar. Lági mér hver sem vill. Það er kvíði í mér yfir þessu máli því ég hef grun um hvað gerist. Mig hefur dreymt ýmislegt.


mbl.is Embætti seðlabankastjóra auglýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband