Samfylkingarfólk blekkt á Þingvöllum örlagavorið 2007?

Í þjóðgari á ÞingvöllumRétt er að halda því til haga í allri þessari umræðu að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Geirs Haarde hélt velli í kosningunum 2007, en að vísu með eins manns meirihluta.

Framsóknarmenn voru að vísu orðnir mjög fölir í framan og verklitlir í þeirri ríkistjórn, enda vanir samvinnu og félagsrekstri og tóku út í kaupfélaginu eða stunduðu millifærslur og þess háttar. Einkavæðingin var þeim framandi og þeir voru ekki vanir svona háum upphæðum.

Það hefur verið metið svo af Sjálfstæðismönnum að betra væri að fá nýa aðila inn í ríkisstjórn. Enda kominn óróleiki í Framsókn og svo hafa þeir verið farnir að skynja hættuna eins og dýr skynja hættu af veðrabrigðum eða náttúruvá.

Dæmi eru um það að flokkar hafa goldið afhroð í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokki ef þeir hafa verið lengi með honum í samstarfi. Þannig var háttað til að mynda með Alþýðuflokkinn í Viðreisnarstjórninni 1959-1971.

Það lá við að Alþýðuflokkurinn þurrkaðist út í kosningunum 1971 og Gylfi Þ. Gíslason rétt skreið inn sem kjördæmakosinn þingmaður og ef hann hefði ekki komist inn að þá hefði allt uppbótarfylgið eyðilagst.

Þótt Framsóknarflokkurinn hafi lengst af verið talin jafnoki Sjálfstæðisflokks var þannig komið fyrir Framsókn að fylgi var allt á niður leið og helsta niðurstaða að þeir hafa ekki náð almennilegri fótfestu í þéttbýli. Þess vegna var þeim flökurt á Þingvöllum vorið 2007 og voru ekki nothæfir að mati Sjálfstæðismanna.

Þannig virðist sem samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, leiða til fylgishruns hjá þeim sem dveljast lengi í vistinni hjá honum.

Þess vegna hefðu Samfylkingarfólk þurft að vanda sig við stjórnarmyndunarviðræðurnar á Þingvöllum örlagavorið 2007. Flokkurinn var ungur og áhugasamur til góðra verka, en reynslu lítill sem heild og kannski ekki með nægan andvara á sér.

Það hefur komið fram að bönkunum hefur trauðla verið bjargað eftir 2006. Um hvað sömdu þá Samfylkingarfólk í þessu stjórnarmyndunarviðræðum og hver var upplýsinga gjöfin til þeirra um ástandið?  Sögðu Sjálfstæðismenn satt og rétt frá þjóðfélagsástandinu. Var Samfylkingarfólkið blekkt inn í stjórnina á einhverju fölskum forsendum?

Þetta þarf að koma fram um hvað var rætt og upplýst hvað var bókað á fundunum á Þingvöllum.

Þegar ábúandaskipti verða á jörðum er framkvæmd svo kölluð úttekt um hvernig jörðin er setin, hvað hefur verið gert á jörðinni o.sv.frv., gallar og skemmdir fyrrverandi ábúenda, ellegar þá dæmt álag ef jörðin er vel setin.

Var einhver úttekk unnin um ástandið á þjóðfélaginu, efnahagsreikningurinn rannsakaður, hvernig nýju bankarnir virkuðu  og hvernig þjóðarbúið mundi spjara sig?

Þetta þarf allt saman að koma fram frá fyrstu hendi. Ég held að Samfylkingarfólk hafi verið blekkt á Þingvöllum 2007, við ábúendaskiptin. Það er mitt hugboð.
mbl.is Umræða um málshöfðun hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Þú ert sem sagt að segja, að þingmenn Samfylkingarinnar hafi verið valdagráðugir óvitar sem urðu þar með undirlægjur Íhaldsins. Þetta gæti verið rétt hjá þér. En þetta er samt engin afsökun. Það verður að vera hægt að gera þær kröfur til þingmanna og þingkvenna að þau séu starfinu vaxin.

Vendetta, 28.9.2010 kl. 12:38

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það má búa orð í ýmsan búning.

Ég held því fram að Samfylkingin hafi verið of fljót á sér við þessar stjórnarmyndunarviðræður.

Hugmyndafræðin með myndun Samfylkingarinnar var að búa til einn stóran jafnaðarmannaflokk sem mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn.

Það var unnið með öðrum hætti en áður tíðkaðist. Venjan var að þegar vinstri menn ætluðu að sameinast á þá byrjuðu þeir að kljúfa sig frá aðalflokknum.

Við myndun Samfylkingarinnar var þessu öðruvísi farið. Þar var það samþykkt innan hverrar hreyfingar, Kvennalista, Alþýðuflokks, Þjóðvaka og Alþýðubandalags að ganga til sameiningar.

Það var ekki gert ráð fyrir því að Samfylkingin gengi í dansins með Sjálfstæðisflokknum - fáklædd.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 28.9.2010 kl. 17:52

3 Smámynd: Vendetta

Já, Steingrímur getur þakkað sínum sæla fyrir að hafa fengið lélega kosningu 2007, annars hefði hann komizt í ríkisstjórn og verið dreginn fyrir Landsdóm 3-4 árum síðar. Annars er það ótrúlegt að Alþingi hafi sýknað Árna Mathiesen, spilltasta ráðherra Geirs Haarde. En svona er þetta í þessu Zimbabwe norðursins.

Vendetta, 28.9.2010 kl. 18:29

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég get ekkert sagt um það hvort Steingrímur hefði verið dregin fyrir landsdóm. Það fer alveg eftir því hvort talið hafi verið að hann hafi brotið af sér.

En ætli Steingrímur sé bara ekki hamingjusamur núna að vera með 8 félögum sínum úr Alþýðubandalaginu í ríkistjórn Íslands, af 10 ráðherrum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 28.9.2010 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband