Stjórnarskrá Íslendinga er dularfull. Í henni eru allskonar smugur, ákvæði og atriði sem hafa verið ónotuð og sem menn hafa verið að deila um í 60 ár. Þannig héldu menn að forsetinn gæti ekki synjað staðfestingu laga frá Alþingi. Fjórir forsetar höfðu ekki gert það og þar með var það talið að ákvæðið hefði ekki gildi.
Eftir að ákvæðið hafði legið ónota í 60 ár, lét Ólafur forseti reyna á það og neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin. Þá varð uppi fótur og fit á Alþingi. Þá kom í ljós að engin lög voru til um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu. Á það hefur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra bent nú þegar þjóðin er að velta því fyrir sér hvort forseti beiti 26 greininni vegna Icesavelaganna.
Það veit til dæmis enginn hvor það eigi að vera misvægi atkvæða milli borgaranna eftir búsetu í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og í alþingiskosningum. Í stjórnarskránni eru tvær greinar önnur sem kveður á um jafnræði og hin sem kveður á um ójafnræði. Á slíkt að gilda í þjóðaratkvæðagreiðslu?
21 grein stjórnarskrárinnar kveður á um að forseti lýðveldisins geri samninga við önnur ríki. Hvað þýðir það? Má þá fjármálaráðherra ekki gera slíka samninga sem Icesave er?
Nú er kominn mikill þungi í Icesavemálið. Rúmlega 50.000 einstaklingar hafa ritað undir áskorun til forseta um að hann neita að staðfesta lögin. Hvað getur hann gert? Getur hann notað 25.greinina en þar stendur:
25. gr. Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.
Svona er stjórnarskráin fulla af smugum og flækjum fyrir útsjónarsaman forseta.
Um Icesave eru í gildi lög frá því í sumar, þannig að þetta mál er ekki í uppnámi nema að því leiti að Bretar og Hollendingar ganga ekki að þeim fyrirvörum sem í þeim lögum eru. Harla ótrúlegt er að þeir hreyfi við málinu á meðan verið er að fjalla um það á Íslandi.
Yfir 50 þúsund undirskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 31.12.2009 | 20:56 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 102
- Sl. sólarhring: 172
- Sl. viku: 252
- Frá upphafi: 573570
Annað
- Innlit í dag: 97
- Innlit sl. viku: 215
- Gestir í dag: 97
- IP-tölur í dag: 97
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
.
13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík.
14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.
Séu greinar lesnar saman og túlkuð sem ein heild með tilliti til venju þeirrar sem ríkt hefur þá er ljóst að ráðherrar geta gert samninga við erlend ríki. Heimildaskorturinn vegna Icesave samninganna felst frekar í 41. gr.stjórnarskrárinnar
41. gr. Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.
Þannig getur ekki verið eðlilegt að handhafi framkvæmdavalds lofi fjárgreiðslum eða ríkisábyrgð þegar það er ekki í hans verkahring að útdeila peningum úr ríkissjóði. Það er að mínu mati stjórnarskrárbrot en ég veit vel að ekki eru allir sammála mér um það.
Það að 26.gr.stjórnarskrár sé niður fallin vegna notkunarleysis er að mínu mati frekar fáránleg túlkun. Stjórnarfarið okkar byggir á þrískiptingu valds og lýðræði. Það er byggt á þeim kenningum að vald tempri vald. Þannig höfum við dómstóla, framkvæmdarvald og lagasetningarvald. Dómstólar eru sjálfstæðastir þó svo að framkvæmdarvaldið sé óþægilega að færa sig uppá skaptið þar m.a. vegna þess að ráðherra skipar dómara í raun. Þá vitum við að framkvæmdarvaldið stjórnar þinginu sem er bagalegt. Forsetinn er því í raun síðasta virkið til að koma í veg fyrir að framkvæmdarvaldið geti nauðgað þjóðinni þegar misvitrir einstaklingar eru þar við völd. Í lýðræðisþjóðfélagi er að mínu mati ekki hægt að fallast á þá túlkun að 26.gr. stjórnarskrár falli niður nema að stjórnarskrárgjafinn taki ákvæðið burtu sjálfur. Í raun er þetta mín skoðun á öllum ákvæðum stjórnarskrár þar sem mér finnst það fáránlegt að venja geti rutt ákvæðum stjórnarskrár burtu.
Ég (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 21:34
Gott að velta málunum fyrir sér.
Í Alþingiskosningum hefur heimilisfólkið á Bessastöðum 1/2 atkvæði á kjósanda á meðan heimilisfólkið á Hólum í Hjaltadal er með 1 atkvæði á kjósanda.
Spurningin er hvort slíki fyrirkomulag eigi að gilda í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave komi til hennar.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.1.2010 kl. 02:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.