Regluverk algjör steypa, óvitar við stýrirð

Það er deginum ljósara að regluverk ESB er alger steypa og ekki nokkurri þjóð bjóðandi.

Frjálst flæði fjármagns án nokkurra sameiginlegra girðinga eða eftirlits gengur ekki upp.

Það að bankaeigendur og hálfgerða óvita við bankastjórn komist upp með svona lagað gengur ekki og er algerlega forkastanlegt. Eftirlitsaðilar hér innanlands hafa sofið á verðinum, að benda ekki á hættuna og bregðast við.

Þetta er eins og skipstjóri, sem hvorki væri með kveikt á radarnum eða dýptarmælinum í stórsjó.

Stjórnvöld í Evrópu og hér innanlands verða að fara yfir þessar sameiginlegu reglur ESB og koma á betri samræmdri stjórn þessara mála.


mbl.is Mikil réttaróvissa í evrópsku regluverki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband