Talsmaður þingsins

Formaður Framsóknarflokksins furðar sig á því að að fjármálaráðherra skuli tjá sig í fjölmiðlum um fyrstu viðbrögð Tjallans og Niðurlendinga.

Fyrir mörgum árum kom það í fréttum að þingmaður einn í Bresku lávarðardeildinni hafði hvatt sér hljóðs og sætti það tíðindum, því hann hafði setið mjög lengi í deildinni og aldrei tekið til máls.

Það er alltaf vandmeðfarið hvenær á að tala og hvenær á ekki að tala.

Mér finnst persónulega, fyrst málið er komið úr höndum framkvæmdavaldsins að formi til og til afgreiðslu hjá þjóðinni (þjóðaratkvæðagreiðsla ) að þá ætti fjármálaráðherra að draga sig örlítið til hliðar frá málinu; hann gæti alltaf afsaka sig og sagt að hann sé í afstemmingum og að borga reikninga o.þ h. og sé að velta fyrir sér debet og kredit og framlengingu lána og að rukka.

Það væri svo talsmaður þingsins, sem kæmi fram, ef eitthvað þarf að tala við fjölmiðla og segja sem allra minnst á meðan á viðræðum stendur.

Það á aldrei að láta andstæðinginn vita um okkar bollaleggingar eða þankagang. Það hefði nú ekki þótt pargott ef Tjallinn hefði frétt úr ráðuneytinu í þorskstríðinu, að varðskipin væru komnar með klippurnar á fullaferð að klippa botnvörpurnar aftan úr bresku togurunum.

Þetta er nefnilega spurning hvernig við klippum á þennan skuldahala útrásarvíkinganna og lámörkum skaðann sem þeir hafa valdið.

Þessi talsmaður gæti t.d verið forseti þingsins eða formaður fjárlaganefndar Alþingis

Þetta er nú vegna þessarar nýju tilhögunar að málið er nú hjá þjóðinni og hún þarf að fá að hugsa í friði áður en hún greiðir atkvæði.


mbl.is Furðar sig á ummælum fjármálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyrarrós

Eyrarrós ( Chamaenerion latifolium ) er af Eyrarrósarætt.

Upp af jarðstöngli vaxa margir, smádúnhærðir og blaðmargir stönglar. Blöðin eru þykk, blágræn, gistennt og oft dúnhærð. Bikarblöðin eru dökkrauðblá og hin stóru krónublöð ljósrauð. Hýðið er gilt og myglugrátt.

Vex á áreyrum, í árgljúfrum og lausum skriðum. Allvíða um land nema sjaldgæf á NV.( hún er algeng á áreyrum við Blöndu, innsk. Þorsteinn)Blómgast í júlí. 15-40 cm á hæð.

Fræullina má nota til að stoppa með föt, spinna úr henni eða hafa í kveik. Marin blöð voru lögð yfir opin sár, því að hún var samandragandi. Seyðið af henni læknar höfuðverk stillir blóðnasir og blóðgang og þurrkaðar rætur hennar lækna blóðuppgang, að því er sagt er í gömlum ritum.

Heimild: Ágúst H. Bjarnason. Íslensk flóra, bls. 164


mbl.is Bræðslan fékk Eyrarrósina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engan afslátt af þjóðlendulögum

Þjóðlendulögin hafa verið gagnrýnd af nokkrum landeigendum sem krefjast breytinga á þeim. Ekkert tilefni er til þess nú mitt í úrskurðarferli um mörk eignarlanda og þjóðlendna. Það væri eins og markaskránni væri breytt í miðjum réttum þegar ætti að fara að töfludraga.

Í íslenskum rétti eru almenn ákvæði um endurupptöku máls og verða hér eins og í öðrum tilvikum að duga.

Setja þarf reglugerð um notkun og nýtingu þjóðlendna. Fram þarf að fara úttekt á hverri þjóðlendu og skrá gögn hennar og gæði, s.s. gróðurfar til að meta hvernig viðskilnaðurinn er við gróðurfar þegar þjóðlenda verður til. Það yrði svona Landnáma önnur útgáfa. Mikilvægt er einnig að kortleggja þær með GPS punktum og gefa hverri þjóðlendu nafn, svo almenningur átti sig á staðháttum og hafi tilfinningu fyrir landsvæðinu.

Vilji forsætisráðuneytið friða þjóðlendu fyrir beit búfjár, þá verður það að semja við viðkomandi bændur um að afsala sér beitarréttinum, tímabundið eða alfarið, væntanlega gegn bótum. Takist það ekki er hægt að taka réttindin eignarnámi. Við fyrstu sýn er þó skynsamlegt að krefjast ítölu í þjóðlendu ef gróður þar er á undanhaldi við yfirtöku. Ítala gæti jafnvel skilað niðurstöðu um að engin beit væri heimil í þjóðlendu og þar af leiðandi þyrfti engar bætur að greiða.

Ég tel óskynsamlegt að ljá máls á því að veita afslátt af þjóðlendulögum. Aftur á móti er það mín skoðun að bændur ættu ekki að þurfi að bera halla af málarekstri. Þá vil ég vekja athygli á að þinglýsing ein og sér ákvarðar ekki um eignarrétt. Heldur skjölin sem að baki henni standa. Það er ekki nóg að einhver próventukarl á prjónabrók á dánarbeði, hafi vitnað um að merki landareignarinnar hafi legið hér en ekki þar, þegar biskup vísiteraði og skrifaði landmerkjalýsingu.


mbl.is Þjóðlendulögum verði breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breiðablik 60 ára

Breiðablik 60 áraBreiðablik er 60 ára . Það var stofnað 12 febrúar 1950 og starfar enn sem ungmennafélag.

,,Á fyrra helmingi tíunda áratugar tuttugustu aldar var unnin stefnumótun fyrir Breiðablik og segja má að markmið félagsins hafi staðist tímans tönn.

                                                                                                                                                     Einar, fyrrv.form. körfukn.deildar, Þórólfur H. og Þorsteinn

 ,,Tilgangur Breiðabliks er að veita Kópavogsbúum á öllum aldri þjónustu og aðstöðu til íþróttaiðkunar og tómstundastarfs. Sérstök áhersla er lögð á íþrótta- og uppeldisstarf með börnum og unglingum til að stuðla að heilbrigðu líferni og félagsþroska.

Það er framtíðarsýn stjórnenda Breiðabliks að félagið standi traustum fótum hvað snertir fjölda félagsmanna, árangur í keppnisíþróttum, aðstöðu til æfinga og keppni, fjárhagslega stöðu og annað það sem leggur grunn að umfangsmiklu og gifturíku starfi". Heimild: Heimasíða Breiðabliks ( Stytt ).

Færsluhöfundur átti kost á því í byrjun þessarar aldar að vera fylgismaður og aðdáandi á áhorfendapöllum Körfuboltaliðs Breiðabliks.Breiðablik-afmæli Mikil uppsveifla var hjá körfuboltaliðinu þegar það spilaði í úrvalsdeildinni. Sigurinn yfir Njarðvík, árið 2000, í Smáranum er ógleymanlegur.

Hjartanlegar hamingjuóskir Blikar, megi félagið dafna og starfið blómstra ungmennum í Kópavogi á öllum aldri til  heilla. Og ,,kooooooma svo"!!!

 

 

 Þórólfur H. í flugsókn.


Fulltrúalýðræði sveitarfélaga

Það er tómt mál og gagnslítið að tala um sameiningu sveitarfélaga, þegar fulltrúalýðræðið innan sveitarfélaga er í miklum ólestri.

Veikburða og handónýt regla er í gildi varandi fulltrúakjör á sveitarstjórnarstiginu. Í sveitarstjórnarlögum nr. 45 1998 er kveðið á um fjölda sveitarstjórnarmanna miðað við íbúatölu:

12. gr. Fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn.
Í sveitarstjórn skal fjöldi sveitarstjórnarmanna standa á oddatölu og vera innan þeirra marka sem hér greinir:
   a. þar sem íbúar eru innan við 200 3–5 aðalmenn,
   b. þar sem íbúar eru 200–999 5–7 aðalmenn,
   c. þar sem íbúar eru 1.000–9.999 7–11 aðalmenn,
   d. þar sem íbúar eru 10.000–49.999 11–15 aðalmenn,
   e. þar sem íbúar eru 50.000 eða fleiri 15–27 aðalmenn.

Svo dæmið sé tekið: Hafnarfjörður hefur 11 sveitarstjórnarmenn en þar eru íbúar  nú 26. þús. Húnavatnshreppur er með 7 sveitarstjórnarmenn, þar eru íbúar 425

Í Reykjavík er 120 þúsund mann byggð þar eru 15 sveitarstjórnarfulltrúar.

Meginreglan í fulltrúalýðræði er að í félagi þarf einhvern lágmarksfjölda félagsmanna til að koma að manni t.d á aðalfund eða ársþing o.s.frv. Eftir því sem ofar kemur í valdapýramídann þarf meira fylgi. Þannig er þetta í okkar félagskerfi ( launþegafélög, stjórnmálafélög, samvinnufélög og búnaðarfélög ), svo dæmi sé tekið.

Meira fylgi þarf og á að vera til að koma alþingismanni á Alþingi, en sveitarstjórnarmanni í sveitarstjórn/borgarstjórn.Ég held að flestir hljóti að vera þessu sammála að þannig virkar fulltrúalýðræðið.

Sveitarfélagið Reykjavík er með u.þ.b. samtals  87514 kjósendur og hlutu Reykvíkingar 22 alþingismenn við síðustu Alþingiskosningar. Á bak við hvern þingmann voru þá 3978 kjósendur.

Miðað við sama kjósendafjöldi nú við borgarstjórnarkosningarnar og 15 borgarfulltrúa, þá verða 5834 kjósendur á bak við hvern borgarfulltrúa í Reykjavík. 

Hér er fulltrúalýðræðinu snúið á hvolf og fulltrúalýðræðisreglan virt að vettugi.


mbl.is Efling sveitarstjórnarstigsins rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keðjubréf

Ég held að þetta séu nokkurskonar keðjubréf. Svona að hver upplýsi um annan og sendi á þann næsta.

Bankastjóri einn startaði keppninni í gær og sagði að hann hefði verið beittur þrýstingi af öðrum bankastjóra í allt öðrum banka.

Og fréttamaðurinn gleymdi að spyrja hvað þrýstingur þetta hefði verið og hvernig menn í öðrum bönkum geti beitt bankastjóra þrýstingi þannig að þeir þori ekki annað en að lána 3 milljarða bara sisvona.

Svo fara þeir að spyrja, ,, Af hverju var honum ekki sent bréf".

Þetta kemur allt saman til með að rekja sig upp eins og gamlar föðurlandsnærbuxur.


mbl.is 12 hafa fengið bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðbætur við markaskrá

Markaskráin íslenska fjallar um eyrnamörk-fjármörk. Fjármörk helga eiganda fé. Fé er dregið úr almenningum í dilka. Það er löglegt ef rétt er dregið.

Grágás, lagasafn íslenska þjóðveldisins getur um fjármörk og eru þau þar kallaðar einkunnir.

Áður fyrr var markaskrá gefin út á einhverra ára fresti, en ef við bættust upplýsingar á tímabilinu um ný fjármörk, var gefin út svokallaðar viðbætur við markaskrá.

Nú eru uppi þeir tímar, að áhöld eru uppi um að fé hafi verið löglega dregið úr almenningum í prívat dilka. Hefur Alþingi kvatt upp nefnd valinkunns sómafólks til að upplýsa um atburði varðandi fénaðar ferð,  hugsanlegar fjárgötur og lausagöngu fjár og umsýslu og fjárdrátt.

Skýrsla þessi kvað vera fullabúin og ber brýna nauðsyn til að hún sé birt, svo almenningur geti farið að lesa hana á kvöldvökum og við húslestra.

Nú held ég að best sé að fara með rannsóknarskýrslu Alþingisnefndarinnar eins og með markaskrána að birta hana strax og fresta ekki lengur framlagningu hennar.

Andmælabréfin og svör við þeim er svo hægt að gefa út síðar sem viðbót við rannsóknarskýrsluna og hafa hana í vönduðu bandi þannig að almenningur geti lesið viðbæturnar og haft þær við höndina og gæti það verið jafnvel gleggra að hafa þann háttinn á. Vitaskuld verður þetta svo allt saman birt á tölvutæku formi.


mbl.is Senda út athugasemdabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimahjúkrun

Ef framkvæmd utankjörfundarkosninganna er með þeim hætti sem greint er frá að frambjóðendur og stuðningsmenn þeirra hafi farið heim með kjörseðlana er það ekki samkvæmt almennri venju við kosningar. Nema einhverjir hafi verið veikir.

Ég þekki eitt svona dæmi, en þá var stórhríð í Skagafirði og framsóknarmenn voru með prófkjör.

Þá voru búfjáreftirlitsmenn sendir á stað með kjörkassana um leið og þeir skoðuðu þrif búpenings.

Fyrirmyndin af þessu er ef til vill sótt þangað.


mbl.is Úrslit í forvali VG óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsishetja gegn auðvaldi

Sjúkrahús á Kúbu

 Fidel Castro tilkynnti í dag að yfir 1.000 Suður-Amerískir læknar, sem margir hverjir hefðu fengið menntun sína í Kúbu, myndu opna tugi tímabundinna spítala á Haítí.

 Kúbumenn hafa lagt áherslu á gott heilbrigðiskerfi, menntun og sjúkrahús. 

Myndin hér til hliðar er af nýju sjúkrahúsi í Havana. Myndina tók ég þegar ég var á ferðalagi á Kúbu fyrir nokkrum árum.

Ýmsir ,, auðvaldstittir og kapítalistaskrípi " hafa oft gert sér leik að gera grín að Castró. Hafa sagt að hann hafi drepið marga í byltingunni og óvini sína. Vissulega gengur hann um vopnaður skammbyssu og í alvöru byltingu getur einhver dáið.

Magnús Kjartansson fv. ráðherra og ritstjóri Þjóðviljans segir í bók sinni Byltingin á Kúbu, að eftir að byltingarmenn hafi náð yfirráðum á eyjunni hafi Castró lagt áherslu á það við sína menn að þeir hefndu sín ekki á andstæðingunum en lögð væri áhersla á að þeir væru dregnir fyrir dóm.

Castró er frægur fyrir langar ræður og sumir hafa haldið að að hann hefði bara svo gaman að því að tala. Ástæðan fyrir þessum löngu ræðum fyrir og eftir byltinguna var að þjóðin var ekki læs og þess vegna þurfti að upplýsa hana jafnóðum hvað væri á döfinni og til þess voru ræðurnar.

Nú er þjóðin vel menntuð og hefð er fyrir því að læknar, verkfræðingar og aðrir langskólamenn fari til annarra landa og skapað eyjarskeggjum gjaldeyrir.

Kúba hefur mjög liðið fyrir viðskiptabann sem Bandaríkin og fylgiríki settu á eyjuna þegar Kúbudeilan varð vegna skotpalla Rússa á eyjunni.

Nú erum við Íslendingar um stundir, svolítið í sömu sporum og Kúbverjar, einir og eigum fá vini. Við eigu mikið af því sem Kúbverjar eiga lítið af og það eru skuldir.

Myndin er í boði Fidel Castró og er engin eignaréttarfyrirvari gerður á henni og má hver eiga sem vill.


mbl.is Castro heitir læknisaðstoð til Haítí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný alþjóðleg hugmyndafræði

Bretar og Hollendingar krefjast pólitískra sátta áður en nýjar viðræður við Íslendinga hefjast. Þetta kemur fram í texta fréttarinnar en ekki kemur fram hvort er átt við innanlands eða milli landa.

Það kemur svo í ljós í orðræðu skrafarans ( þular fréttarinnar ) að þeir heimta að sátt sé um málið innanlands, þ.e. á Íslandi. Það er merkilegt að gagnaðili geti heimtað slíkt.

Þetta er að mínu mati vísbending um að Bretar og Hollendingar séu lúnir og þreytti á þessu máli og geri sér grein fyrir að málstaður þeirra sé ef til vill ekki öruggur.

Við bankahrunið má segja að þjóðarskútan hafi strandað. Þegar slíkt gerist reyna menn að bjarga því sem hægt er að bjarga og menn sjá ekki alltaf bestu leiðirnar í land eða til björgunar. Menn kasta ef til vill björgunarhringnum í vitlausa átt og ef til vill kemst björgunarbáturinn ekki strax á flot.

Nú þegar veður hefur lægt og sjór kyrrst er lag fyrir Íslendinga að klára þetta mál í sameiningu.

Viturlegt er  að reyna þá leið að draga eignir út úr þrotabúinu svo sem hótel og verslanakeðjur og það góss sem má á matsverði og afhenda það Bretum og Hollendingum sem greiðslur upp ógreiddar skuldir sem almenningur í viðeigandi löndum á óumdeilt vegna sparireikninga sinna.

Slíkt mundi lækka höfuðstól deiluefnisins strax og spara vexti.

En innanlands bíða Íslendingar eftir sinni þjóðaratkvæðagreiðslu og hafa kröfur Breta og Hollendinga að engu nema sæmilega verði gengið frá þessu máli og að sem mestu að skaðlausu fyrir landsmenn.


mbl.is Kröfðust pólitískra sátta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband