Svona þokast þjóðlendumálin smátt og smátt áfram. Hún skýrist myndin af því hvernig eignarhaldinu er háttað á landinu og er það vel.
Það er hægt að gleðjast yfir því, þegar réttindi almennings til umferðar og afnota af Íslandi eru ljós og skýr. Ég er ánægður með að Bláfjöll hafi hlotið stöðu sem þjóðlenda.
En það er líka hægt að gleðjast yfir því þegar bændur fá sín réttindi viðurkennd. Þannig var að Esjan, bæjarfjall Reykvíkinga kom til úrskurðar, hvort hún væri þjóðlenda. Mér þótti einsýnt að Esjan væri þjóðlenda því ég er mikill þjóðlendumaður.
Og ef einhver ætti Esjuna, fannst mér að það væri þá helst Ragnar Bjarnason samanber textann; Svífur yfir Esjunni.....
En Esjan var dæmd í einkaeign, þ. e. jarða sem ættu þar merki á vatnaskilum. Um þetta er ég bærilega sáttur og get alveg unnt hlutaðeigendum þessara réttinda.
Og áfram heldur Ragnar Bjarnason að syngja, Svífur yfir Esjunni sólroðið ský.
![]() |
Bláfjallasvæðið þjóðlenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.10.2009 | 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ráðunautur Bændasamtaka Íslands kemur fram í þessu máli á opinberum vettvangi eins og hann sé stjórnvaldið. Það er misskilningur. Bændasamtök Íslands eru hagsmunasamtök búvöruframleiðenda.
Í lögum um búfjárhald frá 15. maí 2002 nr. 130 segir:
2. gr. [Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra]1) hefur á hendi yfirstjórn þeirra mála er lúta að meðferð búfjár og eftirliti með búfjárhaldi sem kveðið er á um í lögum þessum. Með búfé er í lögum þessum átt við alifugla, geitfé, hross, kanínur, loðdýr, nautgripi, sauðfé og svín.
Síðan segir:
Rísi ágreiningur um hvað skuli falla undir hugtakið búfé sker [sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra]1) úr.
Þá er spurningin hvað er búfé og hvað er villifé? Ef engin á þetta fé og engin hefur haft samfeldarnytjar af þessu fé að þá getur það ekki kallast búfé.
Því virðist rökréttara að kalla þetta villifé og um það gilda mér vitanlega engin lög. Mér vitanlega hefur landbúnaðarráðherra ekki fellt neinn úrskurð samkvæmt 2. greininni. Þannig að málið stendur opið.
Spurningin er þá sú, hvort hér hafi skapast sjálfstæður tilveruréttur fjárins? Henni er erfitt að svara og þyrfti til þess lögfræðinga og búfræðimenntaða menn og umhverfisfræðinga.
Í Reykjavík er t. d. villtur stofn af kanínum og það er enginn, svo ég viti til að amast við honum eða að velta því fyrir sér hvor þær berjist innbyrðis um fengitímann.
![]() |
Segir féð ekki hafa neitt verndargildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.10.2009 | 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef lauslega litið á þetta mál og lesið yfirlýsingu ríkistjórnarinnar. Í yfirlýsingunni kemur fram að margt hefur þessi ríkistjórn verið að starfa og ætli að starfa.
Af viðbrögðum virðist sem Gylfi Arnbjörnsson og Vilhjálmur Egilsson ráði engu og ríkistjórnin ætli ekkert sérstaklega að ræða meira um stöðuleikasáttmála.
Síðan syngja þau dúett saman, Jóhanna og Steingrímur; ,,Áfram veginn í vagninum ek ég".
![]() |
Yfirlýsingin kom ASÍ á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.10.2009 | 18:28 (breytt kl. 18:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef rétt er að þessi stofn hafi lifað þarna sjálfala frá miðri síðustu öld er þessi fjárstofn sérstakur.
Ef hann er villtur stofn þá er eðlilegt að því sé velt fyrir sér undir hvaða lögum hann sé og ekki einsýnt að sveitastjórn hafi ein íhlutunarrétt um málefnið.
Eðlilegt væri að fresta því að aflífa féð en þess í stað að leita álits þar til bærra aðila svo sem umhverfisráðuneytis og landbúnaðarráðuneytis en ráðuneytisstjórinn þar er að því ég best veit doktor í sauðfjárrækt.
Þessi stofn getur verið vermætur út frá erfðafræði og féð gæti verið áhugavert til áframhaldandi ræktunar því hann virðist hafa staðið allar fjárpestir af sér. Hvað með t.d riðutilraunir? Við erum búin að vera basla með riðu í sauðfé í 100 ár. Gæti þessi stofn verið ultrasterkur gagnvart riðusjúkdómi?
Annað eins og þetta mál hefur nú farið til umsagnar og/eða í umhverfismat.
Auk þess sem engin á þetta fé og því þarf sennilega úrskurð yfirvalda til að fella það.
Þegar þetta mál er borið saman við ísbjarnarmálin þá verður þetta allt saman hlægilegt.
Ég held að það sé rétt að biðja fénu griða.
![]() |
Nítján kindur heimtar af Tálkna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.10.2009 | 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Óskað hefur verið eftir því að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum biðjist opinberlega afsökunar á handtöku konu sem talinn er tengjast afbrotamáli á svæðinu.
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður konunnar segir að konan sé í miklu áfalli eftir að 30 lögreglumenn í skotheldum vestum hafi ráðist inn á heimili konunnar.
Þetta stangast algerlega á við það sem Lögreglan á Suðurnesjum segir í yfirlýsingu með viðfestir frétt. Vísar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum atvikalýsingu Sveins Andra algerlega á bug.
Það er ekki sérstaklega góð þróun að lögmenn heyi málarekstur sinn á götum úti eða í fjölmiðlum. Þó getur stundum ef til vill verið réttmætt að koma með athugasemdir og leiðréttingar en þær verða þá að vera sannar og skotheldar.
Maður hefði haldið að málatilbúnaðurinn ætt að fara fram innan embættanna, þar sem hið rétta komi í ljós og síðan efir atvikum í dómsölum.
Lögreglan gengur ekki að gamni sínu í skotheldum vestum við handtökur.
![]() |
Börnin ekki vitni að handtöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.10.2009 | 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er deginum ljósara að regluverk ESB er alger steypa og ekki nokkurri þjóð bjóðandi.
Frjálst flæði fjármagns án nokkurra sameiginlegra girðinga eða eftirlits gengur ekki upp.
Það að bankaeigendur og hálfgerða óvita við bankastjórn komist upp með svona lagað gengur ekki og er algerlega forkastanlegt. Eftirlitsaðilar hér innanlands hafa sofið á verðinum, að benda ekki á hættuna og bregðast við.
Þetta er eins og skipstjóri, sem hvorki væri með kveikt á radarnum eða dýptarmælinum í stórsjó.
Stjórnvöld í Evrópu og hér innanlands verða að fara yfir þessar sameiginlegu reglur ESB og koma á betri samræmdri stjórn þessara mála.
![]() |
Mikil réttaróvissa í evrópsku regluverki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.10.2009 | 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikil mæða er frjálst flæði fjármagns búið að vera Íslendingu undanfarið. Hefur þetta orsakað mikinn niðurskurð fjár í ýmsum greinum.
Mikið fé hefur horfið úr peningshúsum landsmanna og hafa margir tapað fé.
Þess vegna er nauðsynlegt að setja upp girðingar, mæðiveikisgirðingar, eins og settar vorum upp víða um land vegna nefnds fársjúkdóms þ.e.a.s. að hafa stjórn á fjármagni þannig að skaði hljótist ekki af. Þetta er nauðsynlegt á meðan menn átta sig á stöðunni.
Engin er að tala um einangrun landsins til lengri tíma litið. Heldur að fara varlega í fjárhagslegum efnum.
Vitanlega togast einangrunarhyggja á hjá okkur og útþrá og ævintýra löngun. En styttan af Leifi heppna minnir okkur á sögu okkar og á þá staðreynd að við höfum það í blóði okkar að fara víða og leita fanga í verslun og viðskiptum þó margir aðhyllist Bjart í Sumarhúsum.
Svo má ekki gleyma því nú á þeim tímum sem fjármálaráðherra heldur ræðu í einni helstu dómkirkju landsins um að ýmsir eiga að biðjast fyrirgefningar, að íslenskir menn gengu suður til Miklagarðs og beiddust syndaaflausnar vegna verka sinna og væri rétt að ferðaskrifstofur tækju upp slíkar ferðir sem fyrst, því menn hafa ekki lengur prívat þotur til að ferðast með.
![]() |
Tímabært að hefja afnám hafta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.10.2009 | 23:15 (breytt kl. 23:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Elín Björg Jónsdóttir tekur við starfi formanns BSRB við hrikalegar aðstæður í þjóðfélaginu. Eftir að einhver vitfirrt hugmyndafræði, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og að hluta Samfylkingarinnar um frelsi markaðshagfræði og fjármagns hefur riðið húsum í þjóðfélaginu.
Ég hef alltaf verið hrifin af því þegar konur hljóta brautargengi í félagsstörfum og svo er einnig nú.
Ég vona að það verði ekki bjargarskortur í þjóðfélagin og okkur takist að þrauka þetta af, þó svo víða sé svart framundan.
Ég tel að við aðstæður sem nú eru upp verði að hugsa hlutina á annan veg en títt er.
Í náttúruhamförum er veitt áfallahjálp. Við okkar aðstæður nú er nauðsynlegt að hlúa að einstaklingum og fjölskyldum og jafnvel að koma upp aðstöðu fyrir fólk þar sem það geti komið sama og rætt málinn til að verjast þunglyndi og ýmsu sem sækir að fólki við svona aðstæður.
Í þetta þarf að setja sérstakt fjármagn.
![]() |
Elín Björg kosin formaður BSRB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.10.2009 | 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudaginn 23 október kl:17:00 2009 breytir Morgunblaðið stöðu bloggara sem skrifa pistil við viðfesta frétt.
Í staðinn fyrir að nafn bloggarans birtist í þeirri röð sem þeir skrifa og færast upp við viðkomandi frétt, kemur hve margir hafa bloggað um fréttina t.d 3 blogga um fréttina >>
Þetta er ekki eins áhrifa mikið að mínum dómi og tel ég að Morgunblaðið hafi breytt stöðu bloggara einhliða, sem það hefur að sjálfsögðu fullan rétt á en rýrir áhrif bloggarans.
Verð ég að gera fyrirvara á þessu, því mér líkar þetta ekki.
Stjórnmál og samfélag | 23.10.2009 | 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þurrabúðarmaður var sá kallaður sem var sjómaður eða daglaunamaður í verstöð, kauptúni en hefur ekki afnot af jörð eða heldur húsdýr til nytja. Sama má segja um tómthúsmann.
Það má færa fyrir því rök að samkvæmt þessari gömlu skilgreiningu sé ráðuneytisstjórinn þurrabúðarmaður. En hann hefur ekki aðgang að sjósókn þar sem búið er að loka öllum fiskimiðum með kvótum.
Ráðuneytisstjórinn reynir að drýgja tekjur sínar með því að fjárfesta í hlutabréfum. Það er allt saman löglegt. Slík viðskipti ganga út á að kaupa þegar verðið er lág og selja þegar verðið er hátt.
Það virðast ekki vera til neinar sérstakar reglu til um það hvort æðstu embættismenn megi stunda svona viðskipti enda hefur ef til vill þurrabúðarhugmyndafræðin verið lengi við líði og menn reynt að bjarga sér.
Þó er einhversstaðar talað um innherja, það er menn sem fá vitneskju á fjármálamörkuðum, en mega ekki nota það sér til framdráttar. ,,Innherji " er ekki nógu gott orð yfir þennan verknað, minnir of mikið á knattspyrnu. Betra væri að nota orðið hrappur.
Þessi mál geta orðið afar flókinn þegar heilu bankarnir fara á hausinn og ráðuneytisstjórinn, sem á hlutabréf í bankanum og var á einhverjum fundi í útlöndum, þar sem þetta var rætt, en fátt verið fært til bókar, að því er virðist, selur allt í einu bréfin og segir engum frá.
Ég þekkti einu sinni bónda sem fór oft á fundi og sat alltaf á fremstabekk, en svaf alltaf og vissi ekkert hvað hafði gerst á fundunum.
Þetta gæti hafa hent viðkomandi ráðuneytisstjóra, þó erfitt verði sennilega að sanna það fyrir dómi.
![]() |
Baldur lætur af störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.10.2009 | 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 7
- Sl. sólarhring: 270
- Sl. viku: 421
- Frá upphafi: 601769
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 348
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar