Gjaldþrot Seðlabankans

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að tæknilegt gjaldþrot Seðlabanka Íslands væri erfiðasta byrði sem ríkissjóður yrði að bera á næstu árum og væri stærsti hluti ríkissjóðshallans.

Um þetta mál væri ekki eins mikið fjalla og Icesavemálin.

Eins og kunnugt er, var Davíð Oddsson fyrrverandi  forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins seðlabankastjóri á þeim tíma sem þessir fjármunir töpuðust.

Það er nú mjög móðins að skjóta upp rakettum og skottertum sem heita nöfnum eins og Auður djúpúðga, Gunnlaugur ormstunga  o.sfrv.

Má búast við að við bætist nú nafnið Davíð Oddsson í þennan flokk sem menn skjóti upp í lofti um þar næstu áramót sér til gamans.


mbl.is Gögnum ekki haldið frá þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Ætli aðalmálið gagnvart upphæðum að Icesave er í erlendum gjaldeyri og þar af leiðandi hefur langtum miklu meiri áhrif á þjóðarhag næsta áratuginn hið minnsta.

Carl Jóhann Granz, 30.12.2009 kl. 21:17

2 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Síðan er það náttúrulega spurningin um hvað er óumdeilt að eigi að greiða og hvað er vafamál eins og Icesave er.

Carl Jóhann Granz, 30.12.2009 kl. 21:18

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þetta er margt rétt sem þú segir Carl.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 30.12.2009 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband