Sóldagar

Af Laugavegsgöngu Ferðafélags ÍslandsMorgunblaðið er svo vinsamlegt í minn garð að birta innihaldsríka frétt af plöntusýningu minni upp í Háskóla Íslands í blaðinu í dag og minnist í fréttinni á ljóðið Sóldaga eftir Guðmund Kristjánsson bónda á Kirkjubóli í Önundafirði.  Ég átti þess einu sinni kost að koma heim til Guðmundar að Kirkjubóli. Hann var hlýlegur maður og hafði góða nærveru og enginn asi á honum. Mér þykir vænt um ljóðin hans og lýt af og til á þau.

Hér leyfi ég mér að birta ljóðið Sóldagar efti Guðmund. Það er fallegt.

 

Sóldagar

 

Ljúfir voru sóldagar liðinnar tíðar

og ljóminn af þeim.

Breiddu þeir sinn unað um brúnir og hlíðar

til bæjanna heim.

 

Koma munu sóldagar sælir og glaðir

til sögunnar enn,

bregða sínum svip yfir búmannaraðir

og bjartsýnismenn.

 

Gleðin er í lofti og sumar í sveitum

á sólviðratíð

Lífið reynist gjöfult í laufskógareitum

og landmannahlíð.

Guðmundur Ingi Kristjánsson

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband