Sóldagar

Af Laugavegsgöngu Ferðafélags ÍslandsMorgunblaðið er svo vinsamlegt í minn garð að birta innihaldsríka frétt af plöntusýningu minni upp í Háskóla Íslands í blaðinu í dag og minnist í fréttinni á ljóðið Sóldaga eftir Guðmund Kristjánsson bónda á Kirkjubóli í Önundafirði.  Ég átti þess einu sinni kost að koma heim til Guðmundar að Kirkjubóli. Hann var hlýlegur maður og hafði góða nærveru og enginn asi á honum. Mér þykir vænt um ljóðin hans og lýt af og til á þau.

Hér leyfi ég mér að birta ljóðið Sóldagar efti Guðmund. Það er fallegt.

 

Sóldagar

 

Ljúfir voru sóldagar liðinnar tíðar

og ljóminn af þeim.

Breiddu þeir sinn unað um brúnir og hlíðar

til bæjanna heim.

 

Koma munu sóldagar sælir og glaðir

til sögunnar enn,

bregða sínum svip yfir búmannaraðir

og bjartsýnismenn.

 

Gleðin er í lofti og sumar í sveitum

á sólviðratíð

Lífið reynist gjöfult í laufskógareitum

og landmannahlíð.

Guðmundur Ingi Kristjánsson

 

 

 

 


Baldur, Skálmöld brýtur upp munstrið í Borgarleikhúsinu með tónleikum

Mynd af Baldri Ragnarsyni. MottumarsSögur herma að Skálmöld hafi farið hamförum og kostum í Borgarleikhúsinu í gærkveldi í túlkun sinni á Baldri. Það er nýmæli að þungarokkssveit troði upp á þessum vettvangi.

Viðfangsefnið var eins og áður segir Baldur eða eins og segir í plötuumslagi þeirra Skálmaldarmanna að saga þessi er gömul, svo gömul að engin veit hversu gömul hún er í raun.  (Hér dugir sem sagt ekki að elstu menn gangi fram og vitni ). Hún hefur gengið mann fram að manni, frá kynslóð til kynslóðar. Eitthvað hefur dottið út og annað bæst við, en hvað sem því öllu líður er hún sönn. Hún verður hér sett í letur , kannski í fyrsta skipti og kannski ekki en svo mikið er víst að hún heldur áfram að ganga mann fram að manni frá kynslóð til kynslóðar um ókomnar aldir. Sagan er af Baldri, syni Óðins.

Mynd af Baldri Ragnarsyni. MottumarsBaldur hét maður og átti heima á Íslandi. Baldur hafði margt misjafnt lifað, friðartíma jafnt sem stríð og ávallt tekið það besta með sér úr allri lifan. Hann hafði sé gleði og sorg, ávinning og missi en ætið gengið beinn í baki og vaxið dag frá degi.

Sagan hefst á friðartímum Baldur hefur komið sér vel fyrir. Hann á konu og börn, bú og gripi, lofar Óðin hvern dag og horfir fram á veg. Baldur er myndarlegur svo af ber, skarpgreindur höfðingi. Hann er ætíð vel og vopnum búin þó hann hafi ekki þurft að bregða sverði um langt skeið. Heimild: Formáli á plötuumslagi Skálmaldar á verkinu Baldur.

Af viðtölum mínum við tónleikagesti er ljóst að þarna hefur farið fram alveg stórkostlegir tónleikar. Atburðurinn hófst með því að trúðar, (sögumaður) gengu fram með fornum hætti og útskýrðu verkið og söguna. Síðan hóf hljómsveitinn sitt spilerý og var allt sett í botna, ljósasjó og reykur og sprengjur fengu að trylla áhorfendur sem aldrei Baldur að kyssa stelpufyrr og herma sögur að tæknimenn hafi aldrei átt sælari daga en þessar stundir með Skálmöld. Þeir fengu bókstaflega að hoppa uppúr buxunum og þjóðnýta tæknina í Borgarleikhúsinu, hvað þetta snertir. Nú, nú, það er ánægjulegt að þetta hafi gengið svona vel og óska ég Skálmaldarmönnum til hamingju með þennan áfanga. Það má alveg segja að maður sjái undir iljarnar á þeim svo hátt skora þeir á þessum vetrardögum. Verður þetta trauðla leikið eftir, um sinn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband