Mengun frá álveri?

Úr dómi héraðsdóms Reykjavíkur fimmtudaginn 12. nóv.2009 mál nr. E-5373/2008:

,,Þá kveða stefnendur að elstu heimildir um jörðina Óttarsstaði séu frá 1379.  Hafi hún, að minnsta kosti að hluta, komist í eigu Viðeyjarklausturs 9. september 1457.  Um miðja 16. öld hafi jörðin komist í konungseign.  Óttarsstaðir hafi verið seldir úr konungs­eign 28. ágúst 1839 og verið í einkaeign síðan.  Kveða stefnendur að jörðin Óttars­staðir II hafi verið óslitið í eigu sömu fjölskyldunnar í tæpa öld og hafi eigendaskipti orðið fyrir arf og skipti.  Óttarsstaðir I hafi hins vegar komist í eigu núverandi eigenda árin 1974 og 1999".

Í dómnum er rakinn viðburðarsaga og atvikalýsing frá því álverið í Straumsvík var reist og röksemdir stefndu og stefnendu, með og móti.

Mál þetta er forvitnilegt út frá almennum sjónarmiðum um hvað má menga og hvað má ekki menga. Hver á að bera ábyrgð á menguninni og bæta hana fari hún yfir ákveðin mörk svo eigandi jarðnæðis fær ekki notið eignaréttarins?

Hvað með hinn almenna borgara sem dregur hina ósýnilegu mengun niður í lungun?

Svo eru þau sjónarmið að álverið hafi staðið sig varðandi að menga sem minnst og því hafi verið spáð að allt lyng mundi drepast í kring um álverið sem ekki hafi orðið raunin.

Um þetta og fleira snýst náttúru-og umhverfisvernd og verndun andrúmsloftsins sem er sífellt viðfangsefni stjórnmála.

Mest er ég hissa á að það skuli ekki vera fyrir löngu búið að aka mold og jarðefnum í hraunið kring um álverið og planta þar skógi.


mbl.is Engar bætur vegna mengunar frá álveri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seglbátur

Sturla Þórðarson tannlæknir á Blönduósi lét smiða fellikjöl í árabát sinn, sem smíðaður var hjá Guðmundi Lárussyni á Skagaströnd.

Síðan kom hann fyrir fellanlegu álmastri í bátnum og sigldi fyrir vindi um allan Húnaflóa eins og Þórður kakali gerði forðum daga í Flóabardaga.

Ég var svolítið veikur fyrir því að gera þetta við samskonar bát sem ég á en tímdi því ekki vegna þess að þetta tók nokkurt pláss, því það þurfti eins og þetta var hannað að hafa plastkassa í kring.

Kosturinn við fellikjöl er að hann er hægt að draga upp þegar komið er á grunnsævi eða í höfn sem er með takmörkuðu dýpi.

Mér sýnist borðleggjandi að þróa þessa hugmynd, sem fram kemur í fréttinni, þannig að hægt sé að setja fellikjölinn neðar, hafa álmastur og notað vindinn sem orku meðfram vélarafli.

Þá erum við komnir býsna langt í sjálfbærni við fiskveiðar.

Hún er orðin dýr olían og á eftir að hækka.


mbl.is Fellikjölur heillar Norðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samyrkjubú?

Tekið af vef Bændasamtaka Íslands:

,, Hver ber ábyrgð?
Í umræðum eftir framsöguerindi var farið yfir víðan völl. Þorkell Fjelsted í Ferjukoti spurði hvers vegna mönnum hefði verið hleypt út í viðlíka ævintýri eins og sæjust í fjárfestingum bænda síðustu árin. Hann sagði að víða hefði uppbyggingin verið glannaleg, hús byggð á jörðum og bústofn aukinn í engu hlutfalli við jarðastærð eða slægjur".

Þetta er einmitt spurningin. Þegar búvörulöginn voru sett var það til að takmarka framleiðsluna vegna þess að afkastageta framleiðslutækja í landbúnaði var of mikil. Margt bændafólk fékk slæma útreið og lenti illa í þessum málum. Nokkrir bændur stofnuðu félagsskapinn Röst til að andæfa vitleysunni og taka til varnar.

Síðan hófst söngur burgeisanna um að það þyrfti að stækka búin og sem að nokkru leiti er upprunnin úr kennslustofum á Hvanneyri. Hugmyndafræðingarnir smeygðu sér inn í alla stjórnmálaflokka og sungu sönginn um að stækkun búanna væri nauðsynleg til að mæta erlendri samkeppni.

Ég hef það fyrir satt að hófsamir og gætnir bændur séu ekki par hrifnir af því að það eigi að fara afskrifa gríðarlegar skuldir þessara glanna og færa þeim framleiðslutækin á silfurfati.

Það er villa í þeirri hugmyndafræði sem kemur fram hjá Gunnari Guðmundsyni hjá BÍ á vef BÍ:

,, Lykilþættir í lausn vandans væru að meta rekstrarafkomu búanna, komast niður á skynsamlegt verðmat á jörðum og tryggja afkomu bænda í framtíðinni".

Þessi rekstrarafkoma átti að liggja fyrir í upphafi.

Áhugavert væri að skoða þá leið að að gera þessi bú að samyrkjubúum eða samvinnubúum og fá nýtt ungt fólk til að stjórna og starfa við þau. Það er fullt af fólki verkefnalaust núna á mölinni og gæti hugsað sér að fara í sveitina til að tryggja matvælaöryggi þjóðarinnar. Auk þess sem þessi framleiðslutæki eiga að lenda hjá ríkisvaldinu þ.e.a.s. þessu nýja félagi um ríkiseigur, án afskrifta.

Síðan væri hægt að fá gamla Rastarfélaga eða afkomendur þeirra til að líta eftir starfseminni.


mbl.is Uggur í bændum vegna skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt lauf

Því er ekki mótmælt í yfirlýsingunni að jarðirnar hafi verið keyptar á 400 milljónir og að skuldirnar séu 1 milljarður. Ekki er upplýst um fasteignaverð jarðanna á kaupdegi til samanburðar við kaupverð. Síðan er ráðist á bloggara sem eru á málfundi á Eyjunni.

Talað er um að umfjöllun Mbl. styðst ekki við rök. Þetta mál styðst ekki nema að hluta til við rök, það er að segja stjórnmálalegi þáttur málsins og hugsanleg afleiðing þess á hækkun jarðarverðs í landinu.

Aðal þáttur málsins er rekstrarlegur sem styðst við tölur og staðreyndir og væri rétt að fá fram efnahagsreikning og yfir lýsingu frá bankanum um hvernig þetta mál er vaxið.

Þetta er spurning um meðferð á almannafé - sparifé viðskiptavina fjármálastofnana.

Yfirlýsingin er rýr að mínu mati.

Ég segi eitt lauf.


mbl.is Hvítsstaðamenn mótmæla frétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kommarnir komnir í tísku

Hver var ekki að uppnefna ,, afturhaldskommatittir", ha ég bara spyr?

Nú eru kommarnir komnir í tísku hér á landi og einu mennirnir sem hafa vit og burði, að því er virðist til að stjórna landinu.

Og engin veit hvenær Sjálfstæðis og Framsóknarflokkar komast til áhrifa aftur.

Sumir geta sér þess til að það verði ekki fyrr en langt verði liðið á þessa öld og flest sem tengdist hruninu komið undir græna torfu.

Þannig er það nú.


mbl.is Kommunistavörur aftur í tísku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atgervi bankastjóra og rekstrarforsendur

Hundrað þúsund kall hver og fjórar jarðir keyptar og lánastofnunin lánar 400 milljónir.

Bankastjórarnir sem lána svona hvað hafa þeir fyrir framan sig til að glöggva sig á hvernig hægt sé að greiða þetta til baka? Væntanlega arðurinn af veiðitekjum árinnar. Dugði hann í afborganir?

Hvað með sjónarmið sparifjáreigandans? Í þessu máli finnst mér gengið fram með þeim hætt að maður ályktar að annað hvort hafi heimska ráðið fór eða purkunarlaus ósvífni.

Var þetta einhver sérstakur lánaflokkur í sparisjóðnum til jarðakaupa og hvar var hann auglýstur?

Þessi jarðarkaup eru búin að stórskaða landbúnað til lengri tíma litið vegna þess að það gætir tregðu um að bújarðir lækki til samræmis við raunveruleikann.

Landbúnaður getur ekki og hefur aldrei getað staðið undir miklu kapítali. Ef svo ætti að vera mundi vera þörf á að það kæmi inn í verðlagið og  bitnaði þar að lokum á neytandanum eða skattborgaranum fyrr eða síðar.

Framsóknarlandbúnaðarráðherra var voða hrifinn af hækkun á verði bújarða og sagði að það væri fínt fyrir bændur að fá hátt verð fyrir jarðir sínar þegar þeir þyrftu að hætta.

Það á að leysa afkomumál bænda með eftirlaunum fremur en hækkun jarðarverðs sem lífeyrishöfuðstóls.

Það hefur verið almenn sjónarmið og sátt í lengri tíma í bændasamfélaginu, eins og ég hef skynjað það, að verð á jörðum þyrfti að ver a hóflegt þannig að ungt fólk gæti hafið búskap og kynslóðaskipti geti átt sér stað.

Svona mál gerspilla slíkri sátt, svo það er ekkert nema ófriður framundan um þessi mál.


mbl.is Skulda milljarð út á jarðakaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málþing um ábyrgt búfjárhald

Málþing Dýraverndarsambands Íslands um ábyrgt búfjárhald var haldið á Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík, í dag laugardag.
 
Málþingið var sett af formanni, Ólafi R. Dýrmundsyni, og fjallaði hann um eftirlit með búfjarhaldi í landinu, lög og reglugerðir.  

Þá ræddi Sif Traustadóttir dýralæknir um yfirstandandi endurskoðun dýraverndarlaga en hún er í nefnd sem er að endurskoða lagabálka sem snúa að þessum málum

Kristján Oddson bóndi að Neðra Hálsi í Kjós flutti erindi um aðbúnaður kúa í lífrænum búskap - viðhorf bónda.

Síðast var erindi um viðhorf neytenda til meðferðar á búfé , sem þær fluttu, Eyrún Ýr Hildardóttir og Klara Helgadóttir háskólanemar.

Öll þessi erindi voru fróðleg og áhugaverð út frá dýraverndarsjónarmiðum.

Sjálfur kom ég með smá innlegg í pallborðshluta málþingsins og reifaði  eldsvoða sem hafa verið á gripahúsum í landbúnaði og hvar þau mál væru stödd hjá okkur Íslendingum. Miklir skaðar hafa orðið á sauðfé og nautgripum undanfarinn missiri þar sem fleiri hundruð dýr hafa brunnið inni vegna brotalama í byggingum, eftirliti og brunavörnum. Hefur þessum þætti landbúnaðar ekki verið nægjanlega gaumur gefinn. Það er áhyggjuefni að stór gripahús brenna og engin aðvörunarkerfi eru virk og dýrin steindrepast og geta ekki forðað sér. Þessi mál þarf að taka fastari töku og er nauðsynlegt að stjórnvöld fari yfir þessi mál.

Stjórn Dýraverndarsambands Ísland skipa. Ólafur R. Dýrmundsson, Margrétar Björk Sigurðardóttur og Linda Karen Gunnarsdóttur háskólanemar.

Hafið þökk fyrir gott málþing. Það er gott að vita að einhver stendur dýraverndarvaktina.


Sonurinn

„Svo hittist þannig á að ég varð að afboða mig með skömmum fyrirvara 14. ágúst síðastliðinn, vegna þess að mér fæddist sonur og fékk ég hamingjuóskir frá stjórnarmönnum í Faxaflóahöfnum vegna þess - nema væntanlega frá Framsóknarmönnum,“ sagði Dagur.

Framsóknarmenn mega nú þakka fyrir að það hafi enginn fundur verið boðaður þegar Dagur var að búa soninn til. Þá hefði fundurinn dregist lengi, lengi.

Annars væri gaman að því og fróðlegt ef kjörnir borgarfulltrúar vildu skila kjörtímabilsskýrslu um hvað þeir hafi verið að starfa á kjörtímabilinu, hverjir hafi verið borgarstjórar og hve marga fundi þeir hafi setið svo kjósendur geti glöggvað sig á störfum þeirra.

Í mínum huga er allt þetta fólk að vinna að hagsmunamálum borgarbúa hver með sínum hætti þó eðlilegt geti talist að fólk skjótist heim til að gera ,,hitt" þegar það á við.


mbl.is Fjarveran á eðlilegar skýringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband