Keðjubréf

Ég held að þetta séu nokkurskonar keðjubréf. Svona að hver upplýsi um annan og sendi á þann næsta.

Bankastjóri einn startaði keppninni í gær og sagði að hann hefði verið beittur þrýstingi af öðrum bankastjóra í allt öðrum banka.

Og fréttamaðurinn gleymdi að spyrja hvað þrýstingur þetta hefði verið og hvernig menn í öðrum bönkum geti beitt bankastjóra þrýstingi þannig að þeir þori ekki annað en að lána 3 milljarða bara sisvona.

Svo fara þeir að spyrja, ,, Af hverju var honum ekki sent bréf".

Þetta kemur allt saman til með að rekja sig upp eins og gamlar föðurlandsnærbuxur.


mbl.is 12 hafa fengið bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og nú styttist í að fyrrum forystumenn Framsókn og Íhaldsins fari að benda á hvern annan og upplýsi okkur hvernig málum hefur verið háttað sl. 45-50 ár eða svo. Nú riðar spillingar spilaborgin til fals og hefst nú gósen tíð sagnaritara. Viðum að okkur tjöru og fiðri því nú er verk að vinna.

Birgir Hauksson (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 22:25

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég mæli með dómstólaleið réttarríkisins.

Það eina sem getur bjargað okkur núna eru lögin. 

Að farið sé að lögum í hvívetna og ekkert undandregið.

Ef hún dugar ekki hér til að koma skikki á hlutina, þá þarf ég smá umhugsunartíma um hvað er hægt að gera í stöðunni.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 12.2.2010 kl. 09:02

3 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Þorsteinn; hvað þarftur langan umhugsunartíma ? lögin eru eins og net með 2m möskvastærð . . .

Axel Pétur Axelsson, 12.2.2010 kl. 10:12

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Axel, ég held að íslensk löggjöf nái yfir öll þessi mál.

Erfiðast er það að dómstólar geta verið mjög lengi að greiða úr þessu.

Fyrningarfrestur er misjafn eftir málum. En venja er að mál er hafið með stefnu eða kæru og þá er fyrningarfrestur rofinn.

Talaðu við mig eftir 3-4 ár.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 12.2.2010 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband