Sonurinn

„Svo hittist þannig á að ég varð að afboða mig með skömmum fyrirvara 14. ágúst síðastliðinn, vegna þess að mér fæddist sonur og fékk ég hamingjuóskir frá stjórnarmönnum í Faxaflóahöfnum vegna þess - nema væntanlega frá Framsóknarmönnum,“ sagði Dagur.

Framsóknarmenn mega nú þakka fyrir að það hafi enginn fundur verið boðaður þegar Dagur var að búa soninn til. Þá hefði fundurinn dregist lengi, lengi.

Annars væri gaman að því og fróðlegt ef kjörnir borgarfulltrúar vildu skila kjörtímabilsskýrslu um hvað þeir hafi verið að starfa á kjörtímabilinu, hverjir hafi verið borgarstjórar og hve marga fundi þeir hafi setið svo kjósendur geti glöggvað sig á störfum þeirra.

Í mínum huga er allt þetta fólk að vinna að hagsmunamálum borgarbúa hver með sínum hætti þó eðlilegt geti talist að fólk skjótist heim til að gera ,,hitt" þegar það á við.


mbl.is Fjarveran á eðlilegar skýringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband