Tap hjá stjórnmálaflokkunum

Úrdráttur Ríkisendurskoðunar um fjármál stjórnmálaflokkanna er stórfróðlegt skjal. Það sem vekur athygli  er að allir flokkarnir eru með tap af starfsemi sinni. Það leiðir hugann aftur að því að þeir sem gefa sig út fyrir það að stjórna landinu, geta að því er virðist, ekki haft eigin fjárhagsmál í lagi. Er nema von að allt sé á hvolfi hér á landi.

Samtals fá stjórnmálaflokkarnir 424.8 milljónir frá ríkissjóði til starfsemi sinnar, þ.e 6.7 millj. á þingmann. Þetta er allnokkurt fé. Stjórnmálasamtök sem ekki ná manni á þing eins og  Íslandshreyfingin fá ekki ríkisframlag.

Stjórnmálasamtök sem vildu gera atlögu að fjórflokknum t.d núna í farandi kosningum fá engin framlög nema þau komi manni á þing. Aðstöðumunurinn er auðsær og við fyrstu sýn virðist hann brjóta í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Fjórflokkurinn valdar sig í bak og fyrir.

Það yrði nú saga til næsta bæjar ef það þyrfti að skipa stjórnmálaflokkunum tilsjónarmann.


mbl.is Samanlagt tap stjórnmálaflokkanna 281 milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Skúli Helgason fv. framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar segir á Vísir.is að Samfylkingin standi mjög vel. Er þetta rétt? Samfylkingin er með öfugan höfuðstól þ.e. skuldar meir en hún á. Hún skuldar umfram eignir 27.1 milljón. Íslandshreyfingin sem felld var inn í Samfylkinguna fyrir nokkru skuldar umfram eignir 29.1 milljón þá er spurningin hver tekur við þeirri skuld?

Vinstri grænir eru með skuld umfram eignir 26.9 milljónir sem er ansi mikið af ekki nema 10 ára flokki sem byrjaði með hreint borð í upphafi stofnunar. En Samfylkingin yfirtók fjárhag Alþýðubandalagsins að því ég best við samruna. 

Framsóknar flokkurinn er með skuld umfram eignir 4.4 milljónir sem er ekki mikið. Frjálslyndir  skulda 27.4 milljónir umfram eignir.

Sjálfstæðisflokkurinn sker sig úr og á 386.4 milljónir skuldlaust. Venjulega er það þannig að þegar höfuðstóll er öfugur þá eru erfiðir tímar en viðkomandi geta reddað sér með því að standa í skilum sem á væntanlega um alla þá flokka sem skulda meir en þeir eiga í þessum tilfellum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 21.3.2009 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband